E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2019 12:13 Ferðaþjónustubærinn Efstidalur II Vísir/SKH Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis. Sýni frá sex einstaklingum voru rannsökuð í gær og greindist enginn með sýkinguna. Alls hefur sýkingin því verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum.Bakterían útbreiddari en sýnt hafði verið fram á Niðurstöður frá þeim tveimur fullorðnu einstaklingum sem greindust með bakteríuna 17. júlí síðastliðinn sýndu að þeir báru báðir sömu tegund E. coli og greinst hefur í börnum og kálfum í Efstadal II. Annar einstaklinganna starfar á bænum en hefur verið einkennalaus. Starfsmaðurinn hefur ekki starfað við matvælaframleiðslu eða afgreiðslu þeirra og hefur því ekki sérstaka tengingu við hina sýktu.Í tilkynningunni segir að hinn einstaklingurinn sé erlendur ferðamaður. Ferðamaðurinn kom til landsins 5. júlí síðastliðinn, heimsótti Efstadal II svo þann 8. júlí og veiktist þremur dögum seinna. Ferðamaðurinn var ekki í samneyti við dýr á Efstadal II en neytti matvæla, þar á meðal íss. Þá segir í tilkynningunni að niðurstaðan sýni að E. coli bakterían er útbreiddari á staðnum en áður hefur verið sýnt fram á og ekki eingöngu bundin við kálfana. Ljóst sé að ekki hefur tekist að uppræta smit og smitleiðir og því hafa verið gerðar auknar kröfur.Starfsfólk sýni fram á að það sé ekki með bakteríuna Kröfur hafa verið gerðar um að sala íss verði stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun hafi verið gerð. Framleiðsla íss var stöðvuð 5. júlí síðastliðinn og verður ekki hafin að nýju fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá hafði verið lokið við alþrif og sótthreinsun á veitingastað Efstadals II og aðlægum rýmum eins og farið er fram á. Þá skal aðgengi að dýrum vera lokað þar til að viðunandi hreinlætisaðstaða hefur verið sett upp, aðskilnaður milli veitingasvæða og dýra verði efldur og að starfsmenn sem vinni við matvæli sýni fram á að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E. coli. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. 13. júlí 2019 12:17 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis. Sýni frá sex einstaklingum voru rannsökuð í gær og greindist enginn með sýkinguna. Alls hefur sýkingin því verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum.Bakterían útbreiddari en sýnt hafði verið fram á Niðurstöður frá þeim tveimur fullorðnu einstaklingum sem greindust með bakteríuna 17. júlí síðastliðinn sýndu að þeir báru báðir sömu tegund E. coli og greinst hefur í börnum og kálfum í Efstadal II. Annar einstaklinganna starfar á bænum en hefur verið einkennalaus. Starfsmaðurinn hefur ekki starfað við matvælaframleiðslu eða afgreiðslu þeirra og hefur því ekki sérstaka tengingu við hina sýktu.Í tilkynningunni segir að hinn einstaklingurinn sé erlendur ferðamaður. Ferðamaðurinn kom til landsins 5. júlí síðastliðinn, heimsótti Efstadal II svo þann 8. júlí og veiktist þremur dögum seinna. Ferðamaðurinn var ekki í samneyti við dýr á Efstadal II en neytti matvæla, þar á meðal íss. Þá segir í tilkynningunni að niðurstaðan sýni að E. coli bakterían er útbreiddari á staðnum en áður hefur verið sýnt fram á og ekki eingöngu bundin við kálfana. Ljóst sé að ekki hefur tekist að uppræta smit og smitleiðir og því hafa verið gerðar auknar kröfur.Starfsfólk sýni fram á að það sé ekki með bakteríuna Kröfur hafa verið gerðar um að sala íss verði stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun hafi verið gerð. Framleiðsla íss var stöðvuð 5. júlí síðastliðinn og verður ekki hafin að nýju fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá hafði verið lokið við alþrif og sótthreinsun á veitingastað Efstadals II og aðlægum rýmum eins og farið er fram á. Þá skal aðgengi að dýrum vera lokað þar til að viðunandi hreinlætisaðstaða hefur verið sett upp, aðskilnaður milli veitingasvæða og dýra verði efldur og að starfsmenn sem vinni við matvæli sýni fram á að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E. coli.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. 13. júlí 2019 12:17 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. 13. júlí 2019 12:17
Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26
Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35