Eiga ekkert annað en stoltið Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 19:15 Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka. Einstæðum mæðrum á örorku og öldruðum hafi fjölgað hratt í hópi fátækra, sem þurfi að kyngja stoltinu til að leita sér aðstoðar. Oft hafi því verið þörf til að grípa til aðgerða, en nú sé nauðsyn. Umsóknum í sárafátæktarsjóð Rauða krossins fer stöðugt fjölgandi og er það mat samtakanna að neyð fátækra á Íslandi sé að aukast. Fjölgunin kemur Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur ekki á óvart. Samtök fólks í fátækt á Íslandi hafi fundið vel fyrir þessari þróun. „Það eru fleiri sem vilja koma og fá mat hjá okkur og það eru fleiri sem þurfa á því að halda. Ég sé að það er orðið æ algengara að fyrstu beiðnir berist fljótlega eftir mánaðamót. Það byrjar fyrir og því virðist vera sem róðurinn sé að þyngjast,“ segir Ásta Þórdís hjá Pepp á Íslandi.Sjá einnig: 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Hún segir að neyðin sé einna mest meðal tveggja þjóðfélagshópa. „Við vitum að sá hópur sem hefur það verst eru einstæðar mæður á örorkulífeyri. Það hafa það langverst,“ segir Ásta. Í þeim hópi er Helga Hákonardóttir, sem sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Niðurlægjandi að leita sér aðstoðar Ásta segir að það sé jafnframt að fjölga í hópi aldraðra, sem þyki niðurlægjandi að leita sér aðstoðar. „Því að áður en þú ferð og biður um aðstoð þá þarftu að kyngja stoltinu. Stundum er fólk komið á þeim stað að það á ekkert annað en stoltið og þá er ennþá erfiðara að kyngja því.“ Ásta hvetur stjórnvöld til að mæta þörfum fátækra. „Það eru til margar leiðir til þess að nálgast þennan hóp og bæta um betur. Öll gögn sýna fram á að oft hafi verið þörf en að nú sé brýn nauðsyn.“ Félagsmál Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka. Einstæðum mæðrum á örorku og öldruðum hafi fjölgað hratt í hópi fátækra, sem þurfi að kyngja stoltinu til að leita sér aðstoðar. Oft hafi því verið þörf til að grípa til aðgerða, en nú sé nauðsyn. Umsóknum í sárafátæktarsjóð Rauða krossins fer stöðugt fjölgandi og er það mat samtakanna að neyð fátækra á Íslandi sé að aukast. Fjölgunin kemur Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur ekki á óvart. Samtök fólks í fátækt á Íslandi hafi fundið vel fyrir þessari þróun. „Það eru fleiri sem vilja koma og fá mat hjá okkur og það eru fleiri sem þurfa á því að halda. Ég sé að það er orðið æ algengara að fyrstu beiðnir berist fljótlega eftir mánaðamót. Það byrjar fyrir og því virðist vera sem róðurinn sé að þyngjast,“ segir Ásta Þórdís hjá Pepp á Íslandi.Sjá einnig: 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Hún segir að neyðin sé einna mest meðal tveggja þjóðfélagshópa. „Við vitum að sá hópur sem hefur það verst eru einstæðar mæður á örorkulífeyri. Það hafa það langverst,“ segir Ásta. Í þeim hópi er Helga Hákonardóttir, sem sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Niðurlægjandi að leita sér aðstoðar Ásta segir að það sé jafnframt að fjölga í hópi aldraðra, sem þyki niðurlægjandi að leita sér aðstoðar. „Því að áður en þú ferð og biður um aðstoð þá þarftu að kyngja stoltinu. Stundum er fólk komið á þeim stað að það á ekkert annað en stoltið og þá er ennþá erfiðara að kyngja því.“ Ásta hvetur stjórnvöld til að mæta þörfum fátækra. „Það eru til margar leiðir til þess að nálgast þennan hóp og bæta um betur. Öll gögn sýna fram á að oft hafi verið þörf en að nú sé brýn nauðsyn.“
Félagsmál Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15