Kýr á vatnsdýnum í nýju fjósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2019 19:30 Nýja fjósið í Gunnbjarnarholti er um 4.000 fermetrar á stærð og er allt hið glæsilegasta. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Eitt glæsilegasta og fullkomnasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Þar er pláss fyrir um fimm hundruð gripi, þar af um 240 mjólkandi kýr. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og vatnsdýnur á básunum, sem kýrnar eru æstar í að liggja á. Fjósið er um fjögur þúsund fermetrar að stærð. Það er mjög tæknivætt og engu var sparað til að hafa þægindin og vellíðan gripanna í fyrsta sæti. Við erum að tala um hátæknifjós í eigu fjölskyldunnar í Gunnbjarnarholti. „Þegar allt er komið í fulla notkun hérna þá verður fjöldi gripa hérna um fimm hundruð og það verða hér tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fjörutíu mjólkurkýr“, segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi. Arnar Bjarni með dóttur sinni, Þórhildi þrettán ára og barnabarni sínu, Arnari Elí Eiríkssyni, tuttugu mánaða.Magnús HlynurArnar Bjarni líkir nýja fjósinu við samfélagið á Íslandi eins og það er. „Já, það er fæðingardeildin, síðan er vökudeildin, síðan er það leikskólinn, grunnskólinn og unglingastigið, menntaskólinn og svo er það samfélagið sjálft, sem eru kýrnar“. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og sérstaka gardínur sem opnast og lokast sjálfkrafa eftir hitastigi. „Þannig að núna yfir sumartímann er algjörlega opið í gegnum bygginguna. Síðan fara kýrnar út á beit hérna fyrir framan en þess á milli, eðlilega þegar það er mjaltaþjónn, þá verða þær líka að vera heilmikið inni til þess að fá þá þjónustu sem þeir þurfa, þá kemur það á móti að loftslagið hérna er eins og úti“, segir Arnar Bjarni. Og það sem meira er, það finnst varla fjósalykt í nýja fjósinu. „Til þess var leikurinn gerður að það yrði helst ekki fjósalykt, hún er sennilega meiri fyrir utan en hér inni“, segir Arnar Bjarni og hlær. Kýrnar er ánægðar í fjósinu enda hafa þær nóg pláss og geta valið um í hvaða mjaltaþjón þær fara í hverju sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dýnurnar vekja sérstaka athygli en kýrnar geta valið á milli sex mismunandi tegunda af dýnum til að liggja á. „Það er svo greinilegt að vatnsdýnurnar eru langsamlega vinsælastar, þar er bara aldrei auður bás“. Dýr Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Eitt glæsilegasta og fullkomnasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Þar er pláss fyrir um fimm hundruð gripi, þar af um 240 mjólkandi kýr. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og vatnsdýnur á básunum, sem kýrnar eru æstar í að liggja á. Fjósið er um fjögur þúsund fermetrar að stærð. Það er mjög tæknivætt og engu var sparað til að hafa þægindin og vellíðan gripanna í fyrsta sæti. Við erum að tala um hátæknifjós í eigu fjölskyldunnar í Gunnbjarnarholti. „Þegar allt er komið í fulla notkun hérna þá verður fjöldi gripa hérna um fimm hundruð og það verða hér tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fjörutíu mjólkurkýr“, segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi. Arnar Bjarni með dóttur sinni, Þórhildi þrettán ára og barnabarni sínu, Arnari Elí Eiríkssyni, tuttugu mánaða.Magnús HlynurArnar Bjarni líkir nýja fjósinu við samfélagið á Íslandi eins og það er. „Já, það er fæðingardeildin, síðan er vökudeildin, síðan er það leikskólinn, grunnskólinn og unglingastigið, menntaskólinn og svo er það samfélagið sjálft, sem eru kýrnar“. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og sérstaka gardínur sem opnast og lokast sjálfkrafa eftir hitastigi. „Þannig að núna yfir sumartímann er algjörlega opið í gegnum bygginguna. Síðan fara kýrnar út á beit hérna fyrir framan en þess á milli, eðlilega þegar það er mjaltaþjónn, þá verða þær líka að vera heilmikið inni til þess að fá þá þjónustu sem þeir þurfa, þá kemur það á móti að loftslagið hérna er eins og úti“, segir Arnar Bjarni. Og það sem meira er, það finnst varla fjósalykt í nýja fjósinu. „Til þess var leikurinn gerður að það yrði helst ekki fjósalykt, hún er sennilega meiri fyrir utan en hér inni“, segir Arnar Bjarni og hlær. Kýrnar er ánægðar í fjósinu enda hafa þær nóg pláss og geta valið um í hvaða mjaltaþjón þær fara í hverju sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dýnurnar vekja sérstaka athygli en kýrnar geta valið á milli sex mismunandi tegunda af dýnum til að liggja á. „Það er svo greinilegt að vatnsdýnurnar eru langsamlega vinsælastar, þar er bara aldrei auður bás“.
Dýr Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira