Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 16:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, breytti í dag reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. Breytingarnar fela í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Greint er frá reglugerðinni í Stjórnartíðindum og öðlast hún þegar gildi. Bræðurnir Mahdi og Ali Sarwari, sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra þar sem þeir höfðu fengið vernd í Grikklandi, falla báðir undir þessa nýbreyttu reglugerð samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir eiga því rétt á efnismeðferð sinnar umsóknar. Systkinin Zainab og Amir Safari munu uppfylla skilyrði reglugerðarinnar þann 10. júlí næstkomandi þegar 10 mánuðir verða liðnir frá því að þau sóttu hér um vernd ásamt móður sinni. Þau munu þá einnig eiga rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Mál barnanna fjögur hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeim átti öllum að vísa úr landi og til Grikklands á grundvelli þess að þar hafa þau fengið alþjóðlega vernd. Þá hefur Útlendingastofnun ekki tekið mál þeirra til efnismeðferðar vegna þess að þau hafa vernd í öðru landi og kærunefnd útlendingamála ekki fallist á endurupptökubeiðnir í málum þeirra. Samkvæmt lögum um útlendinga þurfa að vera liðnir meira en 12 mánuðir frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst fyrst íslenskum stjórnvöldum til þess að hún fái efnismeðferð ef tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Með breytingunni nú er þessi tími því styttur um tvo mánuði í tilfelli barna auk þess sem lögð er frumkvæðisskylda á stjórnvöld að taka mál til efnismeðferðar þegar þessar aðstæður eru fyrir hendi.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. Breytingarnar fela í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Greint er frá reglugerðinni í Stjórnartíðindum og öðlast hún þegar gildi. Bræðurnir Mahdi og Ali Sarwari, sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra þar sem þeir höfðu fengið vernd í Grikklandi, falla báðir undir þessa nýbreyttu reglugerð samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir eiga því rétt á efnismeðferð sinnar umsóknar. Systkinin Zainab og Amir Safari munu uppfylla skilyrði reglugerðarinnar þann 10. júlí næstkomandi þegar 10 mánuðir verða liðnir frá því að þau sóttu hér um vernd ásamt móður sinni. Þau munu þá einnig eiga rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Mál barnanna fjögur hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeim átti öllum að vísa úr landi og til Grikklands á grundvelli þess að þar hafa þau fengið alþjóðlega vernd. Þá hefur Útlendingastofnun ekki tekið mál þeirra til efnismeðferðar vegna þess að þau hafa vernd í öðru landi og kærunefnd útlendingamála ekki fallist á endurupptökubeiðnir í málum þeirra. Samkvæmt lögum um útlendinga þurfa að vera liðnir meira en 12 mánuðir frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst fyrst íslenskum stjórnvöldum til þess að hún fái efnismeðferð ef tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Með breytingunni nú er þessi tími því styttur um tvo mánuði í tilfelli barna auk þess sem lögð er frumkvæðisskylda á stjórnvöld að taka mál til efnismeðferðar þegar þessar aðstæður eru fyrir hendi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11
Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16