Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 14:01 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. Bandaríkin hafa ekki átt sendiherra hér á landi frá árinu 2017 er Robert Barber hætti sem sendiherra. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki forsetans og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Hunter hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir forsetann í aðdraganda kosninganna og Gunter studdi einnig embættistökusjóð Trump verulega. Sérfræðingar segja sendiherra Donald Trump vera reynsluminni og vanhæfari en gengur og gerist í bandarískum stjórnmálum. Í frétt NBC frá því í apríl segir þó marga þeirri skorti reynslu af stjórnmálum og sérstaklega milliríkjasamskiptum eigi margir þeirra sem hafa verið tilnefndir það sameiginlegt að hafa sett töluvert fé í embættistökusjóð forsetans.Gunter er einn af þeim. Það telst eðlilegt ytra að veita stuðningsmönnum þægilegar sendiherrastöður en ríkisstjórn Trump hefur þó tilnefnt fleiri slíka aðila en gengur og gerist og í mikilvægari sendiherrastöður sem fagmenn úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa iðulega sinnt. Frá sjötta áratugnum hefur hlutfallið verið um það bil tveir á móti þremur. Það er, tveir af hverjum þremur sendiherrum Bandaríkjanna hafa starfað innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Hinir eru pólitískt skipaðir. Bæði Barack Obama og George W. Bush héldu sig innan þessa ramma. Hlutfallið hjá Donald Trump er hins vegar um 50/50. Ríkisstjórn Trump segir þó að viðskiptahæfileikar þeirra vegi upp á móti reynsluleysi og að þeir muni þjóna Bandaríkjunum vel. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að Repúblikanar séu í meirihluta í öldungadeildinni hefur gengið erfiðlega að koma tilnefningum sendiherra í gegnum þingið. Horfa má á vitnisburð Gunter, þegar hann mætti fyrir Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í fyrra, hér á vef öldungadeildarinnar. Þá má lesa yfirlýsingu hans á fundinum hér. Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. Bandaríkin hafa ekki átt sendiherra hér á landi frá árinu 2017 er Robert Barber hætti sem sendiherra. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki forsetans og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Hunter hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir forsetann í aðdraganda kosninganna og Gunter studdi einnig embættistökusjóð Trump verulega. Sérfræðingar segja sendiherra Donald Trump vera reynsluminni og vanhæfari en gengur og gerist í bandarískum stjórnmálum. Í frétt NBC frá því í apríl segir þó marga þeirri skorti reynslu af stjórnmálum og sérstaklega milliríkjasamskiptum eigi margir þeirra sem hafa verið tilnefndir það sameiginlegt að hafa sett töluvert fé í embættistökusjóð forsetans.Gunter er einn af þeim. Það telst eðlilegt ytra að veita stuðningsmönnum þægilegar sendiherrastöður en ríkisstjórn Trump hefur þó tilnefnt fleiri slíka aðila en gengur og gerist og í mikilvægari sendiherrastöður sem fagmenn úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa iðulega sinnt. Frá sjötta áratugnum hefur hlutfallið verið um það bil tveir á móti þremur. Það er, tveir af hverjum þremur sendiherrum Bandaríkjanna hafa starfað innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Hinir eru pólitískt skipaðir. Bæði Barack Obama og George W. Bush héldu sig innan þessa ramma. Hlutfallið hjá Donald Trump er hins vegar um 50/50. Ríkisstjórn Trump segir þó að viðskiptahæfileikar þeirra vegi upp á móti reynsluleysi og að þeir muni þjóna Bandaríkjunum vel. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að Repúblikanar séu í meirihluta í öldungadeildinni hefur gengið erfiðlega að koma tilnefningum sendiherra í gegnum þingið. Horfa má á vitnisburð Gunter, þegar hann mætti fyrir Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í fyrra, hér á vef öldungadeildarinnar. Þá má lesa yfirlýsingu hans á fundinum hér.
Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira