Hætti að sitja fyrir hjá Victoria's Secret vegna femínískra gilda Sylvía Hall skrifar 2. júlí 2019 09:12 Karlie Kloss er ein frægasta fyrirsæta heims. Vísir/Getty Ofurfyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um ástæðu þess að hún hætti að sitja fyrir hjá undirfatarisanum Victoria‘s Secret árið 2015 í nýju viðtalið við Vogue. Fyrirsætan, sem er 27 ára gömul, byrjaði að starfa fyrir Victoria‘s Secret aðeins 19 ára. Í viðtalinu segir Kloss það hafa verið mikilvæg tímamót í sínu lífi þegar hún byrjaði að læra femínískar kenningar við New York háskóla og segir hún það hafa breytt viðhorfi sínu til hinna ýmsu hluta. „Ég held að það hafi verið tímamót fyrir mig sjálfa að finna fyrir valdeflingunni sem fylgdi því að verða femínisti og gera mér grein fyrir því að ég gæti tekið mínar eigin ákvarðanir og stjórna mínu lífi, sama hvort það hafi verið með því að velja betur þau fyrirtæki sem ég starfa með eða með ímynd minni,“ segir fyrirsætan. Hún segist hafa áttað sig á því að hún ætti enga samleið með þeirri stefnu sem var hjá undirfatarisanum eftir að hafa lært meira um femínisma og áttað sig á því hvernig fyrirmynd hún vildi vera. „Ástæðan fyrir því að ég hætti að starfa með Victoria‘s Secret var sú að mér fannst það ekki vera ímynd sem endurspeglaði fullkomlega hver ég er og hvaða skilaboð ég vil senda til ungra kvenna um hvað það þýðir að vera falleg,“ segir Kloss.Kloss hefur komið fram á árlegum tískusýningum Victoria's Secret en tekur ekki lengur að sér myndatökur fyrir fyrirtækið.Vísir/GettyÓttaðist lengi að hafna verkefnum Fyrirsætubransinn er harður og segist Kloss hafa lengi verið hrædd við að hafna verkefnum. Hún hafi nánast ekki hafnað neinu tækifæri af ótta við að hún myndi missa verkefni eða jafnvel vinnuna yfir höfuð. Með því að hætta að sitja fyrir hjá Victoria‘s Secret hafi hún uppgötvað hversu sterk staða hennar sem fyrirsæta var og það hafi verið valdeflandi. „Því oftar sem ég þorði að nota mína eigin rödd, því meiri virðingu vann ég mér inn hjá jafningjum mínum. Ég öðlaðist líka meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Fyrst núna hef ég sjálfstraustið til að bera höfuðið hátt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um ástæðu þess að hún hætti að sitja fyrir hjá undirfatarisanum Victoria‘s Secret árið 2015 í nýju viðtalið við Vogue. Fyrirsætan, sem er 27 ára gömul, byrjaði að starfa fyrir Victoria‘s Secret aðeins 19 ára. Í viðtalinu segir Kloss það hafa verið mikilvæg tímamót í sínu lífi þegar hún byrjaði að læra femínískar kenningar við New York háskóla og segir hún það hafa breytt viðhorfi sínu til hinna ýmsu hluta. „Ég held að það hafi verið tímamót fyrir mig sjálfa að finna fyrir valdeflingunni sem fylgdi því að verða femínisti og gera mér grein fyrir því að ég gæti tekið mínar eigin ákvarðanir og stjórna mínu lífi, sama hvort það hafi verið með því að velja betur þau fyrirtæki sem ég starfa með eða með ímynd minni,“ segir fyrirsætan. Hún segist hafa áttað sig á því að hún ætti enga samleið með þeirri stefnu sem var hjá undirfatarisanum eftir að hafa lært meira um femínisma og áttað sig á því hvernig fyrirmynd hún vildi vera. „Ástæðan fyrir því að ég hætti að starfa með Victoria‘s Secret var sú að mér fannst það ekki vera ímynd sem endurspeglaði fullkomlega hver ég er og hvaða skilaboð ég vil senda til ungra kvenna um hvað það þýðir að vera falleg,“ segir Kloss.Kloss hefur komið fram á árlegum tískusýningum Victoria's Secret en tekur ekki lengur að sér myndatökur fyrir fyrirtækið.Vísir/GettyÓttaðist lengi að hafna verkefnum Fyrirsætubransinn er harður og segist Kloss hafa lengi verið hrædd við að hafna verkefnum. Hún hafi nánast ekki hafnað neinu tækifæri af ótta við að hún myndi missa verkefni eða jafnvel vinnuna yfir höfuð. Með því að hætta að sitja fyrir hjá Victoria‘s Secret hafi hún uppgötvað hversu sterk staða hennar sem fyrirsæta var og það hafi verið valdeflandi. „Því oftar sem ég þorði að nota mína eigin rödd, því meiri virðingu vann ég mér inn hjá jafningjum mínum. Ég öðlaðist líka meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Fyrst núna hef ég sjálfstraustið til að bera höfuðið hátt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira