Brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 14:58 Skýrslan fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016. vísir/vilhelm Brýnast er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016 en Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, hjá EDDU öndvegissetri vann skýrsluna sem kom út í dag. Í skýrslunni kemur fram að þó að lífskjör barna á Íslandi séu á heildina litið góð þá séu engu að síður vandamál til staðar sem séu óleyst. Þar sé brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra, eins og áður segir, en einnig þarf að huga að börnum öryrkja. Þá hafi staðan á húsnæðismarkaði veruleg áhrif á lífskjör barna og þá sérstaklega börn einstæðra foreldra og öryrkja. „Allur þorri einstæðra foreldra er í neðri helmingi tekjudreifingarinnar. Þá hefur húsnæðiskostnaður meiri áhrif á fátækt barna einstæðra foreldra en barna sem búa á annarskonar heimilum. Vandi einstæðra foreldra er tvíþættur. Þeir eru eina fyrirvinna heimilis síns og bera aukna umönnunarbyrði sem hamlar þeim frá að afla aukatekna,“ segir meðal annars í skýrslunni.Þróun barnabóta jók á vandann eftir hrun Tímabilið sem skýrslan tekur til er tólf ár en inn í það kemur hrunið 2008. Samkvæmt skýrslunni versnuðu lífskjör barna hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins. Þá áttu börn lengra í land árið 2016 en aðrir hópar með að ná aftur þeim lífskjörum sem þau höfðu árið 2008. „Versnandi lífskjör barna á Íslandi í kreppunni skýrast að mestu af því að atvinnutekjur heimila þeirra lækkuðu. Félagslegar greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur gerðu lítið til að draga úr áfallinu og raunar jók þróun barnabóta á vandann, ef eitthvað er. Batnandi lífskjör barna eftir að kreppunni lauk skýrast einnig að stærstu leyti af vaxandi atvinnutekjum heimila þeirra eftir að uppsveiflan hófst á ný. Aftur á móti vann þróun félagslegra greiðslna á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur á móti batanum,“ segir í frétt á vef stjórnarráðsins um skýrsluna. Í lok skýrslunnar setur höfundur hennar fram fjórar tillögur til úrbóta: að brúa umönnunarbilið, að auka tilfærslur til einstæðra foreldra, ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar og að niðurgreiðslur til tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar.Skýrsluna má nálgast hér. Félagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Brýnast er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016 en Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, hjá EDDU öndvegissetri vann skýrsluna sem kom út í dag. Í skýrslunni kemur fram að þó að lífskjör barna á Íslandi séu á heildina litið góð þá séu engu að síður vandamál til staðar sem séu óleyst. Þar sé brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra, eins og áður segir, en einnig þarf að huga að börnum öryrkja. Þá hafi staðan á húsnæðismarkaði veruleg áhrif á lífskjör barna og þá sérstaklega börn einstæðra foreldra og öryrkja. „Allur þorri einstæðra foreldra er í neðri helmingi tekjudreifingarinnar. Þá hefur húsnæðiskostnaður meiri áhrif á fátækt barna einstæðra foreldra en barna sem búa á annarskonar heimilum. Vandi einstæðra foreldra er tvíþættur. Þeir eru eina fyrirvinna heimilis síns og bera aukna umönnunarbyrði sem hamlar þeim frá að afla aukatekna,“ segir meðal annars í skýrslunni.Þróun barnabóta jók á vandann eftir hrun Tímabilið sem skýrslan tekur til er tólf ár en inn í það kemur hrunið 2008. Samkvæmt skýrslunni versnuðu lífskjör barna hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins. Þá áttu börn lengra í land árið 2016 en aðrir hópar með að ná aftur þeim lífskjörum sem þau höfðu árið 2008. „Versnandi lífskjör barna á Íslandi í kreppunni skýrast að mestu af því að atvinnutekjur heimila þeirra lækkuðu. Félagslegar greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur gerðu lítið til að draga úr áfallinu og raunar jók þróun barnabóta á vandann, ef eitthvað er. Batnandi lífskjör barna eftir að kreppunni lauk skýrast einnig að stærstu leyti af vaxandi atvinnutekjum heimila þeirra eftir að uppsveiflan hófst á ný. Aftur á móti vann þróun félagslegra greiðslna á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur á móti batanum,“ segir í frétt á vef stjórnarráðsins um skýrsluna. Í lok skýrslunnar setur höfundur hennar fram fjórar tillögur til úrbóta: að brúa umönnunarbilið, að auka tilfærslur til einstæðra foreldra, ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar og að niðurgreiðslur til tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar.Skýrsluna má nálgast hér.
Félagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira