Áform um breytingar á lögum auðvelda sameiningu sveitarfélaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2019 13:29 Sigurður Ingi, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Egill Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga frá Bæjarráði Akraneskaupstaðar. Opið var fyrir umsagnir frá 20. júní til 5. júlí í samráðsgáttinni en verði lögum breytt mun það minnka kostnað við sameiningu sveitarfélaga og þar með auðvelda sameiningar. Frumvarpið mun fela í sér breytingar á ákvæðum 3. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga og snúa sérstaklega að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Til stendur að auka þátttöku Jöfnunarsjóðs í átaki til að efla sveitarstjórnarstigið. Til þess mun þurfa að rýmka heimildir sjóðsins til að úthluta sérstökum framlögum vegna sameiningar sveitarfélaga og þar með tryggja að nýtt sveitarfélag standi ekki verr að vígi gagnvart Jöfnunarsjóði en þau gömlu sem voru sameinuð. Tilefni þessara fyrirhuguðu breytinga er dómur sem féll í Hæstarétti þann 14. maí nú í ár í máli Grímsnes- og Grafningshrepps gegn íslenska ríkinu. Dómur Hæstaréttar kvað svo á að framsal löggjafans til ráðherra á ákvörðunarvaldi um skerðingu á tilteknum framlögum Jöfnunarsjóðs til tekjuhárra sveitarfélaga bryti í bága við lagaáskilnaðarreglu 2. mgr. 78. greinar stjórnarskrárinnar.Fjörutíu sveitarfélög með færri en þúsund íbúa Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið gaf árið 2017 út skýrslu um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga og var í henni lagt til að lágmarksfjöldi íbúa verði hækkaður í skrefum upp í að lágmarki 1.000 íbúa í hverju sveitarfélagi í ársbyrjun 2026. Þann 1. janúar 2019 bjuggu alls 40 manns í Árneshreppi, sem er fámennasta sveitarfélag landsins, en alls eru 40 sveitarfélög á Íslandi sem hafa færri en þúsund íbúa samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Sveitarfélögum hefur þó fækkað hægt og þétt síðustu fimmtíu árin en um miðja síðustu öld voru þau 229 en í dag eru þau 74. Hröðust var þróunin á árunum 1994-2206 en þá fækkaði þeim úr 196 niður í 79.Sveitarfélögin sjálfbærar þjónustu- og rekstrareiningar Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Ríkið stefnir á að efla sveitarstjórnarstigið og tryggja að hvert sveitarfélag sé sjálfbær þjónustu- og rekstrareining. Þá segir í skjali samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um áformin um lagasetninguna að vinna eigi að eflingu sveitarstjórnarstigsins með því að stuðla að frekari sameiningu sveitarfélaga. Almennt sé talið að stærri sveitarfélög séu betur í stakk búin til að sinna lögákveðnum verkefnum. Árlega gefur það ráðuneyti sem fer með mál sveitarfélaga út yfirlit um lögmæt verkefni þeirra og var yfirlitið síðast uppfært þann 27. mars síðast liðinn. Lögmælt verkefni eru flokkuð eftir því hvort sveitarfélögum sé skylt að uppfylla þau verkefni eða ekki, lögskyld og lögheimil.Fagna aukinni þátttöku Jöfnunarsjóðs Bæjarráð Akraneskaupstaðar sendi inn einu umsóknina sem barst og fagnaði þessum breytingum. Það hvatti til þess, í umsókn sinni, að ríkið tæki markvissan þátt í styrkingu sveitarstjórnarstigsins og fjárfesti í því með það að markmiði að sveitarfélög verði sjálfbærar þjónustu- og rekstrareiningar „Ekki verði einungis fjárhagslegir hvatar til sameiningar sveitarfélaga heldur ráði þar mestu að hagur íbúa sé hafður í öndvegi í öflugum sveitarfélögum sem bjóða íbúum sínum upp á góða þjónustu,“ stóð að Bæjarráð Akraneskaupstaðar hafi skrifað í umsögn sinni, í skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um samráð. Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga frá Bæjarráði Akraneskaupstaðar. Opið var fyrir umsagnir frá 20. júní til 5. júlí í samráðsgáttinni en verði lögum breytt mun það minnka kostnað við sameiningu sveitarfélaga og þar með auðvelda sameiningar. Frumvarpið mun fela í sér breytingar á ákvæðum 3. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga og snúa sérstaklega að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Til stendur að auka þátttöku Jöfnunarsjóðs í átaki til að efla sveitarstjórnarstigið. Til þess mun þurfa að rýmka heimildir sjóðsins til að úthluta sérstökum framlögum vegna sameiningar sveitarfélaga og þar með tryggja að nýtt sveitarfélag standi ekki verr að vígi gagnvart Jöfnunarsjóði en þau gömlu sem voru sameinuð. Tilefni þessara fyrirhuguðu breytinga er dómur sem féll í Hæstarétti þann 14. maí nú í ár í máli Grímsnes- og Grafningshrepps gegn íslenska ríkinu. Dómur Hæstaréttar kvað svo á að framsal löggjafans til ráðherra á ákvörðunarvaldi um skerðingu á tilteknum framlögum Jöfnunarsjóðs til tekjuhárra sveitarfélaga bryti í bága við lagaáskilnaðarreglu 2. mgr. 78. greinar stjórnarskrárinnar.Fjörutíu sveitarfélög með færri en þúsund íbúa Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið gaf árið 2017 út skýrslu um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga og var í henni lagt til að lágmarksfjöldi íbúa verði hækkaður í skrefum upp í að lágmarki 1.000 íbúa í hverju sveitarfélagi í ársbyrjun 2026. Þann 1. janúar 2019 bjuggu alls 40 manns í Árneshreppi, sem er fámennasta sveitarfélag landsins, en alls eru 40 sveitarfélög á Íslandi sem hafa færri en þúsund íbúa samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Sveitarfélögum hefur þó fækkað hægt og þétt síðustu fimmtíu árin en um miðja síðustu öld voru þau 229 en í dag eru þau 74. Hröðust var þróunin á árunum 1994-2206 en þá fækkaði þeim úr 196 niður í 79.Sveitarfélögin sjálfbærar þjónustu- og rekstrareiningar Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Ríkið stefnir á að efla sveitarstjórnarstigið og tryggja að hvert sveitarfélag sé sjálfbær þjónustu- og rekstrareining. Þá segir í skjali samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um áformin um lagasetninguna að vinna eigi að eflingu sveitarstjórnarstigsins með því að stuðla að frekari sameiningu sveitarfélaga. Almennt sé talið að stærri sveitarfélög séu betur í stakk búin til að sinna lögákveðnum verkefnum. Árlega gefur það ráðuneyti sem fer með mál sveitarfélaga út yfirlit um lögmæt verkefni þeirra og var yfirlitið síðast uppfært þann 27. mars síðast liðinn. Lögmælt verkefni eru flokkuð eftir því hvort sveitarfélögum sé skylt að uppfylla þau verkefni eða ekki, lögskyld og lögheimil.Fagna aukinni þátttöku Jöfnunarsjóðs Bæjarráð Akraneskaupstaðar sendi inn einu umsóknina sem barst og fagnaði þessum breytingum. Það hvatti til þess, í umsókn sinni, að ríkið tæki markvissan þátt í styrkingu sveitarstjórnarstigsins og fjárfesti í því með það að markmiði að sveitarfélög verði sjálfbærar þjónustu- og rekstrareiningar „Ekki verði einungis fjárhagslegir hvatar til sameiningar sveitarfélaga heldur ráði þar mestu að hagur íbúa sé hafður í öndvegi í öflugum sveitarfélögum sem bjóða íbúum sínum upp á góða þjónustu,“ stóð að Bæjarráð Akraneskaupstaðar hafi skrifað í umsögn sinni, í skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um samráð.
Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira