Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 12:00 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/BALDUR HRAFNKELL Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. Sveitarfélagið fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna stuðnings sambandsins við þingsályktunartillögu um sameiningar sveitarfélaga. Aldís kveðst ekki óttast fjöldaúrsagnir úr sambandinu. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem felur meðal annars í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá miðist lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir eru um tillöguna en sveitarstjórn Grýtubakkahreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum í gær þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr sambandinu. Íbúar hreppsins eru um 400 talsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vona að ekki komi til úrsagnar. Hagsmunum sveitarfélaga sé betur borgið innan sambandsins.Sjá einnig: Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn„Þetta kemur mér á óvart en vel að merkja, þeir eru að velta fyrir sér möguleikanum þannig að ég á nú ekki von á því að þeir láti verða af því að segja sig úr sambandinu,” segir Aldís. „Sambandið er samkvæmt lögum hagsmunagæsluaðili sveitarfélaga á Íslandi og veitir þeim mjög margháttaða þjónustu. Þannig að ég held að þegar að sveitarstjórnarmenn fara að skoða það til hlýtar, þá held ég að niðurstaðan hljóti nú að vera sú að þeirra hagsmunum sé best borgið í sameiginlegum samtökum.” Í bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá því í gær segir að stjórn sambandsins hafi farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað sjónarmið þeirra og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar. Að óbreyttu sé ekki lengur hægt að líta á sambandið sem málsvara allra sveitarfélaga. „Ég hef ríkan skilning á því að það eru ekki allir ánægðir með þá ákvörðun sem var tekin á landsþinginu þegar að við samþykktum, sveitarstjórnarmenn, að samþykkja tillögu ráðherra,” segir Aldís.Óumflýjanlegt að sveitarfélög stækki „Þetta eru auðvitað róttækar tillögur, en það er líka gríðarlega brýnt að við getum horft yfir sviðið og skoðað það hvað kemur íbúum landsins best, hvað kemur íbúum sveitarfélaganna best. Það er alveg ljóst að sveitarfélög þar sem að íbúum hefur fækkað stöðugt og þeir eru kannski komnir undir fimmtíu eða undir tvö hundruð, þá eru sveitarfélögin ekki í stakk búin til að veita þá þjónustu sem þeim lögum samkvæmt eiga að veita.” Fari svo að Grýtubakkahreppur segi sig úr sambandinu yrði það annað sveitarfélagið til þess, en Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru um fimmtíu, sagði sig úr sambandinu eftir að ákveðið var að styðja tillögu ráðherra. „Ég ætla ekki að halda það að það verði einhverjar fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ég held að sveitarstjórnarmenn vítt og breytt um landið geri sér alveg grein fyrir því að það þurfa að verða breytingar,” segir Aldís. „Ef við ætlum landsbyggðinni að eflast og hafa slagkraft og þann slagkraft sem þarf í samkeppninni um íbúa og í samkeppninni um fyrirtæki, þá verða sveitarfélög að stækka. Það er óumflýjanlegt.” Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. Sveitarfélagið fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna stuðnings sambandsins við þingsályktunartillögu um sameiningar sveitarfélaga. Aldís kveðst ekki óttast fjöldaúrsagnir úr sambandinu. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem felur meðal annars í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá miðist lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir eru um tillöguna en sveitarstjórn Grýtubakkahreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum í gær þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr sambandinu. Íbúar hreppsins eru um 400 talsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vona að ekki komi til úrsagnar. Hagsmunum sveitarfélaga sé betur borgið innan sambandsins.Sjá einnig: Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn„Þetta kemur mér á óvart en vel að merkja, þeir eru að velta fyrir sér möguleikanum þannig að ég á nú ekki von á því að þeir láti verða af því að segja sig úr sambandinu,” segir Aldís. „Sambandið er samkvæmt lögum hagsmunagæsluaðili sveitarfélaga á Íslandi og veitir þeim mjög margháttaða þjónustu. Þannig að ég held að þegar að sveitarstjórnarmenn fara að skoða það til hlýtar, þá held ég að niðurstaðan hljóti nú að vera sú að þeirra hagsmunum sé best borgið í sameiginlegum samtökum.” Í bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá því í gær segir að stjórn sambandsins hafi farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað sjónarmið þeirra og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar. Að óbreyttu sé ekki lengur hægt að líta á sambandið sem málsvara allra sveitarfélaga. „Ég hef ríkan skilning á því að það eru ekki allir ánægðir með þá ákvörðun sem var tekin á landsþinginu þegar að við samþykktum, sveitarstjórnarmenn, að samþykkja tillögu ráðherra,” segir Aldís.Óumflýjanlegt að sveitarfélög stækki „Þetta eru auðvitað róttækar tillögur, en það er líka gríðarlega brýnt að við getum horft yfir sviðið og skoðað það hvað kemur íbúum landsins best, hvað kemur íbúum sveitarfélaganna best. Það er alveg ljóst að sveitarfélög þar sem að íbúum hefur fækkað stöðugt og þeir eru kannski komnir undir fimmtíu eða undir tvö hundruð, þá eru sveitarfélögin ekki í stakk búin til að veita þá þjónustu sem þeim lögum samkvæmt eiga að veita.” Fari svo að Grýtubakkahreppur segi sig úr sambandinu yrði það annað sveitarfélagið til þess, en Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru um fimmtíu, sagði sig úr sambandinu eftir að ákveðið var að styðja tillögu ráðherra. „Ég ætla ekki að halda það að það verði einhverjar fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ég held að sveitarstjórnarmenn vítt og breytt um landið geri sér alveg grein fyrir því að það þurfa að verða breytingar,” segir Aldís. „Ef við ætlum landsbyggðinni að eflast og hafa slagkraft og þann slagkraft sem þarf í samkeppninni um íbúa og í samkeppninni um fyrirtæki, þá verða sveitarfélög að stækka. Það er óumflýjanlegt.”
Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30