Fimma á hliðarlínunni endaði í augnmeiðslum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. apríl 2019 12:30 Leikmenn Degerfors fagna sigri vísir/getty Það er martröð hvers knattspyrnuþjálfara að þurfa að taka mann sem var settur inn á sem varamaður út af vellinum aftur. Stefan Jacobsson, þjálfari Degerfors í sænsku B-deildinni, hélt hann hefði lent ansi illa í þeirri martröð. Á þriðjudaginn mætti Degerfors Östers í sænsku Superettan. Í seinni hálfleik ætlaði Jacobsson að skipta Axel Lindahl út af og setja Mattias Özgun inn á í staðinn. Lindhal lyfti höndum og gaf Özgun fimmu, eða reyndar tíu þar sem um báðar hendur var að ræða, þegar þeir mættust á hliðarlínunni. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel því Lindhal potaði óvart fingri í augað á Özgun. Özgun hélt áfram skokki sínu inn á völlinn en hélt um andlitið og nokkrum sekúndum seinna þurfti hann að fara af velli og fá aðhlynningu. Sem betur fer fyrir Jacobsson þjálfara náði læknirinn hins vegar að koma Özgun í samt lag og hann fór loks inn á völlinn nokkrum mínútum seinna. „Ég hélt þetta myndi lagast strax en ég gat ekki séð neitt. Ég tók mér nokkrar sekúndur til þess að sjá hvort þetta lagaðist en það gerði það ekki svo ég þurfti að fara út af,“ sagði Özgun við Fotbollskanalen. „Það hlógu allir að mér í búningsklefanum eftir leikinn.“ Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Degerfors er ósigrað eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni.Myndband af atvikinu má sjá hér. Sænski boltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Sjá meira
Það er martröð hvers knattspyrnuþjálfara að þurfa að taka mann sem var settur inn á sem varamaður út af vellinum aftur. Stefan Jacobsson, þjálfari Degerfors í sænsku B-deildinni, hélt hann hefði lent ansi illa í þeirri martröð. Á þriðjudaginn mætti Degerfors Östers í sænsku Superettan. Í seinni hálfleik ætlaði Jacobsson að skipta Axel Lindahl út af og setja Mattias Özgun inn á í staðinn. Lindhal lyfti höndum og gaf Özgun fimmu, eða reyndar tíu þar sem um báðar hendur var að ræða, þegar þeir mættust á hliðarlínunni. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel því Lindhal potaði óvart fingri í augað á Özgun. Özgun hélt áfram skokki sínu inn á völlinn en hélt um andlitið og nokkrum sekúndum seinna þurfti hann að fara af velli og fá aðhlynningu. Sem betur fer fyrir Jacobsson þjálfara náði læknirinn hins vegar að koma Özgun í samt lag og hann fór loks inn á völlinn nokkrum mínútum seinna. „Ég hélt þetta myndi lagast strax en ég gat ekki séð neitt. Ég tók mér nokkrar sekúndur til þess að sjá hvort þetta lagaðist en það gerði það ekki svo ég þurfti að fara út af,“ sagði Özgun við Fotbollskanalen. „Það hlógu allir að mér í búningsklefanum eftir leikinn.“ Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Degerfors er ósigrað eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni.Myndband af atvikinu má sjá hér.
Sænski boltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Sjá meira