„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 19:07 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í fjármála-og efnahagsráðuneytinu í dag ættu ekki að koma neinum á óvart enda sé útfærslan í samræmi við það sem boðað var í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði fjármálaráðherra sem var gestur í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2. Í dag kynnti Bjarni nýtt neðsta skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Spurður að því hvort þetta væru ekki talsvert lægri upphæðir en þær sem verkalýðsforystan hefði kallað eftir varðandi þörf fyrir hækkun lægstu launa segir Bjarni að hlutfallslega sé þetta nokkuð háar fjárhæðir. Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi samanlagt ráðstafað 18 milljörðum í skattkerfisbreytingar og barnabætur. „Menn geta síðan ákveðið hvort 18 milljarðar liðki fyrir eða ekki,“ segir Bjarni sem er ánægður með útfærsluna og umfangið og segist telja að breytingarnar hjálpi við gerð kjarasamninga. Hann segir að skattkerfisbreytingarnar séu smíðaðar þannig að þær teygi sig sérstaklega til þeirra hópa í viðkvæmustu stöðunni. Bjarni segir að nú verði að halda áfram eftir þeirri braut sem hefur verið mörkuð. „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir,“ segir Bjarni. Hafi menn haft væntingar um tugi milljarða lækkun til viðbótar segist Bjarni ekki vita hvaðan þær væntingar hafi sprottið. Hann gat ekki sagt til um það hvort við séum nær verkföllum núna en við vorum fyrr í dag en hann segir að langvinnar vinnudeilur geti valdið tjóni. Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í fjármála-og efnahagsráðuneytinu í dag ættu ekki að koma neinum á óvart enda sé útfærslan í samræmi við það sem boðað var í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði fjármálaráðherra sem var gestur í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2. Í dag kynnti Bjarni nýtt neðsta skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Spurður að því hvort þetta væru ekki talsvert lægri upphæðir en þær sem verkalýðsforystan hefði kallað eftir varðandi þörf fyrir hækkun lægstu launa segir Bjarni að hlutfallslega sé þetta nokkuð háar fjárhæðir. Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi samanlagt ráðstafað 18 milljörðum í skattkerfisbreytingar og barnabætur. „Menn geta síðan ákveðið hvort 18 milljarðar liðki fyrir eða ekki,“ segir Bjarni sem er ánægður með útfærsluna og umfangið og segist telja að breytingarnar hjálpi við gerð kjarasamninga. Hann segir að skattkerfisbreytingarnar séu smíðaðar þannig að þær teygi sig sérstaklega til þeirra hópa í viðkvæmustu stöðunni. Bjarni segir að nú verði að halda áfram eftir þeirri braut sem hefur verið mörkuð. „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir,“ segir Bjarni. Hafi menn haft væntingar um tugi milljarða lækkun til viðbótar segist Bjarni ekki vita hvaðan þær væntingar hafi sprottið. Hann gat ekki sagt til um það hvort við séum nær verkföllum núna en við vorum fyrr í dag en hann segir að langvinnar vinnudeilur geti valdið tjóni.
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30