Jón Steindór: Fullveldið nýtt til hins ýtrasta með ESB-aðild Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 22:00 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreiðsnar. vísir/vilhelm „Við teljum happadrýgst fyrir Íslendinga að treysta enn frekar tengsl sín við önnur ríki Evrópu með aðild að ESB og nýta þannig fullveldið til hins ýtrasta til að bæta hag þjóðarinnar.“ Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í Eldhúsdagsumræðum á þinginu í kvöld. Jón Steindór sagði að með aðild að ESB myndi íslensk þjóð takast best á við þau stóru sameiginlegu verkefni sem blasi við og verði að leysa með enn öflugri samvinnu. Nefndi hann þar vá í loftslags- og umhverfismálum.Vaxandi áhugi evrópsks almennings Þingmaðurinn ræddi svo niðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins sem haldnar voru í liðinni viku. Sagði hann kosningarnar hafa um margt hafa verið afar mikilvægar þar sem kosningaþátttaka var mikil í sögulegu samhengi – yfir fimmtíu prósent að meðaltali sem sýndi fram á vaxandi áhuga almennings. Jón Steindór sagði hefðbundna flokkakerfi á Evrópuþinginu hafa riðlast nokkuð og flóra flokkabandalaga orðið fjölbreyttari. „Vissulega náðu popúlískir flokkar nokkrum árangri en eftir sem áður er kristaltært að þeir sem styðja vöxt og viðgang ESB eru í yfirgnæfandi meirihluta. Uppgangur popúlisma víðvegar í heimunum er verulegt áhyggjuefni og þess vegna er gleðilegt og mikilvægt að frjálslyndir flokkar unnu mest á í þessum kosningum. Frjálslyndi er nauðsynlegt mótvægi gegn ríkjum þar sem afturhald og popúlismi grefur um sig,“ sagði þingmaðurinn.Átta okkur á hvað er okkur til ills „Okkar hlutverk er að greina hvað er okkur til góðs og sækjast eftir því en ekki síður að átta okkur á hvað er okkur til ills og forðast það,“ sagði Jón Steindór og hélt svo áfram: „Populismi, öfgar, þjóðernishyggja, afneitun vísinda, stjórnmál sem byggja á ótta, tilbúinni hættu og óvinum hafa aldrei í veraldarsögunni leitt til góðs. Það mun ekki heldur gerast nú, ekki á Íslandi, ekki í Evrópu og hvergi annars staðar í heiminum.“ Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
„Við teljum happadrýgst fyrir Íslendinga að treysta enn frekar tengsl sín við önnur ríki Evrópu með aðild að ESB og nýta þannig fullveldið til hins ýtrasta til að bæta hag þjóðarinnar.“ Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í Eldhúsdagsumræðum á þinginu í kvöld. Jón Steindór sagði að með aðild að ESB myndi íslensk þjóð takast best á við þau stóru sameiginlegu verkefni sem blasi við og verði að leysa með enn öflugri samvinnu. Nefndi hann þar vá í loftslags- og umhverfismálum.Vaxandi áhugi evrópsks almennings Þingmaðurinn ræddi svo niðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins sem haldnar voru í liðinni viku. Sagði hann kosningarnar hafa um margt hafa verið afar mikilvægar þar sem kosningaþátttaka var mikil í sögulegu samhengi – yfir fimmtíu prósent að meðaltali sem sýndi fram á vaxandi áhuga almennings. Jón Steindór sagði hefðbundna flokkakerfi á Evrópuþinginu hafa riðlast nokkuð og flóra flokkabandalaga orðið fjölbreyttari. „Vissulega náðu popúlískir flokkar nokkrum árangri en eftir sem áður er kristaltært að þeir sem styðja vöxt og viðgang ESB eru í yfirgnæfandi meirihluta. Uppgangur popúlisma víðvegar í heimunum er verulegt áhyggjuefni og þess vegna er gleðilegt og mikilvægt að frjálslyndir flokkar unnu mest á í þessum kosningum. Frjálslyndi er nauðsynlegt mótvægi gegn ríkjum þar sem afturhald og popúlismi grefur um sig,“ sagði þingmaðurinn.Átta okkur á hvað er okkur til ills „Okkar hlutverk er að greina hvað er okkur til góðs og sækjast eftir því en ekki síður að átta okkur á hvað er okkur til ills og forðast það,“ sagði Jón Steindór og hélt svo áfram: „Populismi, öfgar, þjóðernishyggja, afneitun vísinda, stjórnmál sem byggja á ótta, tilbúinni hættu og óvinum hafa aldrei í veraldarsögunni leitt til góðs. Það mun ekki heldur gerast nú, ekki á Íslandi, ekki í Evrópu og hvergi annars staðar í heiminum.“
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira