Styðja sameiningu sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2019 20:00 Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti um miðjan ágústmánuð stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í dag var samþykkt að styðja tillögu ráðherra. „Þannig að nú erum við að sjá fram á gjörbreytt umhverfi á sveitarstjórnarstiginu á næstu árum sem ég held að verði til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og fyrir íbúa í landinu ekki síst,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan hefur mætt nokkurri andstöðu meðal sveitarstjóra. Skiptar skoðanir voru á fundinum í dag, sér í lagi um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. „Það lá alveg fyrir að það væru skiptar skoðanir. Ég ber alveg virðingu fyrir því sjónarmiði að fólki finnist þetta erfitt skref að stíga. Þetta er óumflýjalegt að setja einhvers konar línu í sandinn sem að gefur til kynna hvað við teljum vera eðlilega stærð á sveitarfélagi til þess að geta veitt þjónustu eins og sveitarfélögum ber að gera samkvæmt lögum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég tel mikilvægt að núna eftir þennan fund og þessa samþykkt að þá fari sveitarfélögin heim og hugsi sinn gang. Það er nægur tími til stefnu og svo verður auðvitað umræða í þinginu í vetur um þingsályktunina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá vonar Aldís að þingmenn virði vilja sveitarstjórnarmanna þegar tillagan verður flutt í þinginu í haust. „Vilji sveitarstjórnarmanna liggur fyrir eftir fundinn í dag, hann er mjög skýr þannig að boltinn er hjá Alþingi og ég trúi ekki öðru en að alþingismenn virði vilja sveitarstjórnarstigsins á Íslandi,“ sagði Aldís. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti um miðjan ágústmánuð stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í dag var samþykkt að styðja tillögu ráðherra. „Þannig að nú erum við að sjá fram á gjörbreytt umhverfi á sveitarstjórnarstiginu á næstu árum sem ég held að verði til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og fyrir íbúa í landinu ekki síst,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan hefur mætt nokkurri andstöðu meðal sveitarstjóra. Skiptar skoðanir voru á fundinum í dag, sér í lagi um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. „Það lá alveg fyrir að það væru skiptar skoðanir. Ég ber alveg virðingu fyrir því sjónarmiði að fólki finnist þetta erfitt skref að stíga. Þetta er óumflýjalegt að setja einhvers konar línu í sandinn sem að gefur til kynna hvað við teljum vera eðlilega stærð á sveitarfélagi til þess að geta veitt þjónustu eins og sveitarfélögum ber að gera samkvæmt lögum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég tel mikilvægt að núna eftir þennan fund og þessa samþykkt að þá fari sveitarfélögin heim og hugsi sinn gang. Það er nægur tími til stefnu og svo verður auðvitað umræða í þinginu í vetur um þingsályktunina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá vonar Aldís að þingmenn virði vilja sveitarstjórnarmanna þegar tillagan verður flutt í þinginu í haust. „Vilji sveitarstjórnarmanna liggur fyrir eftir fundinn í dag, hann er mjög skýr þannig að boltinn er hjá Alþingi og ég trúi ekki öðru en að alþingismenn virði vilja sveitarstjórnarstigsins á Íslandi,“ sagði Aldís.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30