Listería í reyktum laxi og bleikjuafurðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2019 12:03 Ópal birkireyktur laxabiti. Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af reyktum laxi og fjallableikju frá Ópal Sjávarfangi. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar af markaði vegna listeríu (Listeria monocytogenes) sem greinst hefur í þeim, í samráði við Matvælastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni sem ítrekar fyrri viðvörun um allan graflax frá Ópal Sjávarfangi með síðasta notkunardegi í janúar, febrúar og mars. Matvælastofnun stöðvaði dreifingu til bráðabirgða á umræddum vörum og graflaxi frá Ópal 5. febrúar s.l. á meðan á rannsókn stendur. Dreifing og markaðssetning verður ekki heimil fyrr en stofnunin hefur fengið staðfest að listería greinist ekki í framleiðsluferlinu. Innköllunin á við eftirfarandi framleiðslulotur: • Vöruheiti: Ópal birkireyktur laxabiti og laxaflöt, Ópal reyktar laxasneiðar (100 gr og 300 gr), Ópal reyktur laxaafskurður, 400 gr. Ópal reykt fjallableikja í sneiðum, 100 gr og fjallableikja í bitum • Framleiðandi: Ópal Sjávarfang ehf., Grandatröð 4, 220 Hafnarfjörður • Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar í janúar og febrúar • Lotunúmer: Reyktur lax 01.30.03 og fjallableikja 03.10.03 • Strikamerki: Sjá einnig mynd að neðan. 23 273 21 00000 V, 23 273 22 00000 V, 5 69423010104, 5 694230 101177, 569423010133, 5 694230 101368, 23 273 66 00000 V • Framleiðsluland: Ísland • Dreifing: Verslanir 10-11, verslanir Hagkaupa, verslanir Nettó, verslanir Kjörbúðarinnar, verslanir Krambúðarinnar, Melabúðin og verslanir Iceland Matvælastofnun bendir neytendum sem hafa keypt vöruna að neyta hennar ekki og hafa samband við fyrirtækið um endurgreiðslu í síma 517 66 30 eða á netfanginu opal@opal.is. Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi.Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar. Innköllun Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af reyktum laxi og fjallableikju frá Ópal Sjávarfangi. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar af markaði vegna listeríu (Listeria monocytogenes) sem greinst hefur í þeim, í samráði við Matvælastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni sem ítrekar fyrri viðvörun um allan graflax frá Ópal Sjávarfangi með síðasta notkunardegi í janúar, febrúar og mars. Matvælastofnun stöðvaði dreifingu til bráðabirgða á umræddum vörum og graflaxi frá Ópal 5. febrúar s.l. á meðan á rannsókn stendur. Dreifing og markaðssetning verður ekki heimil fyrr en stofnunin hefur fengið staðfest að listería greinist ekki í framleiðsluferlinu. Innköllunin á við eftirfarandi framleiðslulotur: • Vöruheiti: Ópal birkireyktur laxabiti og laxaflöt, Ópal reyktar laxasneiðar (100 gr og 300 gr), Ópal reyktur laxaafskurður, 400 gr. Ópal reykt fjallableikja í sneiðum, 100 gr og fjallableikja í bitum • Framleiðandi: Ópal Sjávarfang ehf., Grandatröð 4, 220 Hafnarfjörður • Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar í janúar og febrúar • Lotunúmer: Reyktur lax 01.30.03 og fjallableikja 03.10.03 • Strikamerki: Sjá einnig mynd að neðan. 23 273 21 00000 V, 23 273 22 00000 V, 5 69423010104, 5 694230 101177, 569423010133, 5 694230 101368, 23 273 66 00000 V • Framleiðsluland: Ísland • Dreifing: Verslanir 10-11, verslanir Hagkaupa, verslanir Nettó, verslanir Kjörbúðarinnar, verslanir Krambúðarinnar, Melabúðin og verslanir Iceland Matvælastofnun bendir neytendum sem hafa keypt vöruna að neyta hennar ekki og hafa samband við fyrirtækið um endurgreiðslu í síma 517 66 30 eða á netfanginu opal@opal.is. Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi.Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Innköllun Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira