Enski boltinn

Limur Linekers límdur fastur þegar hann kom fram á brókinni í Match of the Day

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lineker með Englandsmeistarabikarinn sem Leicester City vann fyrir þremur árum.
Lineker með Englandsmeistarabikarinn sem Leicester City vann fyrir þremur árum. vísir/getty
Frægt er þegar Gary Lineker kom fram á nærbuxunum einum fata í fyrsta Match of the Day-þætti tímabilsins 2016-17. Hann hafði lofað því að koma fram á brókinni ef Leicester City, hans gamla lið, yrði Englandsmeistari.

Lineker hefur nú greint frá því að gripið hafi til sérstakra aðgerða til særa ekki blygðunarkennd áhorfenda BBC.

„Þrátt fyrir að nærbuxurnar hafi hulið nánast allt vildu búningastjórar þáttarsins ekki taka neina áhættu. Því var limurinn festur með límbandi til að sýna ekki meira en átti að sjást,“ sagði Lineker.

„Mér fannst þetta skynsamlegt. Ég viðurkenni að ég verð stundum æstur að sjá skallann á Alan Shearer í hlýju myndverinu. En hver yrði það ekki?“ bætti Lineker við.



Fáir voru glaðari þegar Leicester varð meistari en Lineker. Hann er frá Leicester og hóf feril sinn með Refunum.

Lineker hefur stýrt Match of the Day undanfarin 20 ár og er einn af þekktustu sjónvarpsmönnum Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×