Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 17:57 Seðlabankinn hefur stefnt Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Anton Brink/Vilhelm/Samsett Blaðamannafélag Íslands segist fordæma vinnubrögð Seðlabankana Íslands í kjölfar fyrirspurna Fréttablaðsins um launakjör og hlunnindi sem bankinn hefur veitt starfsfólki sínu. Seðlabankinn stefnir nú Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, vegna fyrirspurnar hans til bankans í nóvember í fyrra. Blaðamannafélagið hefur krafist þess að Seðlabankinn falli frá fyrirætlunum sínum og afhendi gögnin sem fyrirspurnin snýr að. Í nóvember síðasta árs sendi Ari fyrirspurn til Seðlabankans sem sneri að samningi sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, gerðu með sér. Samningurinn er sagður hafa snúið að styrk og launum í námsleyfi Ingibjargar á meðan hún sótti nám í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að greiðslur til Ingibjargar hafi verið á annan tug milljóna króna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði síðan í júlí að bankanum bæri að afhenda gögnin sem um ræðir.Málið varði almenning í landinu Í ályktun sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands segir að öllum megi vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varði almenning hér á landi og því sé beinlínis fráleitt af hálfu stjórnenda Seðlabankans að neita að veita upplýsingar um málið. Um sé að ræða sérstakt mál innan bankans sem virðist ekki styðjast við neinar þekktar reglur eða fordæmi. Því sé enn mikilvægara að upplýst sé um málið.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, skrifar undir ályktunina þar sem vinnubrögð Seðlabankans eru fordæmd.Vísir/Stefán„Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár,“ segir í ályktuninni. Eins fordæmir BÍ tilraun Seðlabankans „til að þagga niður málið með því að stefna umræddum blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm með það fyrir augum að stöðva umfjöllun hans um Seðlabankann.“ Vinnubrögð Seðlabankans beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Mat BÍ er að ólíðandi sé að blaðamenn þurfi að standa í „langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri“ til þess að fá aðgang að upplýsingum frá opinberum aðilum, sem þeir eigi rétt á samkvæmt upplýsingalögum. Eins segir BÍ blaðamann Fréttablaðsins hafa unnið málið af samviskusemi og einurð, auk þess sem niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið honum í vil. Nefndin hafi úrskurðað á þá leið að bankanum bæri að afhenda umrædd gögn, en bankinn kjósi þrátt fyrir það að höfða mál á hendur viðkomandi blaðamannafélagi. Krefst BÍ þess að Seðlabankinn láti af þeim fyrirætlunum og afhendi gögnin strax. Fyrir hönd BÍ skrifar Hjálmar Jónsson formaður undir ályktunina.Hér má nálgast ályktun Blaðamannafélags Íslands í heild sinni. Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00 Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands segist fordæma vinnubrögð Seðlabankana Íslands í kjölfar fyrirspurna Fréttablaðsins um launakjör og hlunnindi sem bankinn hefur veitt starfsfólki sínu. Seðlabankinn stefnir nú Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, vegna fyrirspurnar hans til bankans í nóvember í fyrra. Blaðamannafélagið hefur krafist þess að Seðlabankinn falli frá fyrirætlunum sínum og afhendi gögnin sem fyrirspurnin snýr að. Í nóvember síðasta árs sendi Ari fyrirspurn til Seðlabankans sem sneri að samningi sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, gerðu með sér. Samningurinn er sagður hafa snúið að styrk og launum í námsleyfi Ingibjargar á meðan hún sótti nám í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að greiðslur til Ingibjargar hafi verið á annan tug milljóna króna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði síðan í júlí að bankanum bæri að afhenda gögnin sem um ræðir.Málið varði almenning í landinu Í ályktun sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands segir að öllum megi vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varði almenning hér á landi og því sé beinlínis fráleitt af hálfu stjórnenda Seðlabankans að neita að veita upplýsingar um málið. Um sé að ræða sérstakt mál innan bankans sem virðist ekki styðjast við neinar þekktar reglur eða fordæmi. Því sé enn mikilvægara að upplýst sé um málið.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, skrifar undir ályktunina þar sem vinnubrögð Seðlabankans eru fordæmd.Vísir/Stefán„Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár,“ segir í ályktuninni. Eins fordæmir BÍ tilraun Seðlabankans „til að þagga niður málið með því að stefna umræddum blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm með það fyrir augum að stöðva umfjöllun hans um Seðlabankann.“ Vinnubrögð Seðlabankans beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Mat BÍ er að ólíðandi sé að blaðamenn þurfi að standa í „langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri“ til þess að fá aðgang að upplýsingum frá opinberum aðilum, sem þeir eigi rétt á samkvæmt upplýsingalögum. Eins segir BÍ blaðamann Fréttablaðsins hafa unnið málið af samviskusemi og einurð, auk þess sem niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið honum í vil. Nefndin hafi úrskurðað á þá leið að bankanum bæri að afhenda umrædd gögn, en bankinn kjósi þrátt fyrir það að höfða mál á hendur viðkomandi blaðamannafélagi. Krefst BÍ þess að Seðlabankinn láti af þeim fyrirætlunum og afhendi gögnin strax. Fyrir hönd BÍ skrifar Hjálmar Jónsson formaður undir ályktunina.Hér má nálgast ályktun Blaðamannafélags Íslands í heild sinni.
Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00 Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00
Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00
Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent