Konur meirihluti forstöðumannanna tvíhliða sendiskrifstofa í fyrsta sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. ágúst 2019 12:51 Utanríkisráðuneytið. Fréttablaðið/E.Ól Frá og með deginum í dag eru konur nú í í meirihluta forstöðumanna í tvíhliða sendiráðum Íslands í fyrsta sinn. Í dag tóku gildi flutningar á forstöðumönnum sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem tilkynnt var um í haust.Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að breytingarnar sem nú taka gildi séu samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Um reglubundna flutninga á forstöðumönnum sendiskrifstofa sé að ræða og ekki sé verið að skipa neina nýja sendiherra.Með breytingunum verður Helga Hauksdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Kaupmannahöfn í stað Benedikts Jónssonar, sem verður aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn í Færeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.Fréttablaðið/Andri MarínóPétur Gunnar Thorsteinsson, fráfarandi aðalræðismaður, kemur til starfa í ráðuneytinu. Þá verður María Erla Marelsdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, sendiherra í Berlín í stað Martins Eyjólfssonar, sem verður skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Jörundur Valtýsson, fráfarandi skrifstofustjóri, verður fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í stað Bergdísar Ellertsdóttur. Hún verður sendiherra í Washington í stað Geirs H. Haarde en hann tók sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja þann 1. júlí sl.Hermann Ingólfsson, sendiherra í Ósló, tekur við sem fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu af Önnu Jóhannsdóttur sem verður skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins. Ingibjörg Davíðsdóttir verður sendiherra í Ósló.„Frá og með deginum í dag verða konur forstöðumenn 9 af 26 sendiskrifstofum Íslands (í Berlín, Kampala, Kaupmannahöfn, Lilongwe, Moskvu, Ósló, Stokkhólmi, Tókýó og Washington) og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Konur eru nú raunar meirihluti forstöðumannanna ef aðeins er litið til tvíhliða sendiráðanna (9 af 17) en það hefur aldrei gerst áður,“ segir í tilkynningu ráðuneytisinns.Ísland starfrækir 26 sendiskrifstofur í 21 ríki en í íslensku utanríkisþjónustunni eru nú starfandi 34 sendiherrar. Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Frá og með deginum í dag eru konur nú í í meirihluta forstöðumanna í tvíhliða sendiráðum Íslands í fyrsta sinn. Í dag tóku gildi flutningar á forstöðumönnum sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem tilkynnt var um í haust.Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að breytingarnar sem nú taka gildi séu samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Um reglubundna flutninga á forstöðumönnum sendiskrifstofa sé að ræða og ekki sé verið að skipa neina nýja sendiherra.Með breytingunum verður Helga Hauksdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Kaupmannahöfn í stað Benedikts Jónssonar, sem verður aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn í Færeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.Fréttablaðið/Andri MarínóPétur Gunnar Thorsteinsson, fráfarandi aðalræðismaður, kemur til starfa í ráðuneytinu. Þá verður María Erla Marelsdóttir, fráfarandi skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, sendiherra í Berlín í stað Martins Eyjólfssonar, sem verður skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Jörundur Valtýsson, fráfarandi skrifstofustjóri, verður fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í stað Bergdísar Ellertsdóttur. Hún verður sendiherra í Washington í stað Geirs H. Haarde en hann tók sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja þann 1. júlí sl.Hermann Ingólfsson, sendiherra í Ósló, tekur við sem fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu af Önnu Jóhannsdóttur sem verður skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins. Ingibjörg Davíðsdóttir verður sendiherra í Ósló.„Frá og með deginum í dag verða konur forstöðumenn 9 af 26 sendiskrifstofum Íslands (í Berlín, Kampala, Kaupmannahöfn, Lilongwe, Moskvu, Ósló, Stokkhólmi, Tókýó og Washington) og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Konur eru nú raunar meirihluti forstöðumannanna ef aðeins er litið til tvíhliða sendiráðanna (9 af 17) en það hefur aldrei gerst áður,“ segir í tilkynningu ráðuneytisinns.Ísland starfrækir 26 sendiskrifstofur í 21 ríki en í íslensku utanríkisþjónustunni eru nú starfandi 34 sendiherrar.
Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira