Sara Björk Þýskalandsmeistari þriðja árið í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Sara Björk Gunnarsdóttir kát eftir að vinna deildina. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tryggðu sér þýska meistaratitilinn um helgina með 1-0 sigri á Hoffenheim. Er þetta þriðja árið í röð sem Sara Björk verður meistari með Wolfsburg eftir að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið árið 2016 frá Rosengard í Svíþjóð. Aðeins fjórir dagar liðu á milli þess að Wolfsburg var að taka við bikarmeistaratitlinum í Þýskalandi þar til leikmenn liðsins fóru í leik þar sem sigur myndi gera það að verkum að Bayern München myndi ekki eiga möguleika á að ná Wolfsburg. Sara fékk því að fagna tveimur stærstu titlum Þýskalands á innan við viku. „Þetta var ótrúlega góð tilfinning, við vissum að það væru tvær umferðir eftir og við þyrftum tvö stig til að tryggja okkur titilinn. Það var frábært að klára þetta strax í fyrstu atrennu og við eigum þennan titil skilið eftir gott tímabil og loka þessum tveimur titlum.“ Það er mikið álag á leikmönnum í Þýskalandi. „Við erum kannski vanar þessari viku og álaginu sem fylgir því, þetta er ótrúlegt álag, margir leikir sem taka á. Maður þurfti að vera einbeittur fyrir bikarúrslitaleikinn sem var erfiður og maður fagnaði sigrinum þar en svo tók bara strax við næsti leikur. Við vissum hvað var undir, að við gætum tryggt okkur titilinn og við erum með reynslumikið lið sem hefur tekist á við þetta áður. Það gerði okkur auðveldara fyrir, “ segir Sara aðspurð út í stuttan undirbúningstíma á milli leikja. „Við áttum tvo erfiða leiki eftir, Hoffenheim hafa verið sterkar í ár og þetta var erfiður leikur í dag,“ segir Sara um leikinn í gær þar sem hún byrjaði að vanda á miðjunni. Hafnfirðingurinn er ánægð með spilamennsku sína á þriðja tímabilinu í Þýskalandi. „Ég er búin að hugsa betur um mig á þessu ári og hef bætt mikið við æfingarnar hjá mér, fyrirbyggjandi æfingar til að takast betur á við álagið sem fylgir því að spila fyrir Wolfsburg. Ég tók það í mínar eigin hendur að reyna að bæta mig þar og það munaði miklu,“ segir Sara að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tryggðu sér þýska meistaratitilinn um helgina með 1-0 sigri á Hoffenheim. Er þetta þriðja árið í röð sem Sara Björk verður meistari með Wolfsburg eftir að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið árið 2016 frá Rosengard í Svíþjóð. Aðeins fjórir dagar liðu á milli þess að Wolfsburg var að taka við bikarmeistaratitlinum í Þýskalandi þar til leikmenn liðsins fóru í leik þar sem sigur myndi gera það að verkum að Bayern München myndi ekki eiga möguleika á að ná Wolfsburg. Sara fékk því að fagna tveimur stærstu titlum Þýskalands á innan við viku. „Þetta var ótrúlega góð tilfinning, við vissum að það væru tvær umferðir eftir og við þyrftum tvö stig til að tryggja okkur titilinn. Það var frábært að klára þetta strax í fyrstu atrennu og við eigum þennan titil skilið eftir gott tímabil og loka þessum tveimur titlum.“ Það er mikið álag á leikmönnum í Þýskalandi. „Við erum kannski vanar þessari viku og álaginu sem fylgir því, þetta er ótrúlegt álag, margir leikir sem taka á. Maður þurfti að vera einbeittur fyrir bikarúrslitaleikinn sem var erfiður og maður fagnaði sigrinum þar en svo tók bara strax við næsti leikur. Við vissum hvað var undir, að við gætum tryggt okkur titilinn og við erum með reynslumikið lið sem hefur tekist á við þetta áður. Það gerði okkur auðveldara fyrir, “ segir Sara aðspurð út í stuttan undirbúningstíma á milli leikja. „Við áttum tvo erfiða leiki eftir, Hoffenheim hafa verið sterkar í ár og þetta var erfiður leikur í dag,“ segir Sara um leikinn í gær þar sem hún byrjaði að vanda á miðjunni. Hafnfirðingurinn er ánægð með spilamennsku sína á þriðja tímabilinu í Þýskalandi. „Ég er búin að hugsa betur um mig á þessu ári og hef bætt mikið við æfingarnar hjá mér, fyrirbyggjandi æfingar til að takast betur á við álagið sem fylgir því að spila fyrir Wolfsburg. Ég tók það í mínar eigin hendur að reyna að bæta mig þar og það munaði miklu,“ segir Sara að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Sjá meira