Birgir Leifur: Stærsta endurkoma íþróttasögunnar Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2019 20:30 Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur til margra ára, segir að endurkoma Tiger Woods sé ein stærsta endurkoma sögunnar í íþróttaheiminum. Tiger vann sinn fimmta græna jakka í gær er hann kom, sá og sigraði en ellefu ár voru liðin frá síðasta risatitli Tiger. „Maður var hrærður og það voru alls konar tilfinningar sem brutust í gegn að horfa á kallinn koma til baka. Þetta var engum orðum lýst og stærsta endurkoma íþróttasögunnar,“ „Það eru 22 ár síðan hann vann fyrsta græna jakkann. Það eru svo fjórtán ár á milli jakka, 2015 og 2019, og 2008 kom síðasti risatitill er hann var á annarri löppinni.“ Margt og mikið hefur gengið á hjá Tiger undanfarin ár og því er endurkoman fyrir vikið enn stærri. „Í kjölfarið verður fjölmiðlafár, skilnaður og ljótt dæmi í kringum hann. Svo koma meiðsli sem eru mjög erfið í golfinu og það voru margir búnir að afskrifa hann.“ „Þetta var dálítið skrifað í skýin er maður horfði á þetta á tímabili í gær. Það voru allir að tala um að nýa kynslóðin væri að taka við, sem er klárlega líka, en hann er ekki búinn að syngja sitt síðasta.“ „Við sáum það eftir átjándu að hann er kóngurinn,“ en hvað tekur við núna hjá Tiger? „Núna verður spurning hvort að tankurinn sé tómur eða hvort að hann geti byggt upp annað hugarfar til þess að ná þessum átján risatitlum Nicklaus. Það mun klárlega vera hans næsta markmi“ Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur til margra ára, segir að endurkoma Tiger Woods sé ein stærsta endurkoma sögunnar í íþróttaheiminum. Tiger vann sinn fimmta græna jakka í gær er hann kom, sá og sigraði en ellefu ár voru liðin frá síðasta risatitli Tiger. „Maður var hrærður og það voru alls konar tilfinningar sem brutust í gegn að horfa á kallinn koma til baka. Þetta var engum orðum lýst og stærsta endurkoma íþróttasögunnar,“ „Það eru 22 ár síðan hann vann fyrsta græna jakkann. Það eru svo fjórtán ár á milli jakka, 2015 og 2019, og 2008 kom síðasti risatitill er hann var á annarri löppinni.“ Margt og mikið hefur gengið á hjá Tiger undanfarin ár og því er endurkoman fyrir vikið enn stærri. „Í kjölfarið verður fjölmiðlafár, skilnaður og ljótt dæmi í kringum hann. Svo koma meiðsli sem eru mjög erfið í golfinu og það voru margir búnir að afskrifa hann.“ „Þetta var dálítið skrifað í skýin er maður horfði á þetta á tímabili í gær. Það voru allir að tala um að nýa kynslóðin væri að taka við, sem er klárlega líka, en hann er ekki búinn að syngja sitt síðasta.“ „Við sáum það eftir átjándu að hann er kóngurinn,“ en hvað tekur við núna hjá Tiger? „Núna verður spurning hvort að tankurinn sé tómur eða hvort að hann geti byggt upp annað hugarfar til þess að ná þessum átján risatitlum Nicklaus. Það mun klárlega vera hans næsta markmi“
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira