Andlát: Ingveldur Geirsdóttir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2019 20:30 Ingveldur Geirsdóttir starfaði lengst af hjá Morgunblaðinu. Kristinn Magnússon Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður er látin eftir harða baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Ingveldur starfaði lengst af á Morgunblaðinu en þar hóf hún störf árið 2005. Árið 2013 færði hún sig um set og vann um skamma hríð sem fréttamaður á Stöð 2 áður en hún réði sig aftur yfir á Morgunblaðið þar sem hún starfaði til æviloka. Gegndi hún einnig trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands en þar sat Ingveldur í varastjórn frá 2014-2015 og aðalstjórn frá árinu 2015 til ársins í ár.Forsíðar Morgunblaðsins 21. febrúar 2015.Ingveldur greindist með brjóstakrabbamein árið 2014, þá 37 ára gömul, þegar hún var gengin fjóra mánuði með sitt annað barn. Ingveldur var alla tíð opinská um baráttuna við krabbameinið en forsíðumynd af henni sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins þann 21. febrúar 2015 vakti mikla athygli. Þar mátti sjá Ingveldi ólétta með eitt brjóst eftir að hafa farið í brjóstnám vegna krabbameinsmeðferðarinnar. „Oft er talað um að fólk sé að berjast við krabbamein en ég lít ekki á þetta sem styrjöld. Bara verkefni, eins og svo margt annað sem við stöndum frammi fyrir í lífinu. Veikindi eru partur af lífinu. Mörgum sem greinast með krabbamein finnst lífið eflaust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frekar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á einhvern veg. Það er alveg ljóst. Fari þetta með mann í gröfina verður bara svo að vera,“ sagði Ingveldur um veikindin í forsíðuviðtali Morgunblaðsins 21. febrúar 2015. Ingveldur lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og þrjú stjúpbörn. Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður er látin eftir harða baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Ingveldur starfaði lengst af á Morgunblaðinu en þar hóf hún störf árið 2005. Árið 2013 færði hún sig um set og vann um skamma hríð sem fréttamaður á Stöð 2 áður en hún réði sig aftur yfir á Morgunblaðið þar sem hún starfaði til æviloka. Gegndi hún einnig trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands en þar sat Ingveldur í varastjórn frá 2014-2015 og aðalstjórn frá árinu 2015 til ársins í ár.Forsíðar Morgunblaðsins 21. febrúar 2015.Ingveldur greindist með brjóstakrabbamein árið 2014, þá 37 ára gömul, þegar hún var gengin fjóra mánuði með sitt annað barn. Ingveldur var alla tíð opinská um baráttuna við krabbameinið en forsíðumynd af henni sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins þann 21. febrúar 2015 vakti mikla athygli. Þar mátti sjá Ingveldi ólétta með eitt brjóst eftir að hafa farið í brjóstnám vegna krabbameinsmeðferðarinnar. „Oft er talað um að fólk sé að berjast við krabbamein en ég lít ekki á þetta sem styrjöld. Bara verkefni, eins og svo margt annað sem við stöndum frammi fyrir í lífinu. Veikindi eru partur af lífinu. Mörgum sem greinast með krabbamein finnst lífið eflaust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frekar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á einhvern veg. Það er alveg ljóst. Fari þetta með mann í gröfina verður bara svo að vera,“ sagði Ingveldur um veikindin í forsíðuviðtali Morgunblaðsins 21. febrúar 2015. Ingveldur lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og þrjú stjúpbörn.
Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira