Beyoncé fékk meðgöngueitrun er hún gekk með tvíburana: „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 13:50 Beyoncé á Coachella í fyrra en tónleikarnir þeir fyrstu sem hún hélt eftir að hún fæddi tvíburana Rumi og Sir í júní 2017. vísir/getty Tónlistarkonan Beyoncé ræðir opinskátt um seinni meðgöngu sína í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd var á Netflix í vikunni og ber heitið Homecoming. Hún segir það hafa verið óvænt þegar hún varð ólétt og lýsir meðgöngunni sem ótrúlega erfiðri. Í myndinni segir Beyoncé frá því að hún hafi fengið meðgöngueitrun sem lýsir sér meðal annars í háum blóðþrýstingi. „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti,“ segir söngkonan í myndinni þar sem hún ræðir einnig um það hvaða áhrif meðgangan hafði á fyrirhugaða tónleika hennar á Coachella árið 2017. Homecoming fjallar einmitt um tónleika Beyoncé á Coachella á hátíðinni árið eftir. Beyoncé segir að hún hafi komist að því að hún hafi verið ólétt í lok árs 2016. „Ég átti að koma fram á Coachella árið 2017 en ég varð óvænt ólétt. Svo voru þetta tvíburar sem var líka mjög óvænt.“ Meðgangan var erfið og það var fæðingin sömuleiðis en þau Rumi og Sir fæddust í júní 2017. Beyoncé segir frá því að hjarta annars þeirra hafi hætt að slá nokkrum sinnum í fæðingunni svo á endanum voru tvíburarnir teknir með bráðakeisaraskurði. Beyoncé greinir síðan frá því að það hafi verið áskorun að hefja æfingar fyrir Coachella en tónleikarnir í fyrra voru þeir fyrstu sem hún hélt eftir að tvíburarnir fæddust. „Mikið af dansinum er tilfinning en ekki svo mikil tækni, persónuleikinn þinn er það sem glæðir dansinn lífi. Það er erfitt þegar þér líður ekki eins og þér sjálfri. Ég þurfti að byggja líkamann minn upp og það tók mig tíma að verða nógu sjálfsörugg til að gefa mig sjálfa í þetta,“ segir Beyoncé. Hún segir að líkami sinn hafi einfaldlega ekki verið rétt tengdur til að byrja með. Þá var hugur hennar heldur ekki á staðnum. „Í huga mínum vildi ég bara vera með börnunum mínum. Fólk sér ekki fórnirnar sem þarf að færa.“ Tónlist Tengdar fréttir Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Tónlistarkonan Beyoncé ræðir opinskátt um seinni meðgöngu sína í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd var á Netflix í vikunni og ber heitið Homecoming. Hún segir það hafa verið óvænt þegar hún varð ólétt og lýsir meðgöngunni sem ótrúlega erfiðri. Í myndinni segir Beyoncé frá því að hún hafi fengið meðgöngueitrun sem lýsir sér meðal annars í háum blóðþrýstingi. „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti,“ segir söngkonan í myndinni þar sem hún ræðir einnig um það hvaða áhrif meðgangan hafði á fyrirhugaða tónleika hennar á Coachella árið 2017. Homecoming fjallar einmitt um tónleika Beyoncé á Coachella á hátíðinni árið eftir. Beyoncé segir að hún hafi komist að því að hún hafi verið ólétt í lok árs 2016. „Ég átti að koma fram á Coachella árið 2017 en ég varð óvænt ólétt. Svo voru þetta tvíburar sem var líka mjög óvænt.“ Meðgangan var erfið og það var fæðingin sömuleiðis en þau Rumi og Sir fæddust í júní 2017. Beyoncé segir frá því að hjarta annars þeirra hafi hætt að slá nokkrum sinnum í fæðingunni svo á endanum voru tvíburarnir teknir með bráðakeisaraskurði. Beyoncé greinir síðan frá því að það hafi verið áskorun að hefja æfingar fyrir Coachella en tónleikarnir í fyrra voru þeir fyrstu sem hún hélt eftir að tvíburarnir fæddust. „Mikið af dansinum er tilfinning en ekki svo mikil tækni, persónuleikinn þinn er það sem glæðir dansinn lífi. Það er erfitt þegar þér líður ekki eins og þér sjálfri. Ég þurfti að byggja líkamann minn upp og það tók mig tíma að verða nógu sjálfsörugg til að gefa mig sjálfa í þetta,“ segir Beyoncé. Hún segir að líkami sinn hafi einfaldlega ekki verið rétt tengdur til að byrja með. Þá var hugur hennar heldur ekki á staðnum. „Í huga mínum vildi ég bara vera með börnunum mínum. Fólk sér ekki fórnirnar sem þarf að færa.“
Tónlist Tengdar fréttir Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning