Hugmyndir um að gefa eftir tryggingagjald fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2019 14:55 Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra. Nú er unnið hörðum höndum að frágangi fjölmiðlafrumvarps sem til stendur að leggja fram á vorþinginu. Vísir/vilhelm Fjölmiðlafrumvarpið er áfram í vinnslu innan ráðuneytisins en smíði þess á lokametrunum. Ráðgert er að það verði lagt fram nú á vorþingi. Þetta kemur fram í svari frá menntamálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. „Frumvarpið hefur tekið ákveðnum breytingum frá því að það var lagt fram í Samráðsgátt stjórnvalda í lok janúar enda bárust þá ýmsar gagnlegar umsagnir.“ En, þegar spurt var nánar um þær breytingar, þá hvort til standi að bæta í og þá sé í því tilliti litið til endurgreiðslu á tryggingargjaldi, verður fátt um svör. „Mennta- og menningarmálaráðherra mun kynna þær breytingar þegar hún mælir fyrir frumvarpinu.“Fyrirhuguð framlög til lítils Samkvæmt heimildum Vísis hefur fjölmiðlafrumvarpið verið að velkjast á milli stjórnarflokkanna nú um skeið en víst er að málið er snúið. Þannig liggur fyrir álit forsvarsmanna stærri miðla á markaði, að 50 milljóna króna þak til stuðnings sé varla upp í nös á ketti.Prentmiðlarnir. Víst er að stærri ritstjórnir sjá ekki mikinn stuðning í frumvarpinu eins og það lá fyrir í drögum. En, minni (vef)miðlar eru þeim mun ánægðari. Hlutfallslega.fbl/Anton BrinkÞá þykir, sé til dæmis litið til umsagna á samráðsgáttinni, sú heildartala sem sett hefur verið fram, 350 milljónir, ekki duga til að vera stærri miðlum stoð í þeim rekstrarörðugleikum sem greinin hefur staðið frammi fyrir um langt skeið. Og ekki í neinum samanburði. Til að mynda var bókaútgáfu landsins veittur 500 milljóna króna stuðningur, í nafni þess að það þyrfti að styðja sérstaklega við íslenska tungu og framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins ehf nemur 4,7 milljörðum.Að gefa eftir tryggingjargjaldið Þannig hefur komið fram sú hugmynd að til viðbótar verði fjölmiðlafyrirtækjum veitt einskonar undanþága frá tryggingargjaldi. Víst er að það þarf að útfæra því tryggingargjaldið, sem er yn sjö prósent, hefur hingað til verið talið heilagt enda liggur það til grundvallar atvinnuleysistryggingarsjóði.Óli Björn telur rétt að menntamálaráðherra svari þeim spurningum sem útaf standa vegna fjölmiðlafrumvarpsins.Fréttablaðið/ErnirSamkvæmt heimildum Vísis yrði það útfært sem einskonar endurgreiðsla á þeim kostnaðarliði sem er fyrirtækjum býsna þungur í skauti, ekki síst stærri fyrirtækjum sem eru með marga á launaskrá. Ekkert liggur hins vegar fyrir hversu háa upphæð er talað um í þessu sambandi. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýninn á frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að það stangist á við prinsipp um hlutverk fjölmiðla í samfélaginu að þau séu upp á náð og miskunn þess kerfis komin sem þeim ber að veita aðhald. En, þá kemur Ríkisútvarpið til skjalanna og skekkir þau prinsipp í sjálfu sér. Óli Björn segir, í samtali við Vísi, það vissulega svo að vera RÚV á markaði setji öll prinsipp í uppnám. Þá er það svo að yfirleitt sé reynt að búa svo um hnúta á Alþingi að stjórnarfrumvarp komi ekki fram eftir lok marsmánaðar. Af ýmsum ástæðum. En, það er þó hægt með en samstaða milli þingflokka stjórnarflokkanna þyrfti að liggja fyrir. Óli Björn segist ekki vilja tjá sig um það hvort til standi að gefa eftir tryggingargjald til fjölmiðlafyrirtækja, því verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir að svara. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur starfsemi Fótbolta.net í hættu vegna fjölmiðlafrumvarps Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda íþróttavefmiðilsins Fótbolta.net, telur að frumvarp menntamálaráðherra um endurgreiðslur til fjölmiðla geti gert út af við starfsemi vefmiðilsins. 14. febrúar 2019 12:45 Umsvif RÚV stóra vandamálið Stjórnarformenn Árvakurs og Torgs hafa ýmislegt út á fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra að setja. Nefna umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, áfengisauglýsingar og vilja ekki frekari álögur á ríkissjóð. 18. