Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 16:28 Pence og Katrín munu að öllum líkindum funda að kvöldi 4. september. Mynd/Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. Ráðherra lýsti þeirri afstöðu sinni á fundi með nýjum sendiherra Bandaríkjanna í dag. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að fundur Jeffrey Ross Gunther, sendiherrans nýja, og Katrínar hafi verið löngu ákveðinn. Um sé að ræða kurteisisheimsókn þegar nýr sendiherra sækir forsætisráðherra heim. Gunther opnaði á þann möguleika á fundinum að leitað yrði leiða til þess að Katrín og Pence gætu hist á meðan á dvöl hans á Íslandi stæði. Þá var sá möguleiki ræddur að Pence framlengdi dvöl sína svo þau gætu hist, eins og Fréttablaðið fullyrti í dag að stefnt væri að. Katrín lýsti sig að sögn Láru Bjargar reiðubúna til þess ef tími fyndist. Katrín heldur erindi á þingi Norræna verkalýðssambandsins í Malmö þann 3. september en þingið stendur til 5. september. Hún mun sitja fundinn 4. september en halda heim í framhaldinu.Sá ekki ástæðu til að breyta dagskrá sinni Ákvörðun Katrínar um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Pence hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Sú afstaða virðist þó hafa breyst eftir fund dagsins með bandaríska sendiherranum sem fyrr segir.Í tilkynningu frá Hvíta húsinu, sem send var þann 15. ágúst síðastliðinn, sagði að Pence myndi koma hingað til lands þann 4. september. Hann ætli sér að funda með forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þar sem meðal annars verður rætt um viðskipta- og varnarmál, ekki síst vegna framgöngu Rússlands á norðurslóðum. Daginn eftir myndi Pence síðan funda á Bretlandi og dagana 6. til 7. september yrði hann á Írlandi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fundavilji Katrínar breyti þessum fyrirætlunum Pence. Ef svo er má vænta yfirlýsingar frá Hvíta húsinu. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. Ráðherra lýsti þeirri afstöðu sinni á fundi með nýjum sendiherra Bandaríkjanna í dag. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að fundur Jeffrey Ross Gunther, sendiherrans nýja, og Katrínar hafi verið löngu ákveðinn. Um sé að ræða kurteisisheimsókn þegar nýr sendiherra sækir forsætisráðherra heim. Gunther opnaði á þann möguleika á fundinum að leitað yrði leiða til þess að Katrín og Pence gætu hist á meðan á dvöl hans á Íslandi stæði. Þá var sá möguleiki ræddur að Pence framlengdi dvöl sína svo þau gætu hist, eins og Fréttablaðið fullyrti í dag að stefnt væri að. Katrín lýsti sig að sögn Láru Bjargar reiðubúna til þess ef tími fyndist. Katrín heldur erindi á þingi Norræna verkalýðssambandsins í Malmö þann 3. september en þingið stendur til 5. september. Hún mun sitja fundinn 4. september en halda heim í framhaldinu.Sá ekki ástæðu til að breyta dagskrá sinni Ákvörðun Katrínar um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Pence hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Sú afstaða virðist þó hafa breyst eftir fund dagsins með bandaríska sendiherranum sem fyrr segir.Í tilkynningu frá Hvíta húsinu, sem send var þann 15. ágúst síðastliðinn, sagði að Pence myndi koma hingað til lands þann 4. september. Hann ætli sér að funda með forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þar sem meðal annars verður rætt um viðskipta- og varnarmál, ekki síst vegna framgöngu Rússlands á norðurslóðum. Daginn eftir myndi Pence síðan funda á Bretlandi og dagana 6. til 7. september yrði hann á Írlandi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fundavilji Katrínar breyti þessum fyrirætlunum Pence. Ef svo er má vænta yfirlýsingar frá Hvíta húsinu.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15
Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12