Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Öryrkjabandalagið telur að þær úrbætur sem samráðshópurinn hefur lagt til séu ekki nógu góðar og sé mannsæmandi afkoma ekki tryggð. Lagt er til í skýrslunni að króna-á-móti-krónu skerðingin verði lögð niður en einnig verði komið á svokölluðu starfsgetumati og kerfisbreytingum á almannatryggingalögum verði komið á. Nefndin gerir ráð fyrir að upp verði tekið svokallað starfsgetumat í stað örorkumats, sem gefa á öryrkjum og þeim með skerta starfgetu kost á sveigjanlegri störfum Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni og sagði í viðtali í Bítinu í morgun að þetta kerfi ýtti undir jákvæðni. Hann segir einnig að hræðsla sé hjá Öryrkjabandalaginu fyrir kerfinu vegna mistaka sem hafa orðið hjá öðrum ríkjum með sambærilegt kerfi, en nefndin hafi lært af mistökum þeirra og sveigi fram hjá þeim Lögð var fram bókun af hálfu nefndarinnar í desember þar sem lagt var til að króna-á-móti-krónu yrði aflögð. ÖBÍ segir að afnám krónu-á-móti-krónu sé ein af þeim úrbótum sem hægt sé að framkvæma strax, sé viljinn fyrir hendi, en að samtökin leggist gegn þeim breytingum sem stjórnvöld leggi til að verði gerðar samhliða afnáms krónu-á-móti-krónu Alþýðusamband Íslands hefur tekið undir með sjónarmiðum ÖBÍ og hyggst ekki skrifa undir skýrsluna. Þar bendir forseti ASÍ á að hvorki opinber né almennur vinnumarkaður bjóði upp á störf með lágu starfhlutfalli. Ásmundur sagði í viðtalinu í morgun að samráðshópurinn vonaðist til að atvinnulífið tæki vel á móti bókuninni, þannig að ekki þyrfti að setja á sérstök lög sem segðu til um að fyrirtæki þyrftu að ráða ákveðinn fjölda fatlaðra einstaklinga í vinnu Úttekt var gerð af Analytica fyrir samráðshópinn þar sem komist var að því að framlag öryrkja inná vinnumarkaði gæti skilað 8-28 milljörðum, eftir því hvernig atvinnulífið tæki á móti þeim Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali í Bítinu í morgun að skerðingar til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt til muni skerða jöfnunarhlutverk sveitafélaga verulega og nefnir hann að í suðurkjördæmi muni 30 milljónir hverfa úr málefnum fatlaðra sem og 500 milljónir úr jöfnunarhlutverkinu. Því blasi við að þjónusta við öryrkja verði skert. Félagsmál Bítið Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Öryrkjabandalagið telur að þær úrbætur sem samráðshópurinn hefur lagt til séu ekki nógu góðar og sé mannsæmandi afkoma ekki tryggð. Lagt er til í skýrslunni að króna-á-móti-krónu skerðingin verði lögð niður en einnig verði komið á svokölluðu starfsgetumati og kerfisbreytingum á almannatryggingalögum verði komið á. Nefndin gerir ráð fyrir að upp verði tekið svokallað starfsgetumat í stað örorkumats, sem gefa á öryrkjum og þeim með skerta starfgetu kost á sveigjanlegri störfum Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni og sagði í viðtali í Bítinu í morgun að þetta kerfi ýtti undir jákvæðni. Hann segir einnig að hræðsla sé hjá Öryrkjabandalaginu fyrir kerfinu vegna mistaka sem hafa orðið hjá öðrum ríkjum með sambærilegt kerfi, en nefndin hafi lært af mistökum þeirra og sveigi fram hjá þeim Lögð var fram bókun af hálfu nefndarinnar í desember þar sem lagt var til að króna-á-móti-krónu yrði aflögð. ÖBÍ segir að afnám krónu-á-móti-krónu sé ein af þeim úrbótum sem hægt sé að framkvæma strax, sé viljinn fyrir hendi, en að samtökin leggist gegn þeim breytingum sem stjórnvöld leggi til að verði gerðar samhliða afnáms krónu-á-móti-krónu Alþýðusamband Íslands hefur tekið undir með sjónarmiðum ÖBÍ og hyggst ekki skrifa undir skýrsluna. Þar bendir forseti ASÍ á að hvorki opinber né almennur vinnumarkaður bjóði upp á störf með lágu starfhlutfalli. Ásmundur sagði í viðtalinu í morgun að samráðshópurinn vonaðist til að atvinnulífið tæki vel á móti bókuninni, þannig að ekki þyrfti að setja á sérstök lög sem segðu til um að fyrirtæki þyrftu að ráða ákveðinn fjölda fatlaðra einstaklinga í vinnu Úttekt var gerð af Analytica fyrir samráðshópinn þar sem komist var að því að framlag öryrkja inná vinnumarkaði gæti skilað 8-28 milljörðum, eftir því hvernig atvinnulífið tæki á móti þeim Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali í Bítinu í morgun að skerðingar til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt til muni skerða jöfnunarhlutverk sveitafélaga verulega og nefnir hann að í suðurkjördæmi muni 30 milljónir hverfa úr málefnum fatlaðra sem og 500 milljónir úr jöfnunarhlutverkinu. Því blasi við að þjónusta við öryrkja verði skert.
Félagsmál Bítið Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58