Fáum að kynnast Einhleypu Makamála aðeins betur.
1. Nafn?
Þrúður Guðmundsdóttir.
2. Gælunafn eða hliðarsjálf?
Tobba kuti, kutinn.
3. Aldur í árum?
29 ára.
4. Menntun?
Er að hefja þriðja árið í hjúkrun.
5. Aldur í anda?
Að eilífu 21 árs.
Er á hjartadeildinni að blikka strákana í tacycardiu.
7. Guilty pleasure kvikmynd?
Allar Underworld myndirnar.
10. Syngur þú í sturtu?
Bara alls ekki. Blasta hinsvegar tónlist og dansa í sturtu.
9. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu?
Nei, það er mjög skrýtið flex.
10. Stoltasta stund lífs þíns?
Ég er mjög stolt af öllum skólatengdum afrekum.
Bjartsýn, góð, annars hugar.
12. Ef vinir þínir ættu að lýsa þér í þremur orðum?
Fyndin, upptekin, skemmtileg.
13. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi?
Öryggi, ákveðni og góðmennska.
14. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi?
Dónaskapur, óþrifnaður og tillitsleysi.
15. Einhverjir leyndir hæfileikar?
Ég er bilað góð í að rappa.
Reddit og Instagram.
17. Hvaða dýr myndir þú vilja eiga sem gæludýr ef öll dýr væru í boði?
Ég vil bara eiga hundinn minn Snata.
18. Kanntu brauð að baka?
Ég kann það, en finnst svo miklu einfaldara að kíkja í bakarí. Þar eru líka snúðar sem ég kann ekki að baka.
19. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja?
JK Rowling, Gloria Steinem og Stephen Fry.
20. Hvað finnst þér skemmtilegast?
Dansa, elda og drekka vín með skemmtilegu fólki.
Sing öll lög með Ed Sheran vitlaust. Því miður.
22. Hvað finnst þér leiðinlegast?
Að valda fólki vonbrigðum.
23. Ef fólk spyr þig um þriðja orkupakkann?
Þá spyr ég hvort að númer fjögur sé ekki til umræðu.
24. Draumastefnumótið?
Ef viðkomandi er sætur, skemmtilegur & viðræðuhæfur þá þarf ég ekki mikið meira.
25. Ef einhver kallar þig SJOMLA?
Viðkomandi mun ekki gera það í annað skipti allavega.
Þetta hefur hingað til verið brjálað og skemmtilegt sumar, framundan er brúðkaup þar sem ég verð veislustjóri og mun vonandi standa mig í því. Svo fer ég erlendis í ágúst, alltaf nóg að gera.
27. Mannstu eftir einhverri góðri pikköpp línu?
Ég hef heyrt þær ófáar en aldrei góða því miður.
28. Ertu með einhverja fóbíu?
Allt sem er lítið og hreyfist hratt hræðir mig.
29. Áttu vandræðalega sögu af stefnumóti?
Kannski þegar ég fór á fyrsta deit með manni sem að kyssti mig í miðri setningu og ég kyssti hann ekki til baka því að mér brá svo. Þetta varð allt mjög skrýtið.
30. Elskar þú einhvern nógu mikið til að gefa honum síðasta Róló molann þinn?
Já, ég gef alltaf með mér.

Seinasti sjens kemur alltaf aftur!

