Áhersla á vistvæna hönnun orðin meiri Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 16:47 Ragna Sara Jónsdóttir, eigandi hönnunarfyrirtækisins FÓLKs. Skjáskot/Stöð 2 Hitt var á Rögnu Söru Jónsdóttur, eiganda FÓLKs og Eyjólf Pálsson, forstjóra Epal í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gær. Sindri Sindrason hitti fyrst á Rögnu sem stofnaði hönnunarfyrirtækið FÓLK fyrir tveimur árum síðan en það hefur komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað. Hjá fyrirtækinu eru þrír hönnuðir og hafa þeir allir það markmið að leiðarljósi að hönnun þeirra sé vistvæn. Fyrirtækið er nú með sýningu á vörulínum sínum á Klapparstíg 29, sem ber heitið FÓLK – staðbundið landslag og mun hún standa yfir þar til kl. 17 sunnudaginn 31. mars. Vörur merkisins hafa vakið mikla lukku á alþjóðavettvangi og fengu tækifæri til að selja vörur sínar tímabundið í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Einn hönnuður fyrirtækisins, Theodóra Alfreðsdóttir hefur verið að hanna lampa fyrir fyrirtækið m.a. úr plötum sem búnar eru til úr endurunnum textíl og hefur verið að nota gömul sængurföt af spítölum. Ragna segir ástæðuna fyrir því að íslensk hönnun sé ekki meira áberandi á erlendum markaði sú að upp á markaðssetningu vanti „Við erum að reyna að búa til fyrirtæki sem er samkeppnishæft við erlend hönnunarmerki, af því að hæfileikarnir hjá íslenskum hönnuðum eru svo sannarlega til staðar en okkar hlutverk er að koma hönnun þeirra í það form að þið getið verslað þetta á samkeppnishæfu verði.“ Markmið Rögnu fyrir fyrirtækið eru skýr „Ég vil að sjálfsögðu að vörur fólks fáist í fínustu búðum í Evrópu, bandaríkjunum og asíu og svo vil ég vera komin með fleiri hönnuði í samstarf og vera þekkt fyrir gæði og mjög umhverfisvænar vörur sem passa inn í þetta hringrásarhagkerfi sem við erum að fást við núna, en það er að vörurnar lendi ekki í landfyllingu eða að þær hafi skamman líftíma.“ Eyjólfur í Epal hefur stutt mikið við íslenska hönnun í gegnum árin auk þess sem Epal hefur verið þekkt fyrir að selja erlenda hönnun og þá sérstaklega danska. Epal hefur verið virkt í Hönnunarmars, sem er nú haldið í 11 sinn, og er stórt rými í búðinni sérstaklega tileinkað íslenskri hönnun á meðan á Hönnunarmars stendur. Eyjólfur leggur einnig áherslu á vistvæni hönnunarvara, „Þetta er spurning um skynsemi. Ætlarðu að eiga hlutinn lengi eða ætlarðu að kaupa þér eitthvað ódýrt dót sem endist í stuttan tíma og henda því, hvað er vistvænna?“ HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Hitt var á Rögnu Söru Jónsdóttur, eiganda FÓLKs og Eyjólf Pálsson, forstjóra Epal í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gær. Sindri Sindrason hitti fyrst á Rögnu sem stofnaði hönnunarfyrirtækið FÓLK fyrir tveimur árum síðan en það hefur komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað. Hjá fyrirtækinu eru þrír hönnuðir og hafa þeir allir það markmið að leiðarljósi að hönnun þeirra sé vistvæn. Fyrirtækið er nú með sýningu á vörulínum sínum á Klapparstíg 29, sem ber heitið FÓLK – staðbundið landslag og mun hún standa yfir þar til kl. 17 sunnudaginn 31. mars. Vörur merkisins hafa vakið mikla lukku á alþjóðavettvangi og fengu tækifæri til að selja vörur sínar tímabundið í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Einn hönnuður fyrirtækisins, Theodóra Alfreðsdóttir hefur verið að hanna lampa fyrir fyrirtækið m.a. úr plötum sem búnar eru til úr endurunnum textíl og hefur verið að nota gömul sængurföt af spítölum. Ragna segir ástæðuna fyrir því að íslensk hönnun sé ekki meira áberandi á erlendum markaði sú að upp á markaðssetningu vanti „Við erum að reyna að búa til fyrirtæki sem er samkeppnishæft við erlend hönnunarmerki, af því að hæfileikarnir hjá íslenskum hönnuðum eru svo sannarlega til staðar en okkar hlutverk er að koma hönnun þeirra í það form að þið getið verslað þetta á samkeppnishæfu verði.“ Markmið Rögnu fyrir fyrirtækið eru skýr „Ég vil að sjálfsögðu að vörur fólks fáist í fínustu búðum í Evrópu, bandaríkjunum og asíu og svo vil ég vera komin með fleiri hönnuði í samstarf og vera þekkt fyrir gæði og mjög umhverfisvænar vörur sem passa inn í þetta hringrásarhagkerfi sem við erum að fást við núna, en það er að vörurnar lendi ekki í landfyllingu eða að þær hafi skamman líftíma.“ Eyjólfur í Epal hefur stutt mikið við íslenska hönnun í gegnum árin auk þess sem Epal hefur verið þekkt fyrir að selja erlenda hönnun og þá sérstaklega danska. Epal hefur verið virkt í Hönnunarmars, sem er nú haldið í 11 sinn, og er stórt rými í búðinni sérstaklega tileinkað íslenskri hönnun á meðan á Hönnunarmars stendur. Eyjólfur leggur einnig áherslu á vistvæni hönnunarvara, „Þetta er spurning um skynsemi. Ætlarðu að eiga hlutinn lengi eða ætlarðu að kaupa þér eitthvað ódýrt dót sem endist í stuttan tíma og henda því, hvað er vistvænna?“
HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00