Umfjöllun Þjóðmála um Kjarnann ekki fréttaskýring Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2019 14:10 Kjarninn var gagnrýninn á ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og Leiðréttinguna þegar Sigurður Már (t.v.) var upplýsingafulltrúi hennar. Þórður Snær (t.h.) skrifaði meðal annars leiðara gegn Leiðréttingunni. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði frá kæru ritstjóra vefmiðilsins Kjarnans á hendur fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og ritstjóra tímaritsins Þjóðmála vegna greinar um Kjarnann. Meirihluti nefndarinnar taldi að greinin væri ekki fréttefni eða skýring og bæri frekar keim af skoðanagrein. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, kærði þá Sigurð Má Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og Gísla Frey Valdórsson, ritstjóra Þjóðmála, vegna greinar sem sá fyrrnefndi skrifaði í Þjóðmál í apríl. Í grein sinni sakaði Sigurður Má Kjarnann um að hafa verið settur á fót af vinstrimönnum sem vildu veita ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mótstöðu árið 2013. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi þeirrar ríkisstjórnar. Í kærunni sakar Þórður Snær Sigurð Má meðal annars um að hafa „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. Í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins sem var birtur í dag kemur fram að nefndin taldi grein Sigurðar Más falla utan verksviðs hennar þar sem hún gæti ekki talist fréttaefni eða fréttaskýring. Það gerði hún þrátt fyrir að Sigurður Má hafi sjálfur lýst greininni sem „fréttaskýringu“ í færslu á bloggsíðu sinni. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í úrskurðinum. Kæru Þórðar Snæs var því vísað frá. Einn nefndarmaður var ósammála meirihlutanum um að vísa kærunni frá. Friðrik Þór Guðmundsson taldi að virða bæri lýsingu Sigurðar Más á greininni sem „fréttaskýringu“ og því bæri að taka kæruna til efnislegrar meðferðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði frá kæru ritstjóra vefmiðilsins Kjarnans á hendur fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og ritstjóra tímaritsins Þjóðmála vegna greinar um Kjarnann. Meirihluti nefndarinnar taldi að greinin væri ekki fréttefni eða skýring og bæri frekar keim af skoðanagrein. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, kærði þá Sigurð Má Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og Gísla Frey Valdórsson, ritstjóra Þjóðmála, vegna greinar sem sá fyrrnefndi skrifaði í Þjóðmál í apríl. Í grein sinni sakaði Sigurður Má Kjarnann um að hafa verið settur á fót af vinstrimönnum sem vildu veita ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mótstöðu árið 2013. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi þeirrar ríkisstjórnar. Í kærunni sakar Þórður Snær Sigurð Má meðal annars um að hafa „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. Í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins sem var birtur í dag kemur fram að nefndin taldi grein Sigurðar Más falla utan verksviðs hennar þar sem hún gæti ekki talist fréttaefni eða fréttaskýring. Það gerði hún þrátt fyrir að Sigurður Má hafi sjálfur lýst greininni sem „fréttaskýringu“ í færslu á bloggsíðu sinni. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í úrskurðinum. Kæru Þórðar Snæs var því vísað frá. Einn nefndarmaður var ósammála meirihlutanum um að vísa kærunni frá. Friðrik Þór Guðmundsson taldi að virða bæri lýsingu Sigurðar Más á greininni sem „fréttaskýringu“ og því bæri að taka kæruna til efnislegrar meðferðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent