Dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess greiða 1,7 milljónir króna á ári fyrir áskriftir að fjölmiðlum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata.
Flestar áskriftirnar eru að Morgunblaðinu, eru þær alls sautján þegar vefáskrift Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er talin með. Einnig eru stofnanirnar með níu áskriftir að DV, þar af sjö á vegum Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, tvær að Viðskiptablaðinu og eina að Stundinni. Ríkislögreglustjóri er svo með áskrift að risapakka Stöðvar 2.
