Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. ágúst 2019 00:40 Skurðgrafa rétt utan við landamerki Seljanes Aðsend Dregið gæti til tíðinda í Árneshreppi í dag þar sem vinnuvélar á vegum Vesturverks nálgast jörðina Seljanes, í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Verktakinn á ekki eftir nema um 700 metra að landamerki við jörðina og hefur skurðgröfu verið komið þar fyrir. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi, sagði í samtali við fréttastofu seint í kvöld að rætt verði við eftirlitsmann verksins strax í dagrenningu í fyrramálið þar sem spurt verður hvað verktakanum gangi til. „Við teljum að þetta séu barnaleg örþrifaráð rökþrota HS Orku og Vesturverks, og ætluð til að ögra landeigendum á Seljanesi,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturverksSjá einnig:Galið að haldið sé áfram með framkvæmdirVinnuvélar á vegum Vesturverks hafa síðustu daga unnið í norðanverðum Ingólfsfirði. Seljanes er við mynni fjarðarins að norðanverðu.Vísir/KMU.Dregið gæti til tíðinda á morgun Vegurinn sem Vesturverk vinnur við að breikka vegna Hvalárvirkjunnar er Ófeigsfjarðarvegur um Ingólfsfjörð. Vegagerðin segir að vegurinn sé þjóðvegur og sé á hennar forræði og hafi verið heimilt að framselja veghaldið til verktakans á meðan framkvæmdum stendur.Deilt er meðal annars um landamerki eftir að Drangvíkurkort leit dagsins ljós í byrjun júlí sem á að sýna að sé mjög á skjön við þau kort og skjöl sem hafa verið almennt viðurkennd í áratugi. Yfirvöld hafa viljað nota sömu veglínu frekar en að byggja aðra, vegna flutninga fyrir fyrirhugaða virkjun.19. júlí síðastliðinn hafnaði Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála að framkvæmdir á svæðinu yrðu stöðvaðar á meðan sjö kærur yrðu teknar fyrir vegna verksins. Verktakinn hóf aftur vinnu 22. júlí. Guðmundur Hrafn sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að í framkvæmdaleyfinu, sem nú hefur verið kært til Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála séu skilyrði um að eiga samráð við landeigendur og að slíkt hafi einnig komið fram í yfirlýsingum Vegagerðarinnar.Sjá einnig: Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi„Á morgun mun draga til tíðinda ef verktakar HS Orku fara ekki að tilmælum. Réttur landeigenda er til að stöðva þessa óhæfu í þeirra landi,“ segir Guðmundur og á þar við hluta landeigenda að Seljanesi. „Þeir sem standa fyrir þessari framkvæmd hafa sýnt af sér fádæma gunguskap og ekki haft í sér þann manndóm að ræða við landeigendur að Seljanesi í tengslum við þessar framkvæmdir þrátt fyrir ítrekuð og skýr fyrirmæli þar um,“ segir Guðmundur. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar. 4. ágúst 2019 21:30 Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði. 1. ágúst 2019 21:42 Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44 Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13 „Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. 23. júlí 2019 12:23 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Dregið gæti til tíðinda í Árneshreppi í dag þar sem vinnuvélar á vegum Vesturverks nálgast jörðina Seljanes, í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Verktakinn á ekki eftir nema um 700 metra að landamerki við jörðina og hefur skurðgröfu verið komið þar fyrir. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi, sagði í samtali við fréttastofu seint í kvöld að rætt verði við eftirlitsmann verksins strax í dagrenningu í fyrramálið þar sem spurt verður hvað verktakanum gangi til. „Við teljum að þetta séu barnaleg örþrifaráð rökþrota HS Orku og Vesturverks, og ætluð til að ögra landeigendum á Seljanesi,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturverksSjá einnig:Galið að haldið sé áfram með framkvæmdirVinnuvélar á vegum Vesturverks hafa síðustu daga unnið í norðanverðum Ingólfsfirði. Seljanes er við mynni fjarðarins að norðanverðu.Vísir/KMU.Dregið gæti til tíðinda á morgun Vegurinn sem Vesturverk vinnur við að breikka vegna Hvalárvirkjunnar er Ófeigsfjarðarvegur um Ingólfsfjörð. Vegagerðin segir að vegurinn sé þjóðvegur og sé á hennar forræði og hafi verið heimilt að framselja veghaldið til verktakans á meðan framkvæmdum stendur.Deilt er meðal annars um landamerki eftir að Drangvíkurkort leit dagsins ljós í byrjun júlí sem á að sýna að sé mjög á skjön við þau kort og skjöl sem hafa verið almennt viðurkennd í áratugi. Yfirvöld hafa viljað nota sömu veglínu frekar en að byggja aðra, vegna flutninga fyrir fyrirhugaða virkjun.19. júlí síðastliðinn hafnaði Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála að framkvæmdir á svæðinu yrðu stöðvaðar á meðan sjö kærur yrðu teknar fyrir vegna verksins. Verktakinn hóf aftur vinnu 22. júlí. Guðmundur Hrafn sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að í framkvæmdaleyfinu, sem nú hefur verið kært til Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála séu skilyrði um að eiga samráð við landeigendur og að slíkt hafi einnig komið fram í yfirlýsingum Vegagerðarinnar.Sjá einnig: Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi„Á morgun mun draga til tíðinda ef verktakar HS Orku fara ekki að tilmælum. Réttur landeigenda er til að stöðva þessa óhæfu í þeirra landi,“ segir Guðmundur og á þar við hluta landeigenda að Seljanesi. „Þeir sem standa fyrir þessari framkvæmd hafa sýnt af sér fádæma gunguskap og ekki haft í sér þann manndóm að ræða við landeigendur að Seljanesi í tengslum við þessar framkvæmdir þrátt fyrir ítrekuð og skýr fyrirmæli þar um,“ segir Guðmundur.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar. 4. ágúst 2019 21:30 Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði. 1. ágúst 2019 21:42 Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44 Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13 „Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. 23. júlí 2019 12:23 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar. 4. ágúst 2019 21:30
Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði. 1. ágúst 2019 21:42
Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44
Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13
„Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. 23. júlí 2019 12:23