Áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi horfa á svæði á norðurslóðum Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2019 18:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst telur það vera áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi á borð við Bandaríkin séu farin að horfa á svæði á norðurslóðum. Skyndilegur áhugi Donald Trump Bandaríkjaforseta á Grænlandi hafi fært málefni landsins og norðurslóða í kastljósið en hafi um leið sýnt afstöðu forsetans til íbúa Grænlands. „Þetta er auðvitað svæði sem er í gríðarlega mikilli deiglu, auðvitað út af loftslagsbreytingum, en ekki aðeins þess vegna, heldur líka vegna þess að þarna eru bara gríðarlega spennandi landsvæði og ekki síður samfélög,“ sagði Eiríkur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Þarna er fólk sem er að leita sér að auknum umsvifum og betri lífskjörum og vill sækja sér það á einhvern hátt til umheimsins og í samstarfi við ýmsa, t.a.m. Kínverja og einhverju leyti okkur hér. Þeir eru farnir að líta víðar en til Danmerkur.“ „Þessi aðför öll um að kaupa Grænland, hún er auðvitað „absúrd.“ Það er hugtakið sem Mette Frederiksen notaði til að lýsa því og reitti Donald Trump svona til reiði,“ sagði Eiríkur enn fremur.Eins og að Íslendingar keyptu Manhattan Eiríkur líkti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland við að Íslendingar myndu kaupa Manhattan eyju í New York: „Þetta er svona álíka möguleg hugmynd og við myndum bjóðast til að kaupa Manhattan. Þú kaupir ekki annarra manna samfélög í nútímanum. Það var gert hér áður fyrr á nýlendutímanum en það er löngu liðin tíð.“ Aðspurður hvort meira liggi að baki því að Bandaríkjastjórn virðist veita norðurslóðum meiri áhuga nú en oft áður, segir Eiríkur hluta af því vera það að Rússland lítur á heimskautið sem sitt heimasvæði: „Utanríkisráðherra Rússlands sagði einhvern tímann að norðurskautið væri rússneskt. Það er líka þetta gamla stórveldakapplaup sem er að einhverju leyti farið af stað og Bandaríkin eru jú farin að líta í mjög auknum mæli til Grænlands og norðurslóðanna.“ „Nú segir Trump að hann vilji setja upp ræðisskrifstofu í Nuuk. Allt er þetta til marks um aukið mikilvægi Grænlands og norðurslóða.“ „Fyrir þessar smáþjóðir sem ekki hafa mikla möguleika á valdbeitingu sér til varnar, þá er auðvitað ákveðið áhyggjuefni hvernig heimsveldin eru einhvern veginn farin að líta á þessi svæði. Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir Grænlendinga að forseti Bandaríkjanna telji þeirra mál vera eitthvað sem hann getur átt bara tvíhliða samtal við forsætisráðherra Danmerkur um. Það lýsir ákveðinni afstöðu til stöðu fólksins á Grænlandi og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á því að fólkið sem þarna er á auðvitað svæðið og það ber að ræða allt við það sem því við kemur.“ Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Norðurslóðir Sprengisandur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst telur það vera áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi á borð við Bandaríkin séu farin að horfa á svæði á norðurslóðum. Skyndilegur áhugi Donald Trump Bandaríkjaforseta á Grænlandi hafi fært málefni landsins og norðurslóða í kastljósið en hafi um leið sýnt afstöðu forsetans til íbúa Grænlands. „Þetta er auðvitað svæði sem er í gríðarlega mikilli deiglu, auðvitað út af loftslagsbreytingum, en ekki aðeins þess vegna, heldur líka vegna þess að þarna eru bara gríðarlega spennandi landsvæði og ekki síður samfélög,“ sagði Eiríkur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Þarna er fólk sem er að leita sér að auknum umsvifum og betri lífskjörum og vill sækja sér það á einhvern hátt til umheimsins og í samstarfi við ýmsa, t.a.m. Kínverja og einhverju leyti okkur hér. Þeir eru farnir að líta víðar en til Danmerkur.“ „Þessi aðför öll um að kaupa Grænland, hún er auðvitað „absúrd.“ Það er hugtakið sem Mette Frederiksen notaði til að lýsa því og reitti Donald Trump svona til reiði,“ sagði Eiríkur enn fremur.Eins og að Íslendingar keyptu Manhattan Eiríkur líkti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland við að Íslendingar myndu kaupa Manhattan eyju í New York: „Þetta er svona álíka möguleg hugmynd og við myndum bjóðast til að kaupa Manhattan. Þú kaupir ekki annarra manna samfélög í nútímanum. Það var gert hér áður fyrr á nýlendutímanum en það er löngu liðin tíð.“ Aðspurður hvort meira liggi að baki því að Bandaríkjastjórn virðist veita norðurslóðum meiri áhuga nú en oft áður, segir Eiríkur hluta af því vera það að Rússland lítur á heimskautið sem sitt heimasvæði: „Utanríkisráðherra Rússlands sagði einhvern tímann að norðurskautið væri rússneskt. Það er líka þetta gamla stórveldakapplaup sem er að einhverju leyti farið af stað og Bandaríkin eru jú farin að líta í mjög auknum mæli til Grænlands og norðurslóðanna.“ „Nú segir Trump að hann vilji setja upp ræðisskrifstofu í Nuuk. Allt er þetta til marks um aukið mikilvægi Grænlands og norðurslóða.“ „Fyrir þessar smáþjóðir sem ekki hafa mikla möguleika á valdbeitingu sér til varnar, þá er auðvitað ákveðið áhyggjuefni hvernig heimsveldin eru einhvern veginn farin að líta á þessi svæði. Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir Grænlendinga að forseti Bandaríkjanna telji þeirra mál vera eitthvað sem hann getur átt bara tvíhliða samtal við forsætisráðherra Danmerkur um. Það lýsir ákveðinni afstöðu til stöðu fólksins á Grænlandi og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á því að fólkið sem þarna er á auðvitað svæðið og það ber að ræða allt við það sem því við kemur.“
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Norðurslóðir Sprengisandur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15
Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57