Einn af þremur segist styðja stjórn Katrínar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. mars 2019 06:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir fagnaði árs afmæli stuttu fyrir jól. Fréttablaðið/Anton Brink Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og fer niður í rúm 36 prósent samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið og Frettabladid.is. Um 47 prósent studdu stjórnina í desember þegar síðasta könnun var gerð. Þrátt fyrir dalandi stuðning við stjórnina bæta bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi samkvæmt könnuninni. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 24 prósenta fylgi og eykst það um rúm þrjú prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun og fer yfir 9 prósent. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi og mælast með 10,2 prósenta fylgi sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tæpum sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Tveir stjórnarandstöðuflokkar styrkja stöðu sína frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent og bætir við sig eftir fylgishrun í síðustu könnun. Flokkurinn er þó enn langt frá ellefu prósenta kjörfylgi flokksins. Viðreisn bætir við sig rúmu hálfu prósenti frá síðustu könnun en aðrir flokkar í stjórnarandstöðu tapa fylgi. Samfylkingin dalar mest, og fer úr tæpu 21 prósenti miðað við síðustu könnun niður í 17,4 prósent sem þó er töluvert yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum þegar flokkurinn uppskar rúm 12 prósent. Píratar tapa einu og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun og fylgi við Flokk fólksins dregst lítillega saman. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og fer niður í rúm 36 prósent samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið og Frettabladid.is. Um 47 prósent studdu stjórnina í desember þegar síðasta könnun var gerð. Þrátt fyrir dalandi stuðning við stjórnina bæta bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi samkvæmt könnuninni. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 24 prósenta fylgi og eykst það um rúm þrjú prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun og fer yfir 9 prósent. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi og mælast með 10,2 prósenta fylgi sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tæpum sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Tveir stjórnarandstöðuflokkar styrkja stöðu sína frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent og bætir við sig eftir fylgishrun í síðustu könnun. Flokkurinn er þó enn langt frá ellefu prósenta kjörfylgi flokksins. Viðreisn bætir við sig rúmu hálfu prósenti frá síðustu könnun en aðrir flokkar í stjórnarandstöðu tapa fylgi. Samfylkingin dalar mest, og fer úr tæpu 21 prósenti miðað við síðustu könnun niður í 17,4 prósent sem þó er töluvert yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum þegar flokkurinn uppskar rúm 12 prósent. Píratar tapa einu og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun og fylgi við Flokk fólksins dregst lítillega saman. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira