Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 10:57 Fox & Friends er á dagskrá Fox sjónvarpsstöðvarinnar á hverjum virkum morgni. Þátturinn er í miklu uppáhaldi hjá Bandaríkjaforseta. Vísir/getty Í fréttaþættinum Fox & Friends var áhugi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, til umræðu hjá þáttastjórnendunum Steve Doocy, Ainsley Earhardt og Brian Kilmeade. Ísland barst fljótlega í tal í þættinum en DV greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu. Þáttastjórnendurnir virtust hafa tekið ummæli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óstinnt upp því Kilmeade sagði: „Ef við gætum bara fengið Grænland myndi allt verða svo mikið auðveldara.“ Doocy svaraði um hæl og sagðist hafa heyrt Ísland nefnt í þessu samhengi en skilja má af ummælum Doocys að Trump væri að virða fyrir sér möguleikann á að kaupa Ísland. Þátturinn er eftirlætisþáttur Trump og Fox News í miklu uppáhald. Fjölmörg dæmi eru um að Trump hafi veitt Fox-news og Fox & Friends einkaviðtal á sama tíma og hann hefur neitað að ræða við aðra meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum og jafnvel úthúðað þeim. Vísir sagði þá í gær frá tengslum sjónvarpsstöðvarinnar við forsetaembættið en einn stofnandi Fox News, Roger Ailes heitinn, gegndi hlutverki fjölmiðlaráðgjafa fyrir fjölda forseta Bandaríkjanna, meðal annars Richard Nixon, Ronald Reagan, George Bush en þá var hann líka Trump innan handar í kosningabaráttunni 2016. Eftir að Doocy leysti frá skjóðunni um Ísland virtist Earhardt þurfa að fullvissa sig um að Ísland væri nú örugglega landið sem væri grænt en Grænland það sem væri þakið ís. „Alveg rétt, víkingarnir reyndu að svindla á okkur með þessu. Góð tilraun víkingar,“ sagði Kilmeade.Brian Kilmeade: "If we could just get Greenland, everything else will be easy." Steve Doocy: "I heard Iceland." Ainsley Earhardt: "Iceland's the one that's green, and Greenland's the one that's cold." Kilmeade: "Right. The vikings tried to screw us up. Nice try, vikings." pic.twitter.com/iMMsFYbvvy — Bobby Lewis (@revrrlewis) August 22, 2019 Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Í fréttaþættinum Fox & Friends var áhugi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, til umræðu hjá þáttastjórnendunum Steve Doocy, Ainsley Earhardt og Brian Kilmeade. Ísland barst fljótlega í tal í þættinum en DV greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu. Þáttastjórnendurnir virtust hafa tekið ummæli Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óstinnt upp því Kilmeade sagði: „Ef við gætum bara fengið Grænland myndi allt verða svo mikið auðveldara.“ Doocy svaraði um hæl og sagðist hafa heyrt Ísland nefnt í þessu samhengi en skilja má af ummælum Doocys að Trump væri að virða fyrir sér möguleikann á að kaupa Ísland. Þátturinn er eftirlætisþáttur Trump og Fox News í miklu uppáhald. Fjölmörg dæmi eru um að Trump hafi veitt Fox-news og Fox & Friends einkaviðtal á sama tíma og hann hefur neitað að ræða við aðra meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjunum og jafnvel úthúðað þeim. Vísir sagði þá í gær frá tengslum sjónvarpsstöðvarinnar við forsetaembættið en einn stofnandi Fox News, Roger Ailes heitinn, gegndi hlutverki fjölmiðlaráðgjafa fyrir fjölda forseta Bandaríkjanna, meðal annars Richard Nixon, Ronald Reagan, George Bush en þá var hann líka Trump innan handar í kosningabaráttunni 2016. Eftir að Doocy leysti frá skjóðunni um Ísland virtist Earhardt þurfa að fullvissa sig um að Ísland væri nú örugglega landið sem væri grænt en Grænland það sem væri þakið ís. „Alveg rétt, víkingarnir reyndu að svindla á okkur með þessu. Góð tilraun víkingar,“ sagði Kilmeade.Brian Kilmeade: "If we could just get Greenland, everything else will be easy." Steve Doocy: "I heard Iceland." Ainsley Earhardt: "Iceland's the one that's green, and Greenland's the one that's cold." Kilmeade: "Right. The vikings tried to screw us up. Nice try, vikings." pic.twitter.com/iMMsFYbvvy — Bobby Lewis (@revrrlewis) August 22, 2019
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning