Skattgreiðslur verði sundurliðaðar á launaseðlum Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 13:17 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að fram komi á launaseðlum fólks hvert skattgreiðslur þess fara og leggur fram þingsályktun í dag um að ríkið breyti nú þegar uppsetningu launaseðla. Skattgreiðendur með laun undir 745 þúsundum á mánuði greiði til að mynda meira til sveitarfélaga en ríkis með staðgreiðslunni. Á launaseðlum launafólks koma fram upplýsingar um frádrátt til staðgreiðslu skatta en þær upplýsingar eru ekki sundurliðaðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram þingsályktun á Alþingi í dag sem miðar að því að breyta þess. „Með því er verið að fela ríki og stofnunum þess að birta á launaseðli sérstaklega tilgreinda fjárhæð tekjuskatts annars vegar og útsvars hins vegar,” sagði Áslaug Arna á Alþingi í morgun. Þá komi einnig fram á launaseðlinum hvað launagreiðandi greiðir í tryggingagjald vegna hvers launamannsins. Tilgangurinn hennar og meðflutningsmanna sé að auka gagnsæi í skattheimtu. „Til að auka almenna þekkingu um það hvernig skatti er skipt milli sveitarfélaga og ríkis og þekkingu á gjöldum, tryggingagjöldum, eins og öðrum launatengdum gjöldum launagreiðanda,” sagði Áslaug Arna. Með tillögunni sé lagt til að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og breyti framsetningu launaseðla sinna strax. Eðlilegt sé að launafólk hafi þessa skiptingu á hreinu og viti þar með hve stór hluti skattgreiðslna fari til ríkisins annars vegar og sveitarfélags hins vegar. „Það er nefnilega svo að allt launafólk með 745 þúsund krónur á mánuði eða undir greiðir hærri upphæð til sveitarfélagsins en ríkisins. Það getur ekki verið annað en gott fyrir alla að þekkja hvernig þeim gjöldum er háttað,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að fram komi á launaseðlum fólks hvert skattgreiðslur þess fara og leggur fram þingsályktun í dag um að ríkið breyti nú þegar uppsetningu launaseðla. Skattgreiðendur með laun undir 745 þúsundum á mánuði greiði til að mynda meira til sveitarfélaga en ríkis með staðgreiðslunni. Á launaseðlum launafólks koma fram upplýsingar um frádrátt til staðgreiðslu skatta en þær upplýsingar eru ekki sundurliðaðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram þingsályktun á Alþingi í dag sem miðar að því að breyta þess. „Með því er verið að fela ríki og stofnunum þess að birta á launaseðli sérstaklega tilgreinda fjárhæð tekjuskatts annars vegar og útsvars hins vegar,” sagði Áslaug Arna á Alþingi í morgun. Þá komi einnig fram á launaseðlinum hvað launagreiðandi greiðir í tryggingagjald vegna hvers launamannsins. Tilgangurinn hennar og meðflutningsmanna sé að auka gagnsæi í skattheimtu. „Til að auka almenna þekkingu um það hvernig skatti er skipt milli sveitarfélaga og ríkis og þekkingu á gjöldum, tryggingagjöldum, eins og öðrum launatengdum gjöldum launagreiðanda,” sagði Áslaug Arna. Með tillögunni sé lagt til að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og breyti framsetningu launaseðla sinna strax. Eðlilegt sé að launafólk hafi þessa skiptingu á hreinu og viti þar með hve stór hluti skattgreiðslna fari til ríkisins annars vegar og sveitarfélags hins vegar. „Það er nefnilega svo að allt launafólk með 745 þúsund krónur á mánuði eða undir greiðir hærri upphæð til sveitarfélagsins en ríkisins. Það getur ekki verið annað en gott fyrir alla að þekkja hvernig þeim gjöldum er háttað,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira