Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2019 19:00 Félag íslenskra leikara fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. Vísir greindi ítarlega frá ólgu milli formanns Félags íslenskra leikara og þjóðleikhússtjóra í dag. Vandinn hófst fyrir alvöru í febrúar á síðasta ári við undirritun kjarasamninga leikara Þjóðleikshússins. „Við undirritun samninga í fyrra þó tókumst við Birna Hafstein formaður FÍL í hendur og hún vildi faðma mig, ég braut faðmlagið og ég sá að hún tók þetta nærri sér. Ég fór því til hennar og bað hana afsökunar og hún tók við afsökunarbeiðninni og ég gerði ráð fyrir að málinu væri lokið,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Greinir á um hvort Birna hafi hrasað Aðspurður um hvort Birna hafi hrasað við þetta kveðst Ari svo ekki hafa verið. Birna Hafstein segist hins vegar hafa hrasað og framkoma Ara hafi staðfest margar kvartanir sem hún hafi fengið vegna skapbresta hans. „Þjóðleikhússtjóri greinilega missti stjórn á skapi sínu og stjakaði harkalega við mér og þá blasti við mér að það rýmaði við allar þær kvartanir sem mér höfðu borist gegnum tíðina,“ segir Birna. Stjórn félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sendi bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins í kjölfarið vegna framkomu þjóðleikhússtjóra við listamenn og formanninn. Birna Hafstein segir að málið hafi reynst sér afar erfitt persónulega. „Núna er ég búin að verða fyrir árásum í næstum eitt og hálft ár, nokkuð sem ég kalla ofbeldi og ég sætti mig hvorki við að verða fyrir því sjálf né að félagsmenn FÍL verði fyrir slíku,“ segir Birna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug. Segist lítið vita um kvartanirnar „Í sjálfu sér veit ég ekkert um þessar kvartanir annað en mér hefur verið sagt en ég veit að þær voru teknar fyrir og þeim var vísað frá,“ segir Ari. Ari bendir jafnframt á að starfsánægjukönnun leikhússins hafi komið afar vel út og deildarstjórar hafi sent stuðningsyfirlýsingu til mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Það er annað hljóð í strokkunum hjá FÍL en eftir fjölmennan fund hjá Félagi íslenskra leikara í síðustu viku var ákveðið að senda ráðuneytinu nýtt erindi þar sem óskað er eftir fagfólki í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið og var það sent út í dag. „Það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld taki á þessum málum af einhverri festu og fái þarna inn fagfólk í mannauðsmálum,“ segir Birna Hafstein. Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra kvaðst ekki tjá sig um málið í ljósi þess að embætti þjóðleikhússtjóra hefur nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningaferli þess. Leikhús Menning Stjórnsýsla Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Félag íslenskra leikara fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. Vísir greindi ítarlega frá ólgu milli formanns Félags íslenskra leikara og þjóðleikhússtjóra í dag. Vandinn hófst fyrir alvöru í febrúar á síðasta ári við undirritun kjarasamninga leikara Þjóðleikshússins. „Við undirritun samninga í fyrra þó tókumst við Birna Hafstein formaður FÍL í hendur og hún vildi faðma mig, ég braut faðmlagið og ég sá að hún tók þetta nærri sér. Ég fór því til hennar og bað hana afsökunar og hún tók við afsökunarbeiðninni og ég gerði ráð fyrir að málinu væri lokið,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Greinir á um hvort Birna hafi hrasað Aðspurður um hvort Birna hafi hrasað við þetta kveðst Ari svo ekki hafa verið. Birna Hafstein segist hins vegar hafa hrasað og framkoma Ara hafi staðfest margar kvartanir sem hún hafi fengið vegna skapbresta hans. „Þjóðleikhússtjóri greinilega missti stjórn á skapi sínu og stjakaði harkalega við mér og þá blasti við mér að það rýmaði við allar þær kvartanir sem mér höfðu borist gegnum tíðina,“ segir Birna. Stjórn félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sendi bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins í kjölfarið vegna framkomu þjóðleikhússtjóra við listamenn og formanninn. Birna Hafstein segir að málið hafi reynst sér afar erfitt persónulega. „Núna er ég búin að verða fyrir árásum í næstum eitt og hálft ár, nokkuð sem ég kalla ofbeldi og ég sætti mig hvorki við að verða fyrir því sjálf né að félagsmenn FÍL verði fyrir slíku,“ segir Birna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug. Segist lítið vita um kvartanirnar „Í sjálfu sér veit ég ekkert um þessar kvartanir annað en mér hefur verið sagt en ég veit að þær voru teknar fyrir og þeim var vísað frá,“ segir Ari. Ari bendir jafnframt á að starfsánægjukönnun leikhússins hafi komið afar vel út og deildarstjórar hafi sent stuðningsyfirlýsingu til mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Það er annað hljóð í strokkunum hjá FÍL en eftir fjölmennan fund hjá Félagi íslenskra leikara í síðustu viku var ákveðið að senda ráðuneytinu nýtt erindi þar sem óskað er eftir fagfólki í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið og var það sent út í dag. „Það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld taki á þessum málum af einhverri festu og fái þarna inn fagfólk í mannauðsmálum,“ segir Birna Hafstein. Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra kvaðst ekki tjá sig um málið í ljósi þess að embætti þjóðleikhússtjóra hefur nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningaferli þess.
Leikhús Menning Stjórnsýsla Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira