Arnór fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær hjá tölfræðisíðunni WhoScored.com.
Fyrir utan að skora og leggja upp mark fyrir félaga sinn í íslenska landsliðinu, Hörð Björgvin Magnússon, rötuðu allar 22 sendingarnar sem Arnór reyndi í leiknum á samherja. Þá lék hann þrisvar sinnum á leikmenn Krylya Sovetov Samara.
Tían sem Arnór fékk í einkunn skilaði honum að sjálfsögðu sæti í liði umferðarinnar hjá WhoScored. Tveir aðrir leikmenn CSKA Moskvu eru í liði umferðarinnar; Fedor Chalov og Jaka Bijol. Sá fyrrnefndi skoraði tvö mörk gegn Krylya Sovetov Samara og sá síðarnefndi skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.
20-year-old CSKA Moscow star Arnor Sigurdsson earned a perfect 10 to star in our final Russian Premier League team of the week of 2018/19https://t.co/iioXqa1Ntdpic.twitter.com/lNyiYSopxV
— WhoScored.com (@WhoScored) May 27, 2019
Arnór skoraði fimm mörk í 21 leik í rússnesku deildinni á tímabilinu. Þá skoraði hann tvö mörk í Meistaradeild Evrópu.
Skagamaðurinn og félagar hans í CSKA Moskvu enduðu í 4. sæti deildarinnar og leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili.