Innlent

FKA fagnar 20 ára afmæli: „Alltaf sami krafturinn“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er tuttugu ára og af því tilefni ætla hátt í fjögur hundruð konur að fagna í Silfurbergi í Hörpu kvöld.

Um er að ræða sögulegan viðburð í starfsemi félagsins sem hefur ekki áður blásið til sambærilegrar uppskeruhátíðar.

Rætt var við þær Rakel Sveinsdóttur, formann FKA, og Jónínu Bjartmarz, fyrsta formann félagsins, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Rakel sagði að ef það væri eitthvað sem félagið hefði lært á þessum 20 árum sem liðin eru frá stofnun þess þá væri það að þegar konur fjölmenna, kynnast og efla tengslin þá eflast þær til muna og verða sterkari.

„Þannig að hér verður bara gleði og mikil kvenorka og mikið um dýrðir í kvöld,“ sagði Rakel.

Jónína sagði félagið ganga út á það að tengja konurnar innbyrðis og að lyfti hvor annarri upp. Hún sagði aðspurð að ekki hefði mikið breyst hjá FKA frá stofnun þess fyrir 20 árum.

„Þær voru 330 konur sem voru mættar á stofnfundinn til þess að stofna félagið. Það hefur ekkert breyst annað en það að það er búið að opna það fyrir konur sem eru ekki í atvinnurekstri en svo erum við líka búnar að stofna atvinnurekendadeild og félagið vex bara og stækkar og dafnar. Það hefur ekkert breyst, það er alltaf sami krafturinn.“






Tengdar fréttir

Til hamingju, FKA og stjórnvöld!

Þann 5. apríl næstkomandi munu konur fjölmenna í Hörpunni kl. 18. Tilefnið er 20 ára afmæli FKA. Gleðin verður mikil en viðburðurinn er þó liður í því að efla tengsl kvenna sín á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×