„Oft erfitt að gera greinarmun á einmiðlum og fjölmiðlum,“ segir forsætisráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2019 14:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir mikilvægt að gera greinarmund á einmiðlum og fjölmiðlum. Vísir/vilhelm Falsfréttir eru oft einfaldar, höfða til tilfinninga fólks og breiðast gjarnan út með ógnarhraða. Það getur haft gríðarleg áhrif á lýðræði og stjórnmálaumræðu segir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir afar mikilvægt að kortleggja þær fjölþáttaógnir sem steðja að samfélaginu á netinu. „Falsfréttir eða upplýsingaóreiða eiga oft greiðari leið að huga fólks. Þær byggja oft á tilfinningum, eru oft einfaldar og fela ekki í sér flóknar útskýringar sem því miður eru oft hluti að raunveruleikanum. Það er auðvelt að dreifa þeim en getur haft gríðarleg áhrif á alla stjórnmálaumræðu í landinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Þjóðaröryggisráðs á fundi um fjölþáttaógnir sem fram fór í Norræna húsinu í morgun. Hún segir samfélagsmiðla og gervigreind markvisst notuð til að dreifa slíkum fréttum. „Í pólitískum kosningum höfum við séð upplýsingum dreift með markvissum hætti til tiltekinna hópa. Samfélagsmiðlar og netið hafa breytt í grundvallaratriðum grafið undan starfsemi hefðbundinna fjölmiðla sem eiga undir högg að sækja og erfitt er að gera greinarmun á því hvenær við erum að nýta okkur hefðbundna fjölmiðla og hvenær þetta eru bara einmiðlar,“ segir Katrín.Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kortleggja stöðuna varðandi fjölþátta ógnir á netinu hér á landi.Þarf að kortleggja stöðuna hér á landi Á fundum var einnig rætt um netárásir og áróður sem miðaður er að ákveðnum hópum gegnum samfélagsmiðla. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kanna þennan vand heildrænt. „Það vantar hér á landi að kortleggja stöðuna. Þetta mál er áberandi í stjórnmálaumræðu í löndunum í kringum okkur. Við sjáum að reynt hefur verið að hafa áhrif á kosningar með áróðri og falsfréttum t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Elfa. Elfa segir jafnframt að mikilvægt að almenningur, fyrirtæki og stofnir séu meðvituð um þær ógnir sem steðji að á netinu. „Það er mikilvægt að efla samstarf við samfélagsmiðla og leitarvélar. Þá þarf að auka þekkingu fólks á þessum málum, auka miðlalæsi og gagnrýna hugsun,“ segir Elfa. Nýlegt dæmi um falsfréttir á vefnum er falsfrétt um Bitcoin og tenging við vefsíður sem ekki eru til. „Þarna er verið að blekkja fólk og búa til vefsíður sem líta út eins og íslenskir fjölmiðlar. Þegar farið er inná þetta er eitthvað allt annað á bak við þær,“ segir Elfa. Fjölmiðlar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Falsfréttir eru oft einfaldar, höfða til tilfinninga fólks og breiðast gjarnan út með ógnarhraða. Það getur haft gríðarleg áhrif á lýðræði og stjórnmálaumræðu segir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir afar mikilvægt að kortleggja þær fjölþáttaógnir sem steðja að samfélaginu á netinu. „Falsfréttir eða upplýsingaóreiða eiga oft greiðari leið að huga fólks. Þær byggja oft á tilfinningum, eru oft einfaldar og fela ekki í sér flóknar útskýringar sem því miður eru oft hluti að raunveruleikanum. Það er auðvelt að dreifa þeim en getur haft gríðarleg áhrif á alla stjórnmálaumræðu í landinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Þjóðaröryggisráðs á fundi um fjölþáttaógnir sem fram fór í Norræna húsinu í morgun. Hún segir samfélagsmiðla og gervigreind markvisst notuð til að dreifa slíkum fréttum. „Í pólitískum kosningum höfum við séð upplýsingum dreift með markvissum hætti til tiltekinna hópa. Samfélagsmiðlar og netið hafa breytt í grundvallaratriðum grafið undan starfsemi hefðbundinna fjölmiðla sem eiga undir högg að sækja og erfitt er að gera greinarmun á því hvenær við erum að nýta okkur hefðbundna fjölmiðla og hvenær þetta eru bara einmiðlar,“ segir Katrín.Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kortleggja stöðuna varðandi fjölþátta ógnir á netinu hér á landi.Þarf að kortleggja stöðuna hér á landi Á fundum var einnig rætt um netárásir og áróður sem miðaður er að ákveðnum hópum gegnum samfélagsmiðla. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kanna þennan vand heildrænt. „Það vantar hér á landi að kortleggja stöðuna. Þetta mál er áberandi í stjórnmálaumræðu í löndunum í kringum okkur. Við sjáum að reynt hefur verið að hafa áhrif á kosningar með áróðri og falsfréttum t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Elfa. Elfa segir jafnframt að mikilvægt að almenningur, fyrirtæki og stofnir séu meðvituð um þær ógnir sem steðji að á netinu. „Það er mikilvægt að efla samstarf við samfélagsmiðla og leitarvélar. Þá þarf að auka þekkingu fólks á þessum málum, auka miðlalæsi og gagnrýna hugsun,“ segir Elfa. Nýlegt dæmi um falsfréttir á vefnum er falsfrétt um Bitcoin og tenging við vefsíður sem ekki eru til. „Þarna er verið að blekkja fólk og búa til vefsíður sem líta út eins og íslenskir fjölmiðlar. Þegar farið er inná þetta er eitthvað allt annað á bak við þær,“ segir Elfa.
Fjölmiðlar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent