Íslendingur leiðir sósíalista til sigurs í Stafangri Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 13:50 Mímir Kristjánsson leiddi sósíalista í Noregi til góðs kosningasigurs í Stafangri og því fagna vitaskuld íslenskir skoðanabræður hans. „Af sósíalískum og þjóðræknislegum ástæðum fögnum við sérstaklega góðum árangri systurflokki sósíalista í Noregi, Rødt, í Stafangri þar sem Mímir Kristjánsson leiddi listann, sonur Kristjáns Guðlaugssonar, sem virkur var í hinu villta vinstri á Íslandi á áttunda áratugnum,“ segir Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands. Mímir leiddi Rødt í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í gær en fylgi flokksins fór úr 1,5 og upp í 5,5 prósent í Stafangri. Veruleg aukning sem þýðir að flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa þar. Á vefsíðunni nýjaisland.no er greint frá þessu og Mími óskað til hamingju með þennan glæsilega árangur. „Mímir er norskur ríkisborgari og á norska móður en íslenskan föður. Hann hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á dagblaðinu Stéttarbaráttan (Klassekampen) undanfarin ár ásamt því að hann hefur skrifað bækur og verið álitsgjafi í sjón- og útvarpi um stjórnmál,“ segir á vefsíðunni. Páll Valsson forleggjari og bókmenntafræðingur bætir við þeim upplýsingum á Facebooksíðu Sósíalistaflokks Íslands að Kristján hafi gert textann við lagið vinsæla, Ísland úr Nató. „Sem sungið var á hverri samkomu herstöðvaandstæðinga. „Á Miðnesheiði bandarískur basi er ...““ Eins og gefur að skilja fagna íslenskir sósíalistar þessu og telja þetta gefa góð fyrirheit um aukið fylgi sér til handa á Íslandi. Gunnar Smári greinir frá því að Mímir hafi heimsótt sósíalista á Íslandi og sagt þeim frá uppbyggingu Rødt. „Hann var með ráðagerðir um að flytja hingað með fjölskylduna til að ná tökum á íslenskunni, sem hann skilur en talar ekki liðugt. En það verður ekki af því samkvæmt þessu, hann er fluttur til Stafangurs.“ Noregur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira
„Af sósíalískum og þjóðræknislegum ástæðum fögnum við sérstaklega góðum árangri systurflokki sósíalista í Noregi, Rødt, í Stafangri þar sem Mímir Kristjánsson leiddi listann, sonur Kristjáns Guðlaugssonar, sem virkur var í hinu villta vinstri á Íslandi á áttunda áratugnum,“ segir Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands. Mímir leiddi Rødt í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í gær en fylgi flokksins fór úr 1,5 og upp í 5,5 prósent í Stafangri. Veruleg aukning sem þýðir að flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa þar. Á vefsíðunni nýjaisland.no er greint frá þessu og Mími óskað til hamingju með þennan glæsilega árangur. „Mímir er norskur ríkisborgari og á norska móður en íslenskan föður. Hann hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á dagblaðinu Stéttarbaráttan (Klassekampen) undanfarin ár ásamt því að hann hefur skrifað bækur og verið álitsgjafi í sjón- og útvarpi um stjórnmál,“ segir á vefsíðunni. Páll Valsson forleggjari og bókmenntafræðingur bætir við þeim upplýsingum á Facebooksíðu Sósíalistaflokks Íslands að Kristján hafi gert textann við lagið vinsæla, Ísland úr Nató. „Sem sungið var á hverri samkomu herstöðvaandstæðinga. „Á Miðnesheiði bandarískur basi er ...““ Eins og gefur að skilja fagna íslenskir sósíalistar þessu og telja þetta gefa góð fyrirheit um aukið fylgi sér til handa á Íslandi. Gunnar Smári greinir frá því að Mímir hafi heimsótt sósíalista á Íslandi og sagt þeim frá uppbyggingu Rødt. „Hann var með ráðagerðir um að flytja hingað með fjölskylduna til að ná tökum á íslenskunni, sem hann skilur en talar ekki liðugt. En það verður ekki af því samkvæmt þessu, hann er fluttur til Stafangurs.“
Noregur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira