Viðskipti erlent

Björgólfur og Bakkavararbræður á lista yfir ríkustu menn Bretlands

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgólfur bætir við sig en Bakkavararbræður tapa.
Björgólfur bætir við sig en Bakkavararbræður tapa. Fréttablaðið/GVA
Björgólfur Thor Björgólfsson er einn af hundrað ríkustu manneskjum Bretlands samkvæmt lista breska dagblaðsins Sunday Times sem var birtur um helgina. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði fyrst frá hér á landi en Björgólfur er sagður hafa bætt við sig 98 milljónum punda, eða því sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna, á milli ára. Alls eru eignir hans metnar á 1,7 milljarða punda, eða því sem nemur um 276 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.

Sunday Times birtir nöfn þúsund einstaklinga sem eru taldir þeir ríkustu í Bretlandi en á honum er að finna Bakkavararbræðurna Ágúst og Lýð Guðmundssyni. Sunday Times segir auð þeirra hafa dregist saman um 140 milljónir punda, eða 22 milljarða króna, og eiga þeir í dag 560 milljónir punda, eða því sem nemur 91 milljarði íslenskra króna.

Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Vísir/Vilhelm
Á toppi listans sitja bræðurnir Sri og Gopi Hinduja en auðæfi þeirra eru metin á 22 milljarða breskra punda. Í Öðru sæti eru bræðurnir David og Simon Rueben en í þriðja sæti eru Jim Ratcliffe sem metinn er á 18,7 milljarða breskra punda.

Radcliffe var í efsta sæti listans í fyrra en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×