Blaðamaður Moggans þverneitar að tjá sig um nýfallinn siðanefndardóm Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2019 13:50 Davíð Oddsson er ritstjóri Morgublaðsins en þetta er í fyrsta skipti frá því árið 1966 sem Mogginn telst brotlegur við siðareglur BÍ. Vísir „Já, ég veit af hverju þú ert að hringja. Nó komment,“ sagði Baldur Arnarsson blaðamaður á Morgunblaðinu og skellti á við svo búið. Nú rétt í þessu var verið að birta úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands þar sem fram kemur að Baldur hafi verið dæmdur brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Brotið er talið ámælisvert.Sögulegur úrskurður Úrskurðurinn er sögulegur því þetta mun vera fyrsta mál sem kemur fyrir siðanefndina í áratugi, þar sem Mogginn telst vera brotlegur við siðareglur BÍ, eða allt frá árinu 1966. Klögumál hafa komið upp vegna nafnlausra skrifa í dálkinn Velvakanda en þau voru utan lögsögu siðanefndar, eru samkvæmt siðareglum viðhorfspistill en í siðareglum er gerður skýr greinarmunur á slíkum pistlum og fréttaskrifum. Þetta mál er því hið eina úrskurðaða brot Moggans í 53 ár.Auðun Freyr segist hafa verið hundeltur og sérstaklega hafi vinnubrögð Moggans verið slæm. Siðanefnd tekur undir með þeim sjónarmiðum sem hann setur fram.Kærandi er Auðun Freyr Ingvarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Vísir ræddi við Auðun í gær en þá hafði hann ekki fengið niðurstöðuna í hendur. En, sagði umfjöllun um sig og Félagsbústaði hafa verið með ólíkindum Hann hafi ákveðið að axla ábyrgð og segja upp störfum en verið hundeltur. Auðun Freyr sagði þetta einstaklega óvönduð umfjöllun, sérstaklega Morgunblaðsins. En hér getur að líta frétt sem fór fyrir brjóst Auðuns. Auðun kærði því Baldur og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar. Hann sagði í yfirlýsingu:„Rétt er að fram komi að í tengslum við fyrri umfjöllun hef ég kært blaðamanninn sem skrifaði ofangreinda frétt og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir brot á siðareglum blaðamanna. Mér fannst það því mjög óviðeigandi þegar umræddur blaðamaður hafði við mig í sambandi við vinnslu fréttarinnar og óskaði eftir viðtali síðastliðinn fimmtudag. Ég hafnaði því að sjálfsögðu enda mál mitt gegn honum og ritstjórn blaðsins enn í ferli hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég hvatti hann hins vegar til að birta innsenda grein sem ég sendi blaðinu fyrir um tveimur mánuðum síðan í tilefni fyrri skrifa hans og sat þar óbirt. Einnig hvatti ég hann til að birta yfirlýsingu starfsfólks Félagsbústaða sem send var Morgunblaðinu um svipað leyti, en situr þar enn óbirt. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þessi mál að sinni en fagna því að hægt sé að kæra aðför af því tagi sem hér um ræðir til óháðs aðila og hlakka til að sjá niðurstöðu siðanefndar.“Ekki brugðist við réttmætri kvörtunÍ úrskurði siðanefndar er fallist á kvartanir Auðuns Freys. Og segir meðal annars í úrskurði að blaðamaður hafi ekki vandað upplýsingaöflun sína og ekki sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli. Er þar vísað til umdeildrar 3. greinar siðareglna, en flest mál sem kærð eru til siðanefndar grundvallast á henni. En, í niðurlagi segir: „Ritstjórn Morgunblaðsins brást ekki við réttmætri kvörtun kæranda, þegar hann vakti athygli hennar á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við hann við vinnslu fréttarinnar, með því að gera strax grein fyrir sjónarmiðum kæranda í blaðinu eða birta grein þá sem hann óskaði eftir að birt yrði.“ Fjölmiðlar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
„Já, ég veit af hverju þú ert að hringja. Nó komment,“ sagði Baldur Arnarsson blaðamaður á Morgunblaðinu og skellti á við svo búið. Nú rétt í þessu var verið að birta úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands þar sem fram kemur að Baldur hafi verið dæmdur brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Brotið er talið ámælisvert.Sögulegur úrskurður Úrskurðurinn er sögulegur því þetta mun vera fyrsta mál sem kemur fyrir siðanefndina í áratugi, þar sem Mogginn telst vera brotlegur við siðareglur BÍ, eða allt frá árinu 1966. Klögumál hafa komið upp vegna nafnlausra skrifa í dálkinn Velvakanda en þau voru utan lögsögu siðanefndar, eru samkvæmt siðareglum viðhorfspistill en í siðareglum er gerður skýr greinarmunur á slíkum pistlum og fréttaskrifum. Þetta mál er því hið eina úrskurðaða brot Moggans í 53 ár.Auðun Freyr segist hafa verið hundeltur og sérstaklega hafi vinnubrögð Moggans verið slæm. Siðanefnd tekur undir með þeim sjónarmiðum sem hann setur fram.Kærandi er Auðun Freyr Ingvarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Vísir ræddi við Auðun í gær en þá hafði hann ekki fengið niðurstöðuna í hendur. En, sagði umfjöllun um sig og Félagsbústaði hafa verið með ólíkindum Hann hafi ákveðið að axla ábyrgð og segja upp störfum en verið hundeltur. Auðun Freyr sagði þetta einstaklega óvönduð umfjöllun, sérstaklega Morgunblaðsins. En hér getur að líta frétt sem fór fyrir brjóst Auðuns. Auðun kærði því Baldur og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar. Hann sagði í yfirlýsingu:„Rétt er að fram komi að í tengslum við fyrri umfjöllun hef ég kært blaðamanninn sem skrifaði ofangreinda frétt og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir brot á siðareglum blaðamanna. Mér fannst það því mjög óviðeigandi þegar umræddur blaðamaður hafði við mig í sambandi við vinnslu fréttarinnar og óskaði eftir viðtali síðastliðinn fimmtudag. Ég hafnaði því að sjálfsögðu enda mál mitt gegn honum og ritstjórn blaðsins enn í ferli hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég hvatti hann hins vegar til að birta innsenda grein sem ég sendi blaðinu fyrir um tveimur mánuðum síðan í tilefni fyrri skrifa hans og sat þar óbirt. Einnig hvatti ég hann til að birta yfirlýsingu starfsfólks Félagsbústaða sem send var Morgunblaðinu um svipað leyti, en situr þar enn óbirt. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þessi mál að sinni en fagna því að hægt sé að kæra aðför af því tagi sem hér um ræðir til óháðs aðila og hlakka til að sjá niðurstöðu siðanefndar.“Ekki brugðist við réttmætri kvörtunÍ úrskurði siðanefndar er fallist á kvartanir Auðuns Freys. Og segir meðal annars í úrskurði að blaðamaður hafi ekki vandað upplýsingaöflun sína og ekki sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli. Er þar vísað til umdeildrar 3. greinar siðareglna, en flest mál sem kærð eru til siðanefndar grundvallast á henni. En, í niðurlagi segir: „Ritstjórn Morgunblaðsins brást ekki við réttmætri kvörtun kæranda, þegar hann vakti athygli hennar á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við hann við vinnslu fréttarinnar, með því að gera strax grein fyrir sjónarmiðum kæranda í blaðinu eða birta grein þá sem hann óskaði eftir að birt yrði.“
Fjölmiðlar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira