Fjárhæð skaðabóta engin takmörk sett segir landbúnaðarráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:54 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið/Ernir Fjárhæð skaðabóta sem ríkið gæti þurft að greiða vegna ólögmætra innflutningshindrana á búvörum er engin takmörk sett að sögn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann mælti fyrir frumvarpi sem heimilar innflutning á fersku kjöti á alþingi í gær. Frumvarpið kveður á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan evrópska efnahagssvæðisins og breytingar á lögum um dýrasjúkdóma. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna þeirra innflutningshafta sem ríkja í núgildandi löggjöf. „Niðurstaða dómstóla er skýr. Íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þau brot eru sögð vísvitandi og alvarleg. Staða málsins í dag er annars vegar ótakmörkuð skaðabótaskilda íslenska ríkisins vegna innflutnings á ófrystu kjöti. Þetta þýðir að hver sem reynir að flytja inn ófrosið kjöt og er stöðvaður getur fengið fyrir það skaðabætur frá íslenska ríkinu en fjárhæð skaðabóta eru engin takmörk sett,” sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Frumvarpið hefur mætt nokkurri andstöðu, meðal annars af hálfu Bændasamtakanna, og þá hafa einstaka þingmenn lýst efasemdum sínum um málið, einkum af ótta við aukna hættu sem stafi af sýklalyfjaónæmi. Meðal þeirra er Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. „Hér er á ferðinni stórmál sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir búfjárstofna okkar og þar með okkar hreina landbúnað og auk þess varðar málið lýðheilsu landsmanna,” sagði Birgir í pontu þingsins í gær. „Hver kemur til með að bera skaðabótaskyldu gagnvart bændum ef það gerist sem getur gerst, að hingað beri til landsins búfjársjúkdómasmit sem hafa aldrei komið til landsins?” spurði Birgir. Kristján Þór svaraði andsvörum á þá leið að ef hægt verði að rekja einhver áföll til lagasetningar þingsins þá liggi fyrir að ríkissjóður myndi bera þann kostnað. Alþingi Evrópusambandið Landbúnaður Tengdar fréttir Varnir verða settar upp gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti Varnir verða settar upp í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. 15. mars 2019 19:30 Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00 Tekist á um innflutning á hráu kjöti á Alþingi Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn. 28. febrúar 2019 20:15 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Fjárhæð skaðabóta sem ríkið gæti þurft að greiða vegna ólögmætra innflutningshindrana á búvörum er engin takmörk sett að sögn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann mælti fyrir frumvarpi sem heimilar innflutning á fersku kjöti á alþingi í gær. Frumvarpið kveður á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan evrópska efnahagssvæðisins og breytingar á lögum um dýrasjúkdóma. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna þeirra innflutningshafta sem ríkja í núgildandi löggjöf. „Niðurstaða dómstóla er skýr. Íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þau brot eru sögð vísvitandi og alvarleg. Staða málsins í dag er annars vegar ótakmörkuð skaðabótaskilda íslenska ríkisins vegna innflutnings á ófrystu kjöti. Þetta þýðir að hver sem reynir að flytja inn ófrosið kjöt og er stöðvaður getur fengið fyrir það skaðabætur frá íslenska ríkinu en fjárhæð skaðabóta eru engin takmörk sett,” sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Frumvarpið hefur mætt nokkurri andstöðu, meðal annars af hálfu Bændasamtakanna, og þá hafa einstaka þingmenn lýst efasemdum sínum um málið, einkum af ótta við aukna hættu sem stafi af sýklalyfjaónæmi. Meðal þeirra er Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. „Hér er á ferðinni stórmál sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir búfjárstofna okkar og þar með okkar hreina landbúnað og auk þess varðar málið lýðheilsu landsmanna,” sagði Birgir í pontu þingsins í gær. „Hver kemur til með að bera skaðabótaskyldu gagnvart bændum ef það gerist sem getur gerst, að hingað beri til landsins búfjársjúkdómasmit sem hafa aldrei komið til landsins?” spurði Birgir. Kristján Þór svaraði andsvörum á þá leið að ef hægt verði að rekja einhver áföll til lagasetningar þingsins þá liggi fyrir að ríkissjóður myndi bera þann kostnað.
Alþingi Evrópusambandið Landbúnaður Tengdar fréttir Varnir verða settar upp gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti Varnir verða settar upp í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. 15. mars 2019 19:30 Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00 Tekist á um innflutning á hráu kjöti á Alþingi Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn. 28. febrúar 2019 20:15 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Varnir verða settar upp gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti Varnir verða settar upp í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. 15. mars 2019 19:30
Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38
Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00
Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00
Tekist á um innflutning á hráu kjöti á Alþingi Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn. 28. febrúar 2019 20:15
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30