Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrsta hringinn í Marókkó á 76 höggum en hún er þar á móti sem er liður af Evrópumótaröð kvenna.
Valdís lék fyrsta hringinn á þremur höggum yfir pari en hún fékk tvo fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla er hún lék fimmtándu holuna á sjö höggum.
Skagakonan er í 62. sætinu og er tíu höggum á eftir Linu Boqvist frá Svíþjóð sem er í forystunni eftir fyrsta hring á mótinu.
Valdís er í fyrsta hollinu sem fer út snemma í fyrramálið en hún er í holli með Rochelle Morris frá Englandi og Kelsey Macdonald frá Skotlandi.
Köflótt hjá Valdísi í Marokkó
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn




„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti


