„Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 14:33 Ferðaþjónustan finnur fyrir áhrifunum af falli WOW air. Fréttablaðið/Anton Brink Er Grænland hið nýja Ísland? Þetta er titill á grein sem birtist í vefútgáfu ferðatímaritsins Afar í gær. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem sérhæft hafa sig í Íslandsferðum sem eru í auknum mæli farnir að selja ferðir til Grænlands. Ástæðan? Fréttir af miklum fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands og dýrt flugmiðaverð eftir að WOW air fór á hausinn.„Fall Wow air hafði töluvert mikil áhrif á fyrirtækið okkar og viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Lea Korinth framkvæmdastjóra hjá Jubel, ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir einstaklinga. Þar á meðal eru svokallaðar óvissuferðir, þar sem viðskiptavinurinn veit ekki hvert hann er að fara fyrr en við brottför. Þar var Ísland afar vinsælt.„Við seldum margar ferðir til Íslands á síðasta ári, margar af þeim voru óvissuferðir þar sem Ísland veldur aldrei vonbrigðum,“ segir Korinth í viðtali við Afar.Fall WOW air hefur hins vegar haft áhrif á sölu á ferðum fyrirtækisins hingað til lands. Segir hún að þau hafi neyðst til að hafa samband við viðskiptavini sem þegar hafi bókað ferð hingað til þess að óska eftir því að þeir hækki umtalsvert þá fjárhæð sem þeir hafi sagst vera reiðubúnir til að eyða í ferðina, þar sem bóka hafi þurft ný flug.„Flugin eru nærri því tvöfalt dýrari en áður samanborið við það þegar WOW air far enn í loftinu,“ er haft eftir Korinth. Frá Nuuk í Grænlandi.getty/Thierry BARBIERGrænland efst á blaði hjá Forbes Í grein Afar er einnig rætt við Barbara Banks, framkvæmdastjóra hjá Wilderness Travel. Segir hún hafa fundið fyrir því að viðskiptavinir hennar hafi í auknum mæli sýnt Íslandi minni áhuga en áður, töluvert fyrir fall WOW air.„Fregnir af fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á áhugann á Íslandsferðum,“ er haft eftir Banks. „Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi.“Þess í stað segist hún finna fyrir auknum áhuga á Grænlandsferðum og að selst hafi upp í áætlaðar ferðir Wilderness Travel til Grænlands á þessu ári. Kobarth segist einnig finna fyrir því að Grænland sé að komast á radarinn hjá ferðalöngum.Þetta má einnig sjá í umfjöllum fjölmiðla en Forbes birti í dag grein þar sem fjallað er um af hverju ferðalangar ættu að sleppa því að fara til Íslands, en fara þess í stað á einn af níu áfangastöðum sem fjallað er um í greininni. Þar er Grænland til dæmis efst á blaði.Grein Afar er þó ekki bara á neikvæðu nótunum fyrir Ísland. Þar er einnig rætt við Diana Ditto, framkvæmdastjóra hjá Collete, sem segist enn finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Svo miklum að fyrirtækið hafi bætt við ferðum hingað til lands. Segir hún að ekkert óeðlilegt sé við það að Ísland finni fyrir minni áhuga ferðamanna en áður.„Ísland hefur verið svo vinsæll áfangastaður í mörg ár að það er bara eðlilegt að tölurnar dali eitthvað,“ segir Ditto að lokum. Ferðamennska á Íslandi Grænland Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
Er Grænland hið nýja Ísland? Þetta er titill á grein sem birtist í vefútgáfu ferðatímaritsins Afar í gær. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem sérhæft hafa sig í Íslandsferðum sem eru í auknum mæli farnir að selja ferðir til Grænlands. Ástæðan? Fréttir af miklum fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands og dýrt flugmiðaverð eftir að WOW air fór á hausinn.„Fall Wow air hafði töluvert mikil áhrif á fyrirtækið okkar og viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Lea Korinth framkvæmdastjóra hjá Jubel, ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir einstaklinga. Þar á meðal eru svokallaðar óvissuferðir, þar sem viðskiptavinurinn veit ekki hvert hann er að fara fyrr en við brottför. Þar var Ísland afar vinsælt.„Við seldum margar ferðir til Íslands á síðasta ári, margar af þeim voru óvissuferðir þar sem Ísland veldur aldrei vonbrigðum,“ segir Korinth í viðtali við Afar.Fall WOW air hefur hins vegar haft áhrif á sölu á ferðum fyrirtækisins hingað til lands. Segir hún að þau hafi neyðst til að hafa samband við viðskiptavini sem þegar hafi bókað ferð hingað til þess að óska eftir því að þeir hækki umtalsvert þá fjárhæð sem þeir hafi sagst vera reiðubúnir til að eyða í ferðina, þar sem bóka hafi þurft ný flug.„Flugin eru nærri því tvöfalt dýrari en áður samanborið við það þegar WOW air far enn í loftinu,“ er haft eftir Korinth. Frá Nuuk í Grænlandi.getty/Thierry BARBIERGrænland efst á blaði hjá Forbes Í grein Afar er einnig rætt við Barbara Banks, framkvæmdastjóra hjá Wilderness Travel. Segir hún hafa fundið fyrir því að viðskiptavinir hennar hafi í auknum mæli sýnt Íslandi minni áhuga en áður, töluvert fyrir fall WOW air.„Fregnir af fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á áhugann á Íslandsferðum,“ er haft eftir Banks. „Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi.“Þess í stað segist hún finna fyrir auknum áhuga á Grænlandsferðum og að selst hafi upp í áætlaðar ferðir Wilderness Travel til Grænlands á þessu ári. Kobarth segist einnig finna fyrir því að Grænland sé að komast á radarinn hjá ferðalöngum.Þetta má einnig sjá í umfjöllum fjölmiðla en Forbes birti í dag grein þar sem fjallað er um af hverju ferðalangar ættu að sleppa því að fara til Íslands, en fara þess í stað á einn af níu áfangastöðum sem fjallað er um í greininni. Þar er Grænland til dæmis efst á blaði.Grein Afar er þó ekki bara á neikvæðu nótunum fyrir Ísland. Þar er einnig rætt við Diana Ditto, framkvæmdastjóra hjá Collete, sem segist enn finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Svo miklum að fyrirtækið hafi bætt við ferðum hingað til lands. Segir hún að ekkert óeðlilegt sé við það að Ísland finni fyrir minni áhuga ferðamanna en áður.„Ísland hefur verið svo vinsæll áfangastaður í mörg ár að það er bara eðlilegt að tölurnar dali eitthvað,“ segir Ditto að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Grænland Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46
Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31