Í kvöldfréttum Stöðvar 2 greinum við frá nýjustu upplýsingum vegna flugslyssins á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum í dag. Annað alvarlegt flugatvik varð á vellinum í gær.
Við segjum einnig frá því að helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp eru lokaðar í júlí.
Við kíkjum einnig í Druslugönguna í dag, heyrum frá skátum sem taka þátt í alheimsmóti skáta í Vestur Virginíu og hittum andarunga sem fjölskylda á Borgareyri í Vestur Eyjafjöllum hefur tekið í fóstur.
Kvöldfréttir verða á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar