Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. október 2019 19:00 Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Frá því að lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi í mars má ekki selja rafrettur og áfyllingar sem innihalda nikótín, nema að fengist hafi leyfi hjá Neytendastofu. Stofnunin fer með eftirlit með lögunum, meðal annars því hvort vörurnar uppfylli öryggiskröfur. „Við höfum verið að fara á sölustaði þar sem vörur eru í ólagi . Þá höfum við verið að setja tímabundið sölubann og fjarlægt vörur ur versluneða innsiglað í verslun og tekið sýnishorn,“ segir Skarphéðinn Grétarsson, sérfræðingur hjá Neytendastofu. Sölubann hafi verið sett 300 mismundandi tegundir af rafrettuvökvum á síðustu sjö mánuðum. Þar af eru vörur með umbúðum sem höfða til barna og áfyllingar sem innihalda of hátt hlutfall nikótíns. „og einhverjar vörur sem eiga að vera nikotínlausar og það hafa verið rofin innsiglin og í svoleiðis vörum er grunur um að það hafi verið blandað í þær nikótíni. Við hugsum líka hver myndi kaupa gos sem væri búið að opna,“ segir Skarphéðinn. Hann segist oft hafa orðið var við það í eftirlitsferðum að rafrettuvökvar séu til sölu í verslunum, þrátt fyrir að ekki hafi fengiðst leyfi fyrir þeim. Þannig séu ólöglegar vörur á markaði sem óvíst er hvort uppfylli skilyrði laga. Það sé aðeins einn starfsmaður í fullu starfi við eftirlitið og því ekki hægt að sinna því til fulls. „Miðað við stöðuna í dag og þetta aukna álag þá þyrfti auka stöðugildi bara í rafretturnar. Þetta var meira en gert var ráð fyrir í upphafi og þetta eru líka rosalega margir söluaðilar um allt land,“ segir Skarphéðinn. Þá hafi Neytendastofa fengið ábendingar um að söluaðilar selji börnum rafrettur. „Við lítum það mjög alvarlegum augum þegar söluaðilar eru að selja börnum rafrettur og áfyllingar, hvað þá ef það inniheldur nikótín,“ segir Skarphéðinn. Heilt yfir sé lögunum ekki fylgt nægilega. „Þau eru ný ennþá en það er liðinn það langur tími þannig okkur finnst að söluaðilar ættu a vera farnir að fylgja þeim betur en þeir gera í dag,“ segir Skarphéðinn. Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Tillaga Landlæknis auki svartamarkaðsbrask Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. 5. október 2019 21:00 Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. 30. september 2019 19:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Frá því að lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi í mars má ekki selja rafrettur og áfyllingar sem innihalda nikótín, nema að fengist hafi leyfi hjá Neytendastofu. Stofnunin fer með eftirlit með lögunum, meðal annars því hvort vörurnar uppfylli öryggiskröfur. „Við höfum verið að fara á sölustaði þar sem vörur eru í ólagi . Þá höfum við verið að setja tímabundið sölubann og fjarlægt vörur ur versluneða innsiglað í verslun og tekið sýnishorn,“ segir Skarphéðinn Grétarsson, sérfræðingur hjá Neytendastofu. Sölubann hafi verið sett 300 mismundandi tegundir af rafrettuvökvum á síðustu sjö mánuðum. Þar af eru vörur með umbúðum sem höfða til barna og áfyllingar sem innihalda of hátt hlutfall nikótíns. „og einhverjar vörur sem eiga að vera nikotínlausar og það hafa verið rofin innsiglin og í svoleiðis vörum er grunur um að það hafi verið blandað í þær nikótíni. Við hugsum líka hver myndi kaupa gos sem væri búið að opna,“ segir Skarphéðinn. Hann segist oft hafa orðið var við það í eftirlitsferðum að rafrettuvökvar séu til sölu í verslunum, þrátt fyrir að ekki hafi fengiðst leyfi fyrir þeim. Þannig séu ólöglegar vörur á markaði sem óvíst er hvort uppfylli skilyrði laga. Það sé aðeins einn starfsmaður í fullu starfi við eftirlitið og því ekki hægt að sinna því til fulls. „Miðað við stöðuna í dag og þetta aukna álag þá þyrfti auka stöðugildi bara í rafretturnar. Þetta var meira en gert var ráð fyrir í upphafi og þetta eru líka rosalega margir söluaðilar um allt land,“ segir Skarphéðinn. Þá hafi Neytendastofa fengið ábendingar um að söluaðilar selji börnum rafrettur. „Við lítum það mjög alvarlegum augum þegar söluaðilar eru að selja börnum rafrettur og áfyllingar, hvað þá ef það inniheldur nikótín,“ segir Skarphéðinn. Heilt yfir sé lögunum ekki fylgt nægilega. „Þau eru ný ennþá en það er liðinn það langur tími þannig okkur finnst að söluaðilar ættu a vera farnir að fylgja þeim betur en þeir gera í dag,“ segir Skarphéðinn.
Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Tillaga Landlæknis auki svartamarkaðsbrask Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. 5. október 2019 21:00 Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. 30. september 2019 19:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00
Tillaga Landlæknis auki svartamarkaðsbrask Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. 5. október 2019 21:00
Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. 30. september 2019 19:30