„Eldstöðin er að minna á sig“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2019 12:52 Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Náttúruvársérfræðingur segir að aukin skjálftavirkni í Heklu þurfi ekki endilega að vera fyrirboði goss en Veðurstofa Íslands hefur nýlega stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni við eldstöðina en hið nýja vöktunarkerfi sýnir fleiri og minni skjálfta. Vísir/vilhelm Tíu jarðskjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tvemur sólarhringum. Veðurstofan hefur gert almannavörnum viðvart. Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Aukin skjálftavirkni þarf þó ekki endilega að þýða að Hekla muni gjósa í bráð að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Aukin skjálftavirkni hefur verið í fjallinu frá því í gærmorgun en skjálftarnir hafa þó verið tiltölulega litlir og flestir innan við einn að stærð. „Þetta hófst snemma í gærmorgunn, á milli þrjú og fjögur en síðan þá hafa mælst tíu skjálftar í heklu og þar af eru þrír sem eru stærri en einn að stærð og stærsti er 1,5,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Síðast mældist skjálfti í nótt, hann var 0.8 að stærð.Hvaða þýðir þessi aukna virkni?Þetta náttúrulega þýðir að eldstöðin er að minna á sig, sýna að hún sé lifandi. Við höfum stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni eldstöðvarinnar þannig að núna erum við í rauninni að sjá fleiri og minni skjálfta en við höfum gert áður þannig að við erum enn að læra inn á þetta nýja kerfi og hvað þetta þýðir.En eru líkur á gosi?Eins og staðan er núna þá sjáum við ekkert annað heldur en þessa litlu aukingu í skjálftum. Við erum með gasmæla og aflögunarmæla í nágrenni við fjallið. Við höfum ekki séð neinar aðrar breytingar heldur en þetta þannig að svö stöddu er ekkert sem bendir til þess akkúrat núna.“ Skjálftavirkni er ekki óeðlileg í Heklu en það sem vekur athygli er hversu stutt millibil er á skjálftunum. Jú, það er ekki mjög oft sem við höfum verið að mæla þetta marga skjálfta á sama sólarhringnum. Það hefur alveg komið fyrir en það er ekki það mikil skjálftavirkni í Heklu, samanborið við aðrar eldstöðvar, svona þessar virku, eins og Bárðarbungu. Segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Haft var samband við almannavarnir í gær og almannavarnir upplýsa viðbragðsaðila um stöðuna hverju sinni.Tíu skjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tveimur sólarhringum. Flestir skjálftarnir eru þó innan við einn að stærð.Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Tengdar fréttir Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Tíu jarðskjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tvemur sólarhringum. Veðurstofan hefur gert almannavörnum viðvart. Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Aukin skjálftavirkni þarf þó ekki endilega að þýða að Hekla muni gjósa í bráð að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Aukin skjálftavirkni hefur verið í fjallinu frá því í gærmorgun en skjálftarnir hafa þó verið tiltölulega litlir og flestir innan við einn að stærð. „Þetta hófst snemma í gærmorgunn, á milli þrjú og fjögur en síðan þá hafa mælst tíu skjálftar í heklu og þar af eru þrír sem eru stærri en einn að stærð og stærsti er 1,5,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Síðast mældist skjálfti í nótt, hann var 0.8 að stærð.Hvaða þýðir þessi aukna virkni?Þetta náttúrulega þýðir að eldstöðin er að minna á sig, sýna að hún sé lifandi. Við höfum stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni eldstöðvarinnar þannig að núna erum við í rauninni að sjá fleiri og minni skjálfta en við höfum gert áður þannig að við erum enn að læra inn á þetta nýja kerfi og hvað þetta þýðir.En eru líkur á gosi?Eins og staðan er núna þá sjáum við ekkert annað heldur en þessa litlu aukingu í skjálftum. Við erum með gasmæla og aflögunarmæla í nágrenni við fjallið. Við höfum ekki séð neinar aðrar breytingar heldur en þetta þannig að svö stöddu er ekkert sem bendir til þess akkúrat núna.“ Skjálftavirkni er ekki óeðlileg í Heklu en það sem vekur athygli er hversu stutt millibil er á skjálftunum. Jú, það er ekki mjög oft sem við höfum verið að mæla þetta marga skjálfta á sama sólarhringnum. Það hefur alveg komið fyrir en það er ekki það mikil skjálftavirkni í Heklu, samanborið við aðrar eldstöðvar, svona þessar virku, eins og Bárðarbungu. Segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Haft var samband við almannavarnir í gær og almannavarnir upplýsa viðbragðsaðila um stöðuna hverju sinni.Tíu skjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tveimur sólarhringum. Flestir skjálftarnir eru þó innan við einn að stærð.Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Tengdar fréttir Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36