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið er áfram í vinnslu innan ráðuneytisins en smíði þess á lokametrunum. Ráðgert er að það verði lagt fram nú á vorþingi. Þetta kemur fram í svari frá menntamálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. „Frumvarpið hefur tekið ákveðnum breytingum frá því að það var lagt fram í Samráðsgátt stjórnvalda í lok janúar enda bárust þá ýmsar gagnlegar umsagnir.“ En, þegar spurt var nánar um þær breytingar, þá hvort til standi að bæta í og þá sé í því tilliti litið til endurgreiðslu á tryggingargjaldi, verður fátt um svör. „Mennta- og menningarmálaráðherra mun kynna þær breytingar þegar hún mælir fyrir frumvarpinu.“Fyrirhuguð framlög til lítils Samkvæmt heimildum Vísis hefur fjölmiðlafrumvarpið verið að velkjast á milli stjórnarflokkanna nú um skeið en víst er að málið er snúið. Þannig liggur fyrir álit forsvarsmanna stærri miðla á markaði, að 50 milljóna króna þak til stuðnings sé varla upp í nös á ketti.Prentmiðlarnir. Víst er að stærri ritstjórnir sjá ekki mikinn stuðning í frumvarpinu eins og það lá fyrir í drögum. En, minni (vef)miðlar eru þeim mun ánægðari. Hlutfallslega.fbl/Anton BrinkÞá þykir, sé til dæmis litið til umsagna á samráðsgáttinni, sú heildartala sem sett hefur verið fram, 350 milljónir, ekki duga til að vera stærri miðlum stoð í þeim rekstrarörðugleikum sem greinin hefur staðið frammi fyrir um langt skeið. Og ekki í neinum samanburði. Til að mynda var bókaútgáfu landsins veittur 500 milljóna króna stuðningur, í nafni þess að það þyrfti að styðja sérstaklega við íslenska tungu og framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins ehf nemur 4,7 milljörðum.Að gefa eftir tryggingjargjaldið Þannig hefur komið fram sú hugmynd að til viðbótar verði fjölmiðlafyrirtækjum veitt einskonar undanþága frá tryggingargjaldi. Víst er að það þarf að útfæra því tryggingargjaldið, sem er yn sjö prósent, hefur hingað til verið talið heilagt enda liggur það til grundvallar atvinnuleysistryggingarsjóði.Óli Björn telur rétt að menntamálaráðherra svari þeim spurningum sem útaf standa vegna fjölmiðlafrumvarpsins.Fréttablaðið/ErnirSamkvæmt heimildum Vísis yrði það útfært sem einskonar endurgreiðsla á þeim kostnaðarliði sem er fyrirtækjum býsna þungur í skauti, ekki síst stærri fyrirtækjum sem eru með marga á launaskrá. Ekkert liggur hins vegar fyrir hversu háa upphæð er talað um í þessu sambandi. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýninn á frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að það stangist á við prinsipp um hlutverk fjölmiðla í samfélaginu að þau séu upp á náð og miskunn þess kerfis komin sem þeim ber að veita aðhald. En, þá kemur Ríkisútvarpið til skjalanna og skekkir þau prinsipp í sjálfu sér. Óli Björn segir, í samtali við Vísi, það vissulega svo að vera RÚV á markaði setji öll prinsipp í uppnám. Þá er það svo að yfirleitt sé reynt að búa svo um hnúta á Alþingi að stjórnarfrumvarp komi ekki fram eftir lok marsmánaðar. Af ýmsum ástæðum. En, það er þó hægt með en samstaða milli þingflokka stjórnarflokkanna þyrfti að liggja fyrir. Óli Björn segist ekki vilja tjá sig um það hvort til standi að gefa eftir tryggingargjald til fjölmiðlafyrirtækja, því verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir að svara.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur starfsemi Fótbolta.net í hættu vegna fjölmiðlafrumvarps Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda íþróttavefmiðilsins Fótbolta.net, telur að frumvarp menntamálaráðherra um endurgreiðslur til fjölmiðla geti gert út af við starfsemi vefmiðilsins. 14. febrúar 2019 12:45 Umsvif RÚV stóra vandamálið Stjórnarformenn Árvakurs og Torgs hafa ýmislegt út á fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra að setja. Nefna umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, áfengisauglýsingar og vilja ekki frekari álögur á ríkissjóð. 18. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Telur starfsemi Fótbolta.net í hættu vegna fjölmiðlafrumvarps Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda íþróttavefmiðilsins Fótbolta.net, telur að frumvarp menntamálaráðherra um endurgreiðslur til fjölmiðla geti gert út af við starfsemi vefmiðilsins. 14. febrúar 2019 12:45
Umsvif RÚV stóra vandamálið Stjórnarformenn Árvakurs og Torgs hafa ýmislegt út á fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra að setja. Nefna umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, áfengisauglýsingar og vilja ekki frekari álögur á ríkissjóð. 18. febrúar 2019 08:00