Bjarni segir ríkissjóð með stuðpúða gegn áföllum Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2019 19:00 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að búast við eins miklum lífskjarabata á næstu árum og undanfarin ár en stjórnvöld séu að bæta í fjárfestingar á sama tíma og það dragi úr þeim í einkageiranum. Stjórnarandstaðan segir ýmsar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar. Fyrri umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði greiningar á mismunandi þróun efnahagsmála liggja fyrir ef til að mynda yrðu áföll í flugrekstri á Íslandi. Ýmsir óvissuþættir gætu haft áhrif en fjármálaáætlunin byggði á gildandi hagspám.„Það hvernig vinnumarkaðurinn aðlagast er líka mikilvægt atriði. Hver verður niðurstaða samninga sem verða gerðir. Þetta eru allt áhrifaþættir sem við vitum ekki endanlega niðurstöðu um þar sem við hefjum þessa umræðu hér í dag,” sagði Bjarni.Áhrif aðstæðna í flugi gætu hins vegar orðið umtalsverð á nettó útflutningstekjur, gengi krónunnar, verðbólgu og fleira, þótt ytri aðstæður þjóðarbúsins væru enn mjög hagstæðar.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar.Vísir/vilhelm„Við höfum á skömmum tíma tekið út mikinn lífskjarabata. En það má ekki gera ráð fyrir að lífskjör batni áfram með sama hraða á næstu árum. Hagkerfið siglir nú inn í tímabil sem gæta þarf að samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Varkárni í opinberum fjármálum. Við þurfum að hugsa til lengri framtíðar og leggja áherslu á aukna framleiðni,” sagði fjármálaráðherra. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjármálaáætlunina. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði margt benda til að afkoman verði lakari en gert væri ráð fyrir og forsendur hennar brostnar. „Það er ágætt að muna gildi laganna um opinber fjármál. Sem meðal annars eru varfærni, sjálfbærni og festa. Það er engin varfærni í þessari fjármálaáætlun. Hún er fallin við birtingu,” sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra sagði fjárlög þessa árs hafa verið afgreidd með góðum afgangi. „Varfærnin í þessari áætlun birtist einmitt í því að við erum búin að taka til hliðar 30 milljarða miðað við hagspárnar í afgang. Sem er þá eins og stuðpúði, eins og sjóður sem hægt er að ganga á til að lina afleiðingarnar af því ef hagspárnar reynast ekki réttar,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki hægt að búast við eins miklum lífskjarabata á næstu árum og undanfarin ár en stjórnvöld séu að bæta í fjárfestingar á sama tíma og það dragi úr þeim í einkageiranum. Stjórnarandstaðan segir ýmsar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar. Fyrri umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði greiningar á mismunandi þróun efnahagsmála liggja fyrir ef til að mynda yrðu áföll í flugrekstri á Íslandi. Ýmsir óvissuþættir gætu haft áhrif en fjármálaáætlunin byggði á gildandi hagspám.„Það hvernig vinnumarkaðurinn aðlagast er líka mikilvægt atriði. Hver verður niðurstaða samninga sem verða gerðir. Þetta eru allt áhrifaþættir sem við vitum ekki endanlega niðurstöðu um þar sem við hefjum þessa umræðu hér í dag,” sagði Bjarni.Áhrif aðstæðna í flugi gætu hins vegar orðið umtalsverð á nettó útflutningstekjur, gengi krónunnar, verðbólgu og fleira, þótt ytri aðstæður þjóðarbúsins væru enn mjög hagstæðar.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar.Vísir/vilhelm„Við höfum á skömmum tíma tekið út mikinn lífskjarabata. En það má ekki gera ráð fyrir að lífskjör batni áfram með sama hraða á næstu árum. Hagkerfið siglir nú inn í tímabil sem gæta þarf að samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Varkárni í opinberum fjármálum. Við þurfum að hugsa til lengri framtíðar og leggja áherslu á aukna framleiðni,” sagði fjármálaráðherra. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjármálaáætlunina. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði margt benda til að afkoman verði lakari en gert væri ráð fyrir og forsendur hennar brostnar. „Það er ágætt að muna gildi laganna um opinber fjármál. Sem meðal annars eru varfærni, sjálfbærni og festa. Það er engin varfærni í þessari fjármálaáætlun. Hún er fallin við birtingu,” sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra sagði fjárlög þessa árs hafa verið afgreidd með góðum afgangi. „Varfærnin í þessari áætlun birtist einmitt í því að við erum búin að taka til hliðar 30 milljarða miðað við hagspárnar í afgang. Sem er þá eins og stuðpúði, eins og sjóður sem hægt er að ganga á til að lina afleiðingarnar af því ef hagspárnar reynast ekki réttar,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30
Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00
Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent