Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 12:04 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Það kæmi henni aftur á móti ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. Boðað hefur verið til auka landsþings þar sem fjallað verður um þingsályktunartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti í samráðsgátt í gær stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, átti sæti í hópnum sem vann tillögurnar þar sem meðal annars er lagt til að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði að minnsta kosti þúsund íbúar.Sjá einnig: Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum „Það voru 229 sveitarfélög þegar flest var, þau eru komin niður í 72 og það eru 40 sveitarfélög með færri en þúsund íbúa eða meira en helmingur sveitarfélaga á Íslandi, þannig að það er nokkuð ljóst að sveitarstjórnarstigið mun breytast,“ segir Aldís.Íbúafjöldi á Seyðisfirði er 685 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bæjarins svo dæmi sé nefnt.Vísir/VilhelmHún telur breytingarnar geta verið mjög til bóta fyrir sveitarfélög en aðspurð segir hún að það kæmi ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. „Ég á alveg von á því að það verði skiptar skoðanir enda það er bara eðlilegt. Það er verið að leggja til í grunninn lögþvingaðar sameiningar, þó sveitarfélög geti valið það með hverjum og hverjum þau sameinast. En það er samt sem áður þarna verið að gera ráð fyrir að það verði bara sett í lög lágmarksíbúafjöldi þannig að það sé ekki lengur valkostur að sveitarfélög séu jafn smá eins og þau eru í dag.“ Sambandið hefur þó ekki tekið formlega afstöðu til tillagnanna. „Samkvæmt stefnumörkun sem við samþykktum á landsþingi fyrir ári síðan, þá styður sambandið stækkun og eflingu sveitarfélaga, en það er landsfundar að ákveða frekari stefnumörkun og þess vegna höfum við boðað til aukalandsþings sem verður haldið núna 6. september, þar sem við ætlum að ræða einmitt þessa þingsályktunartillögu,“ segir Aldís.Fréttin hefur verið uppfærð. Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Það kæmi henni aftur á móti ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. Boðað hefur verið til auka landsþings þar sem fjallað verður um þingsályktunartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti í samráðsgátt í gær stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, átti sæti í hópnum sem vann tillögurnar þar sem meðal annars er lagt til að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði að minnsta kosti þúsund íbúar.Sjá einnig: Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum „Það voru 229 sveitarfélög þegar flest var, þau eru komin niður í 72 og það eru 40 sveitarfélög með færri en þúsund íbúa eða meira en helmingur sveitarfélaga á Íslandi, þannig að það er nokkuð ljóst að sveitarstjórnarstigið mun breytast,“ segir Aldís.Íbúafjöldi á Seyðisfirði er 685 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bæjarins svo dæmi sé nefnt.Vísir/VilhelmHún telur breytingarnar geta verið mjög til bóta fyrir sveitarfélög en aðspurð segir hún að það kæmi ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. „Ég á alveg von á því að það verði skiptar skoðanir enda það er bara eðlilegt. Það er verið að leggja til í grunninn lögþvingaðar sameiningar, þó sveitarfélög geti valið það með hverjum og hverjum þau sameinast. En það er samt sem áður þarna verið að gera ráð fyrir að það verði bara sett í lög lágmarksíbúafjöldi þannig að það sé ekki lengur valkostur að sveitarfélög séu jafn smá eins og þau eru í dag.“ Sambandið hefur þó ekki tekið formlega afstöðu til tillagnanna. „Samkvæmt stefnumörkun sem við samþykktum á landsþingi fyrir ári síðan, þá styður sambandið stækkun og eflingu sveitarfélaga, en það er landsfundar að ákveða frekari stefnumörkun og þess vegna höfum við boðað til aukalandsþings sem verður haldið núna 6. september, þar sem við ætlum að ræða einmitt þessa þingsályktunartillögu,“ segir Aldís.Fréttin hefur verið uppfærð.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira