Til skoðunar að opna kvennaathvarf á Norðurlandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 13:00 Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík. Til skoðunar er að stofna kvennaathvarf á Norðurlandi. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir því fylgja mikið rask fyrir konur og börn að þurfa að fara til Reykjavíkur til þess að flýja heimilisofbeldi. Tæpur fimmtungur þeirra sem leituðu í Kvennaathvarfið á síðasta ári komu af landsbyggðinni. Samkvæmt nýrri ofbeldisvarnaráætlun stjórnvalda verður myndaður starfshópur sem á að kortleggja þörfina fyrir úrræði á borð við kvennaathvarf á landsbyggðinni. Þetta á að gera með áherslu á aðgengi óháð búsetu. Hópurinn á að skila skýrslu um málið í júní á næsta ári. Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík; þangað sem fórnarlömb heimilisofbeldis og mansals geta leitað. Þar að auki komu 240 konur í samtals 500 viðtöl. Tæpur fimmtungur komu utan af landi. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, telur brýnt að konur geti leitað í kvennaathvarf á landsbyggðinni.Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2„Ofbeldi gerist út um allt land eins og við vitum og ef ástandið er þannig að konur þurfi að leita skjóls er það erfitt í svona litlum samfélögum. Það er náttúrulega gríðarlega mikið rask fyrir konur og fyrir börn að þurfa að taka sig upp og leita skjóls í reykajvík ef þær búa kannski á Norðurlandi, Vesturlandi eða Vestfjörðum," segir Ragna. Bjarmahlíð var opnuð á Akureyri í maí en þar er veitt sambærileg þjónusta og í Bjarkarhlíð. Boðið er upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. En þolendur geta þó ekki dvalið þar. Ragna segir ljóst að Bjarmahlíð hafi verið tímabært úrræði. „Það hefur nú þegar sýnt sig að það er þörf á því eins og flestum úrærðum sem opna fyrir þolendur ofbeldis, því miður," segir hún. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að greina þörfina á landsvísu blasir hún þegar við á Norðurlandi og til skoðunar er að opna athvarf í tengslum við Bjarmahlíð. „Ég veit að í undirbúningi þess og í samtalinu um það hefur komið til tals hvort það sé hægt að opna eða athvarf fyrir konur á Norðurlandi," segir Ragna. Félagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Til skoðunar er að stofna kvennaathvarf á Norðurlandi. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir því fylgja mikið rask fyrir konur og börn að þurfa að fara til Reykjavíkur til þess að flýja heimilisofbeldi. Tæpur fimmtungur þeirra sem leituðu í Kvennaathvarfið á síðasta ári komu af landsbyggðinni. Samkvæmt nýrri ofbeldisvarnaráætlun stjórnvalda verður myndaður starfshópur sem á að kortleggja þörfina fyrir úrræði á borð við kvennaathvarf á landsbyggðinni. Þetta á að gera með áherslu á aðgengi óháð búsetu. Hópurinn á að skila skýrslu um málið í júní á næsta ári. Á síðasta ári komu 135 konur og sjötíu börn til dvalar í kvennaathvarfinu í Reykjavík; þangað sem fórnarlömb heimilisofbeldis og mansals geta leitað. Þar að auki komu 240 konur í samtals 500 viðtöl. Tæpur fimmtungur komu utan af landi. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, telur brýnt að konur geti leitað í kvennaathvarf á landsbyggðinni.Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2„Ofbeldi gerist út um allt land eins og við vitum og ef ástandið er þannig að konur þurfi að leita skjóls er það erfitt í svona litlum samfélögum. Það er náttúrulega gríðarlega mikið rask fyrir konur og fyrir börn að þurfa að taka sig upp og leita skjóls í reykajvík ef þær búa kannski á Norðurlandi, Vesturlandi eða Vestfjörðum," segir Ragna. Bjarmahlíð var opnuð á Akureyri í maí en þar er veitt sambærileg þjónusta og í Bjarkarhlíð. Boðið er upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. En þolendur geta þó ekki dvalið þar. Ragna segir ljóst að Bjarmahlíð hafi verið tímabært úrræði. „Það hefur nú þegar sýnt sig að það er þörf á því eins og flestum úrærðum sem opna fyrir þolendur ofbeldis, því miður," segir hún. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að greina þörfina á landsvísu blasir hún þegar við á Norðurlandi og til skoðunar er að opna athvarf í tengslum við Bjarmahlíð. „Ég veit að í undirbúningi þess og í samtalinu um það hefur komið til tals hvort það sé hægt að opna eða athvarf fyrir konur á Norðurlandi," segir Ragna.
Félagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira