Nýtt líf í tuskunum í Trendport Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 19:15 Þær Þórunn Elva Þorgeirsdóttir og Vera Sif Rúnarsdóttir ætla að opna markað í maí þar sem þær ætla að selja notuð föt í umboðssölu. Hjón sem eru búin að fá nóg af fatasóun hér á landi hafa ákveðið að opna markað þar sem hægt er að koma með notuð föt og selja í umboðssölu. Þau hafa fengið afar jákvæð viðbrögð hjá fólki sem oft er með fulla skápa af klæðnaði sem það notar sjaldan eða aldrei. Þær Þórunn Elva Þorgeirsdóttir og Vera Sif Rúnarsdóttir segja að fólk sé að verða sífellt meðvitaðra um mikilvægi umhverfismála og eitt af því sé að gefa fötunum sínum lengra líf. Þær ákváðu því ásamt eiginmönnum að stofna fatamarkað í Kópavogi sem hefur fengið nafnið Trendport og verður opnaður í maí. Þar getur fólk leigt bás og selt gömlu fötin sem það hefur aldrei tímt að henda. „Svo sjáum við í raun um restina en við prentum út strikamerki og erum á staðnum til að selja fötin. Við tökum 15% í umboðslaun og fólk greiðir fyrir básinn,“ segir Þórunn. Þær segja að viðtökurnar hafi verið frábærar enda um þarft málefni að ræða. „Við í rauninni litum í eigin barm og sáum hvað við vorum sjálf að kaupa mikið af fötum sem við notuðum sjaldan. Við kannski tímdum ekki að henda fötunum þannig að þau söfnuðust bara inn í skáp og voru ónotuð. Þá er nú betra að koma þeim í umferð hér í Trendport og fái um leið pening í vasann,“ segir Vera Sif. Þær benda á að fyrirmyndin að markaðnum komi frá Barnalopunni sem byggist upp á sambærilegu viðskiptamódeli og hefur notið mikilla vinsælda. Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Hjón sem eru búin að fá nóg af fatasóun hér á landi hafa ákveðið að opna markað þar sem hægt er að koma með notuð föt og selja í umboðssölu. Þau hafa fengið afar jákvæð viðbrögð hjá fólki sem oft er með fulla skápa af klæðnaði sem það notar sjaldan eða aldrei. Þær Þórunn Elva Þorgeirsdóttir og Vera Sif Rúnarsdóttir segja að fólk sé að verða sífellt meðvitaðra um mikilvægi umhverfismála og eitt af því sé að gefa fötunum sínum lengra líf. Þær ákváðu því ásamt eiginmönnum að stofna fatamarkað í Kópavogi sem hefur fengið nafnið Trendport og verður opnaður í maí. Þar getur fólk leigt bás og selt gömlu fötin sem það hefur aldrei tímt að henda. „Svo sjáum við í raun um restina en við prentum út strikamerki og erum á staðnum til að selja fötin. Við tökum 15% í umboðslaun og fólk greiðir fyrir básinn,“ segir Þórunn. Þær segja að viðtökurnar hafi verið frábærar enda um þarft málefni að ræða. „Við í rauninni litum í eigin barm og sáum hvað við vorum sjálf að kaupa mikið af fötum sem við notuðum sjaldan. Við kannski tímdum ekki að henda fötunum þannig að þau söfnuðust bara inn í skáp og voru ónotuð. Þá er nú betra að koma þeim í umferð hér í Trendport og fái um leið pening í vasann,“ segir Vera Sif. Þær benda á að fyrirmyndin að markaðnum komi frá Barnalopunni sem byggist upp á sambærilegu viðskiptamódeli og hefur notið mikilla vinsælda.
Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira