Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 12:04 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Það kæmi henni aftur á móti ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. Boðað hefur verið til auka landsþings þar sem fjallað verður um þingsályktunartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti í samráðsgátt í gær stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, átti sæti í hópnum sem vann tillögurnar þar sem meðal annars er lagt til að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði að minnsta kosti þúsund íbúar.Sjá einnig: Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum „Það voru 229 sveitarfélög þegar flest var, þau eru komin niður í 72 og það eru 40 sveitarfélög með færri en þúsund íbúa eða meira en helmingur sveitarfélaga á Íslandi, þannig að það er nokkuð ljóst að sveitarstjórnarstigið mun breytast,“ segir Aldís.Íbúafjöldi á Seyðisfirði er 685 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bæjarins svo dæmi sé nefnt.Vísir/VilhelmHún telur breytingarnar geta verið mjög til bóta fyrir sveitarfélög en aðspurð segir hún að það kæmi ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. „Ég á alveg von á því að það verði skiptar skoðanir enda það er bara eðlilegt. Það er verið að leggja til í grunninn lögþvingaðar sameiningar, þó sveitarfélög geti valið það með hverjum og hverjum þau sameinast. En það er samt sem áður þarna verið að gera ráð fyrir að það verði bara sett í lög lágmarksíbúafjöldi þannig að það sé ekki lengur valkostur að sveitarfélög séu jafn smá eins og þau eru í dag.“ Sambandið hefur þó ekki tekið formlega afstöðu til tillagnanna. „Samkvæmt stefnumörkun sem við samþykktum á landsþingi fyrir ári síðan, þá styður sambandið stækkun og eflingu sveitarfélaga, en það er landsfundar að ákveða frekari stefnumörkun og þess vegna höfum við boðað til aukalandsþings sem verður haldið núna 6. september, þar sem við ætlum að ræða einmitt þessa þingsályktunartillögu,“ segir Aldís.Fréttin hefur verið uppfærð. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Það kæmi henni aftur á móti ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. Boðað hefur verið til auka landsþings þar sem fjallað verður um þingsályktunartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti í samráðsgátt í gær stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, átti sæti í hópnum sem vann tillögurnar þar sem meðal annars er lagt til að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði að minnsta kosti þúsund íbúar.Sjá einnig: Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum „Það voru 229 sveitarfélög þegar flest var, þau eru komin niður í 72 og það eru 40 sveitarfélög með færri en þúsund íbúa eða meira en helmingur sveitarfélaga á Íslandi, þannig að það er nokkuð ljóst að sveitarstjórnarstigið mun breytast,“ segir Aldís.Íbúafjöldi á Seyðisfirði er 685 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bæjarins svo dæmi sé nefnt.Vísir/VilhelmHún telur breytingarnar geta verið mjög til bóta fyrir sveitarfélög en aðspurð segir hún að það kæmi ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. „Ég á alveg von á því að það verði skiptar skoðanir enda það er bara eðlilegt. Það er verið að leggja til í grunninn lögþvingaðar sameiningar, þó sveitarfélög geti valið það með hverjum og hverjum þau sameinast. En það er samt sem áður þarna verið að gera ráð fyrir að það verði bara sett í lög lágmarksíbúafjöldi þannig að það sé ekki lengur valkostur að sveitarfélög séu jafn smá eins og þau eru í dag.“ Sambandið hefur þó ekki tekið formlega afstöðu til tillagnanna. „Samkvæmt stefnumörkun sem við samþykktum á landsþingi fyrir ári síðan, þá styður sambandið stækkun og eflingu sveitarfélaga, en það er landsfundar að ákveða frekari stefnumörkun og þess vegna höfum við boðað til aukalandsþings sem verður haldið núna 6. september, þar sem við ætlum að ræða einmitt þessa þingsályktunartillögu,“ segir Aldís.Fréttin hefur verið uppfærð.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira